Fara í efni

Beiðni um fund Íbúa- og átthagafélag Fljóta

Málsnúmer 1803163

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 821. fundur - 22.03.2018

Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá Íbúa- og átthagafélagi Fljótamanna sem stofnað var vorið 2017. Tilgangur félagsins skv. samþykktum er að "stuðla að eflingu samfélags, atvinnulífs og fagurs mannlífs í Fljótum í Skagafirði". Óskað er eftir að fá að hitta fulltrúa sveitarstjórnar til að ræða ýmis mál sem brenna á Fljótamönnum.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum félagsins á fund byggðarráðs sem stefnt er á að halda í Ketilási 5. apríl n.k.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 825. fundur - 24.04.2018

Íbúa- og átthagafélag Fljótamanna óskaði eftir fundi með byggðarráði. Erindið lagt fram á fundi byggðarráðs þann 22.3.2018 þar sem óskað var eftir að ræða ýmis mál sem brenna á Fljótamönnum.
Byggðarráð bauð félagsmönnum á fund ráðsins í Ketilási þann 24. apríl 2018 til viðræðu.