Lokun á skarði í Bæjarmöl við Höfðavatn
Málsnúmer 1803170
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 822. fundur - 05.04.2018
Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá landeigendum bæja sem liggja að Höfðavatni á Höfðaströnd. Óska þeir eftir fjárhagslegum stuðningi við landfyllingu á Bæjarmöl við Höfðavatn í Skagafirði. Tilgangur framkvæmdanna er að loka skarði sem hefur myndast og sjór flæðir inn í vatnið og seltustig þess er að nálgast seltustig sjávar með tilheyrandi skaða.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu og óskar eftir því að Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komi til fundar við ráðið.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu og óskar eftir því að Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komi til fundar við ráðið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 823. fundur - 12.04.2018
Málið áður á dagskrá 822. fundar byggðarráðs þann 5. apríl 2018. Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá landeigendum bæja sem liggja að Höfðavatni á Höfðaströnd. Óska þeir eftir fjárhagslegum stuðningi við landfyllingu á Bæjarmöl við Höfðavatn í Skagafirði. Tilgangur framkvæmdanna er að loka skarði sem hefur myndast og sjór flæðir inn í vatnið og seltustig þess er að nálgast seltustig sjávar með tilheyrandi skaða. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 1 milljón krónur og taka fjármagnið af málaflokki 11 - umhverfismál.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 1 milljón krónur og taka fjármagnið af málaflokki 11 - umhverfismál.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun.