Suðurbraut 9 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1803020
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 318. fundur - 16.03.2018
Gissur E. Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 óskar eftir heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Erindinu hafnað. Skipulags-og byggingarnefnd er fús til viðræðna við umsækjanda um hentugan stað fyrir eldsneytisafgreiðslu í Hofsósi.
Skipulags- og byggingarnefnd - 321. fundur - 04.05.2018
Gissur E. Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 ítrekar með bréfi dagsettu 18. apríl sl. umsókn um heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir sig fúsa til viðræðna við umsækjanda um málið.
Skipulags- og byggingarnefnd - 322. fundur - 11.05.2018
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar á síðasta fundi og þá var bókað. "Guðlaugur Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 óskar eftir heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Erindinu hafnað. Skipulags-og byggingarnefnd er fús til viðræðna við umsækjanda um hentugan stað fyrir eldsneytisafgreiðslu í Hofsósi.“ Á þennan fund nefndarinnar kom Guðlaugur Pálsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum umsækjenda, Guðlaugur vinnur málið áfram og leggur fyrir ný drög.
Skipulags- og byggingarnefnd - 332. fundur - 24.10.2018
Í samræmi við bókun Skipulags- og byggingarnefnar frá 11. maí sl. leggur Svavar M. Sigurjónsson byggingatæknifræðingur hjá Verkhof ehf. fram fyrirspurn fh. N1. Fyrirspurnin varðar flutning á afgreiðsludælum N1 við Suðurbraut 9 á nýjan stað á gatnamótum Suðurbrautar og Túngötu á Hofsósi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar framkominni tillögu. Nefndin bendir á mögulegar staðsetningar við Suðurbraut sunnan við Pardus eða við Skólagötu nær Siglufjarðarvegi.
Skipulags- og byggingarnefnd - 335. fundur - 05.12.2018
Lagður fram tölvupóstur frá Guðlaugi Pálssyni verkefnisstjóra hjá N1 varðandi afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar frá 24. október sl. á erindi N1.