Háeyri 2 - umsókn um breytingu á lóð.
Málsnúmer 1803128
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 318. fundur - 16.03.2018
Með bréfi dagsettu 7. mars sl. heimila lóðarhafar lóðarinnar Háeyri 2 á Sauðárkróki að RARIK verði heimilað að reisa 2,2 x 3,0 m spennistöð á lóð sem skipt verði út úr lóðinni Háeyri 2. Fyrirhuguð stærð nýrrar lóðar er 42 ferm og minkar lóðarstærð lóðarinnar Háeyri 2 sem þessu nemur. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur dagsettur 06.03.2018 gerður hjá RARIK gerir nánari grein fyrir erindinu. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna ný lóðarblöð og afgreiða erindið.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 137. fundur - 23.03.2018
Lögð var fram til kynningar samþykkt Skipulags- og byggingarnefdnar á erindi varðandi stofnun lóðar og uppsetningu spennistöðvar á lóðinni við Háeyri 2. Stærð lóðarinnar er 42m2 og mun RARIK koma upp spennistöð á lóðinni. Uppsetning spennistöðvarinnar er nauðsynleg til að anna aukinni raforkunotkun skipa í Sauðárkrókshöfn.