Lagður fram tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur, Smáragrund 5, 550 Sauðárkróki, dagsettur 26. mars 2018. Fyrirspurn: "Ég undirrituð óska eftir að fá nánari upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið við Sýndarveruleika ehf. og við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21. Ég óska eftir að fá afrit af samningum sem þessa uppbyggingu varðar og ef ekki er fallist á þá beiðni, þá óska ég eftir að fá með skýrum hætti upplýsingar um þær fjárskuldbindingar samningarnir fela í sér fyrir sveitarfélagið og til hve langs tíma þeir eru gerðir. Kveðja, Álfhildur Leifsdóttir Íbúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar." Svar: Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki. Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu. Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“ Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað. Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum. Bjarni Jónsson óskar bókað: Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar. Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað: Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu.
Fyrirspurn:
"Ég undirrituð óska eftir að fá nánari upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið við Sýndarveruleika ehf. og við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21.
Ég óska eftir að fá afrit af samningum sem þessa uppbyggingu varðar og ef ekki er fallist á þá beiðni, þá óska ég eftir að fá með skýrum hætti upplýsingar um þær fjárskuldbindingar samningarnir fela í sér fyrir sveitarfélagið og til hve langs tíma þeir eru gerðir.
Kveðja, Álfhildur Leifsdóttir
Íbúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar."
Svar:
Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki.
Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu.
Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“
Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað.
Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar.
Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað:
Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu.