Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, K-lista og Bjarna Jónssyni, Vg og óháðir: "Lagt er til að atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd verði falið að taka saman eftirfarandi upplýsingar fyrir byggðaráð. - Hvar verður bráðabrigðahúsnæði sýninga sem voru í Minjahúsinu á Sauðárkróki og hver er áætlaður árlegur kostnaður vegna reksturs og húsaleigu? - Hvar verður bráðabrigðahúsnæði skrifstofuhluta safnsins á Sauðárkróki og hver er áætlaður leigukostnaður á ári? - Hvar verður bráðabrigðahúsnæði fornleifadeildar safnsins og hver er áætlaður leigukostnaður á ári? - Er áætlað vörslurými í Borgarflöt nægjanlegt?" Bókun: Eignasjóður Skagafjarðar hefur með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir eru fyrst og fremst af aðalsjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Eignasjóður leigir út fasteignir til stofnana sveitarfélagsins og innheimtir leigu (svokallaða innri leigu) í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér. Stjórn Eignasjóðs Skagafjarðar er byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar en ekki atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Eðlilegt er að fyrirspurninni sé beint til byggðarráðs þar sem hún lýtur einkum að fasteignum og kostnaði vegna leigu. Eins og kjörnum byggðarráðsfulltrúum er kunnugt um, og rætt hefur verið á fundum ráðsins, er verið að vinna í að koma fastasýningum Byggðasafns Skagfirðinga sem verið hafa í Minjahúsinu á Sauðárkróki, fyrir í öðru húsnæði á Sauðárkróki. Gangi þær fyrirætlanir eftir er líklegt að kostnaður vegna rekstrar og innri leigu sem hlýst af sýningunum verði lægri en hann er í dag af Minjahúsinu. Aðstaða fyrir þá starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga sem hafa haft vinnuaðstöðu í Minjahúsinu á Sauðárkróki mun verða í húsnæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki en sveitarfélagið á helming þess húsnæðis. Þar hefur verið gjaldfærð innri leiga um áraraðir þrátt fyrir enga beina starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Ljóst er að fasteignin á Aðalgötu 2 mun verða betur nýtt við þessa yfirfærslu og að gjaldfærsla innri leigu vegna starfsmannaaðstöðu sem flyst úr Minjahúsinu mun sparast. Áætlað varðveislurými fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga á Borgarflöt er nægjanlegt miðað við núverandi safnkost. Þess má geta að starfsmaður Byggðasafns Skagfirðinga aflaði sér sérþekkingar í pökkun og varðveislu safnmuna hjá Þjóðminjasafni Íslands áður en farið var í flokkun og pökkun þeirra muna sem staðsettir eru í Minjahúsi. Allir safnmunir sem varðveittir eru og fluttir verða í nýtt varðveislurými hafa nú verið flokkaðir og myndaðir og unnið er nú að skráningu þeirra í Sarp. Heildrænt yfirlit yfir safnmuni er því miklu mun betra í dag en fyrir var. Þarfagreiningarhópur vegna byggingar Menningarhúss á Sauðárkróki er að störfum en í honum eiga sæti fulltrúar frá öllum framboðum sem eiga kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hafa fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í störfum sínum lagt áherslu á að í menningarhúsinu verði varðveislurými sem kemur til móts við þarfir Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga. Munu söfnin með því verða meðal fárra slíkra safna á landinu sem munu uppfylla kröfur ríkisins um aðbúnað opinberra safna og byggðasafna eins og kemur fram í lögum og reglugerðum. Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
"Lagt er til að atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd verði falið að taka saman eftirfarandi upplýsingar fyrir byggðaráð.
- Hvar verður bráðabrigðahúsnæði sýninga sem voru í Minjahúsinu á Sauðárkróki og hver er áætlaður árlegur kostnaður vegna reksturs og húsaleigu?
- Hvar verður bráðabrigðahúsnæði skrifstofuhluta safnsins á Sauðárkróki og hver er áætlaður leigukostnaður á ári?
- Hvar verður bráðabrigðahúsnæði fornleifadeildar safnsins og hver er áætlaður leigukostnaður á ári?
- Er áætlað vörslurými í Borgarflöt nægjanlegt?"
Bókun:
Eignasjóður Skagafjarðar hefur með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir eru fyrst og fremst af aðalsjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Eignasjóður leigir út fasteignir til stofnana sveitarfélagsins og innheimtir leigu (svokallaða innri leigu) í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér. Stjórn Eignasjóðs Skagafjarðar er byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar en ekki atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Eðlilegt er að fyrirspurninni sé beint til byggðarráðs þar sem hún lýtur einkum að fasteignum og kostnaði vegna leigu.
Eins og kjörnum byggðarráðsfulltrúum er kunnugt um, og rætt hefur verið á fundum ráðsins, er verið að vinna í að koma fastasýningum Byggðasafns Skagfirðinga sem verið hafa í Minjahúsinu á Sauðárkróki, fyrir í öðru húsnæði á Sauðárkróki. Gangi þær fyrirætlanir eftir er líklegt að kostnaður vegna rekstrar og innri leigu sem hlýst af sýningunum verði lægri en hann er í dag af Minjahúsinu.
Aðstaða fyrir þá starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga sem hafa haft vinnuaðstöðu í Minjahúsinu á Sauðárkróki mun verða í húsnæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki en sveitarfélagið á helming þess húsnæðis. Þar hefur verið gjaldfærð innri leiga um áraraðir þrátt fyrir enga beina starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Ljóst er að fasteignin á Aðalgötu 2 mun verða betur nýtt við þessa yfirfærslu og að gjaldfærsla innri leigu vegna starfsmannaaðstöðu sem flyst úr Minjahúsinu mun sparast.
Áætlað varðveislurými fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga á Borgarflöt er nægjanlegt miðað við núverandi safnkost. Þess má geta að starfsmaður Byggðasafns Skagfirðinga aflaði sér sérþekkingar í pökkun og varðveislu safnmuna hjá Þjóðminjasafni Íslands áður en farið var í flokkun og pökkun þeirra muna sem staðsettir eru í Minjahúsi. Allir safnmunir sem varðveittir eru og fluttir verða í nýtt varðveislurými hafa nú verið flokkaðir og myndaðir og unnið er nú að skráningu þeirra í Sarp. Heildrænt yfirlit yfir safnmuni er því miklu mun betra í dag en fyrir var.
Þarfagreiningarhópur vegna byggingar Menningarhúss á Sauðárkróki er að störfum en í honum eiga sæti fulltrúar frá öllum framboðum sem eiga kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hafa fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í störfum sínum lagt áherslu á að í menningarhúsinu verði varðveislurými sem kemur til móts við þarfir Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga. Munu söfnin með því verða meðal fárra slíkra safna á landinu sem munu uppfylla kröfur ríkisins um aðbúnað opinberra safna og byggðasafna eins og kemur fram í lögum og reglugerðum.
Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.