Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki.
Málsnúmer 1804004
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 827. fundur - 03.05.2018
Frestað mál frá 822. fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2018.
Óskað var eftir í byggðarráði að sérfróður aðili sem ekki væri tengdur sveitarfélaginu legði mat á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu,leigu, skatttekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélagsins að svo viðamiklu langtímaverkefni.
Fyrir fundinum liggur samantekt Deloitte um mat á heildaráhrifum verkefnisins þar sem fram kemur að ávinningur sveitarfélagsins er um 6.5 milljónir á hverju ári á samningstímanum eða um 195 milljónir króna.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
Ekki hefur enn verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf.
Stefán Vagn Stefánsson (B) og Sigríður Svavarsdóttir (D) óska bókað:
Fyrir liggur úttekt á heildarskuldbingingum sveitarfélagsins frá Megin lögmannstofu og samantekt frá Deloitte vegna verkefnisins eins og ákveðið var að kalla eftir í byggðarráði.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er ekki tækt sem fagleg óháð úttekt utanaðkomandi aðila. Enda er þar einnig ekki tekið tillit til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (K-lista) óskar bókað:
Fyrir liggja úttektir á skuldbindingu sveitarfélagsins líkt og ég óskaði eftir. Mikilvægt er að þær verði nýttar til að leggja mat á verkefnið áður en ákvarðanir verða teknar.
Óskað var eftir í byggðarráði að sérfróður aðili sem ekki væri tengdur sveitarfélaginu legði mat á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu,leigu, skatttekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélagsins að svo viðamiklu langtímaverkefni.
Fyrir fundinum liggur samantekt Deloitte um mat á heildaráhrifum verkefnisins þar sem fram kemur að ávinningur sveitarfélagsins er um 6.5 milljónir á hverju ári á samningstímanum eða um 195 milljónir króna.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
Ekki hefur enn verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf.
Stefán Vagn Stefánsson (B) og Sigríður Svavarsdóttir (D) óska bókað:
Fyrir liggur úttekt á heildarskuldbingingum sveitarfélagsins frá Megin lögmannstofu og samantekt frá Deloitte vegna verkefnisins eins og ákveðið var að kalla eftir í byggðarráði.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er ekki tækt sem fagleg óháð úttekt utanaðkomandi aðila. Enda er þar einnig ekki tekið tillit til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (K-lista) óskar bókað:
Fyrir liggja úttektir á skuldbindingu sveitarfélagsins líkt og ég óskaði eftir. Mikilvægt er að þær verði nýttar til að leggja mat á verkefnið áður en ákvarðanir verða teknar.
"Lagt er til að sérfróður aðili sem ekki er tengdur sveitarfélaginu verði fenginn til að leggja mat á áhrif samstarfssamnings um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki á fjárfestingar og skuldbindingar Sveitarfélagsins áður en hann verður lagður fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu. Matið taki á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu,leigu, skatttekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélagsins að svo viðamiklu langtímaverkefni. Matið taki einnig á afleiddum kostnaði sem fellur til vegna húsnæðisráðstafanna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga."
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar þar sem unnið er úttekt. Gert er ráð fyrir að hún liggi fyrir næsta fundi byggðarráðs. Á fundi byggðarráðs 8. mars s.l. óskaði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, K-lista, eftir mati á skuldbindingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkti að fela lögmanni sveitarfélagsins að vinna að formlegu mati sem mun liggja fyrir innan skamms.
Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.