Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Gísla Jóhannessyni, Birkihlíð, 560 Hofsósi, dagsettur 25. mars 2018. Fyrirspurn: Ég vil fá upplýsingar um leynisamninga sem Sveitarfélagið hefur gert um að stofna og reka Sýndarveruleikassýningu á Sauðárkróki. 1. Er hægt að fá senda samningana? 2. Hvað fara miklir peningar frá sveitarfélaginu Skagafirði inn í þetta fyrirtæki Sýndarveruleiki ehf? 3. Hvernig getur maður fengið svona samning frá sveitarfélaginu ef maður ætlar að setja upp eitthvað nýtt á Hofsósi? 4. Verður kostnaðurinn meiri fyrir sveitarfélagið að setja upp sýndarveruleikasýninguna á Sauðárkróki en það kostar að byggja leikskóla á Hofsósi eða íþróttahús á Hofsósi; eins og maður hefur heyrt? Jón Gísli Jóhannesson í Birkihlíð Hofsósi, kt . 260164 7169. Svar: 1. Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu. Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“ Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað. Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum. 2. Vísað er til svars við spurningu nr. 1 hér að ofan. 3. Sveitarfélagið Skagafjörður er afar opið fyrir samstarfsverkefnum við fjárfesta, sem stuðla að atvinnuuppbyggingu hvar sem er í Sveitarfélaginu Skagafirði, og sem reiðubúnir eru að leggja verulega fjármuni til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Atvinnuuppbygging er forsenda byggðar og velferðar samfélaga. Sem dæmi um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuuppbyggingu má nefna uppbyggingu og rekstur meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði, aðkomu að rekstri fiskvinnslu á Hofsósi, aðkomu að rekstri Náttúrustofu Norðurlands vestra, ívilnana vegna atvinnureksturs í húsnæði sveitarfélagsins víða um hérað, svo og á landi í eigu sveitarfélagsins o.s.frv. 4. Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki. Kostnaðaráætlun vegna byggingar leikskóla á Hofsósi, endurbóta á grunnskóla eða byggingar íþróttahúss liggur ekki endanlega fyrir. Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar með forsvarsmönnum Hofsbótar ses. 15. mars sl. kom fram að búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum á grunnskólahúsnæði og viðbyggingu þar fyrir nýjan leikskóla, ásamt því sem gerð hafa verið hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Einnig kom fram á byggðarráðsfundi 22. febrúar sl. að í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum og mun endanleg kostnaðaráætlun þess verks þá liggja fyrir. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir að mikilvægt sé að hraða þessu verki. Bjarni Jónsson óskar bókað: Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar. Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað: Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu.
Fyrirspurn:
Ég vil fá upplýsingar um leynisamninga sem Sveitarfélagið hefur gert um að stofna og reka Sýndarveruleikassýningu á Sauðárkróki.
1. Er hægt að fá senda samningana?
2. Hvað fara miklir peningar frá sveitarfélaginu Skagafirði inn í þetta fyrirtæki Sýndarveruleiki ehf?
3. Hvernig getur maður fengið svona samning frá sveitarfélaginu ef maður ætlar að setja upp eitthvað nýtt á Hofsósi?
4. Verður kostnaðurinn meiri fyrir sveitarfélagið að setja upp sýndarveruleikasýninguna á Sauðárkróki en það kostar að byggja leikskóla á Hofsósi eða íþróttahús á Hofsósi; eins og maður hefur heyrt?
Jón Gísli Jóhannesson í Birkihlíð Hofsósi, kt . 260164 7169.
Svar:
1. Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu.
Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“
Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað.
Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum.
2. Vísað er til svars við spurningu nr. 1 hér að ofan.
3. Sveitarfélagið Skagafjörður er afar opið fyrir samstarfsverkefnum við fjárfesta, sem stuðla að atvinnuuppbyggingu hvar sem er í Sveitarfélaginu Skagafirði, og sem reiðubúnir eru að leggja verulega fjármuni til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Atvinnuuppbygging er forsenda byggðar og velferðar samfélaga. Sem dæmi um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuuppbyggingu má nefna uppbyggingu og rekstur meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði, aðkomu að rekstri fiskvinnslu á Hofsósi, aðkomu að rekstri Náttúrustofu Norðurlands vestra, ívilnana vegna atvinnureksturs í húsnæði sveitarfélagsins víða um hérað, svo og á landi í eigu sveitarfélagsins o.s.frv.
4. Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki. Kostnaðaráætlun vegna byggingar leikskóla á Hofsósi, endurbóta á grunnskóla eða byggingar íþróttahúss liggur ekki endanlega fyrir. Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar með forsvarsmönnum Hofsbótar ses. 15. mars sl. kom fram að búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum á grunnskólahúsnæði og viðbyggingu þar fyrir nýjan leikskóla, ásamt því sem gerð hafa verið hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Einnig kom fram á byggðarráðsfundi 22. febrúar sl. að í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum og mun endanleg kostnaðaráætlun þess verks þá liggja fyrir. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir að mikilvægt sé að hraða þessu verki.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar.
Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað:
Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu.