Byggðarráð Skagafjarðar - 826
Málsnúmer 1804018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 368. fundur - 16.05.2018
Fundargerð 826. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 12. apríl 2018 frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru um synjun um aðgang að gögnum. Sveitarfélaginu er veittur frestur til að senda nefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi til 26. apríl 2018.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Sigurjóns Þórðarsonar (K-lista) að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið og koma að frekari rökstuðningi. Bjarni Jónsson lýsir sig ósammála samþykktinni.
Sigurjón Þórðarson (K-lista) og Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óska bókað:
Farið er fram á að meiri hluti sveitarstjórnar láti af ólöglegri leyndarhyggju og veiti og íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi upplýsingar um gríðarmiklar fjárskuldbindingar sem íbúar eru að taka á sig vegna Sýndarveruleika ehf.
Það að halda þessum feluleik áfram með ærnum tilkostnaði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og ráðuneyti getur einungis leitt til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður verði nánast að athlægi. Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
Farið er fram á að meiri hluti sveitarstjórnar láti af ólöglegri leyndarhyggju og veiti og íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi upplýsingar um gríðarmiklar fjárskuldbindingar sem íbúar eru að taka á sig vegna Sýndarveruleika ehf.
Það að halda þessum feluleik áfram með ærnum tilkostnaði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og ráðuneyti getur einungis leitt til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður verði nánast að athlægi.
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
Byggðarráð samþykkir að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið og koma að frekari rökstuðningi.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 6. apríl 2018 frá Maríu Eymundsdóttur þar sem hún óskar eftir upplýsingum varðandi samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sýndarveruleika ehf. og leggur fram eftirfarandi spurningar:
1. Hver er áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins við verkefnið?
2. Í hversu langan tíma gildir samningurinn við Sýndarveruleika ehf?
3. Er samningurinn uppsegjanlegur?
4. Hver er kostnaður sveitarfélagsins af húsnæðinu sem útvegað er undir sýninguna? Hér er m.a.
átt við þegar litið er til áætlana um viðgerðarkostnað af húsnæðinu sem liggur fyrir að þarfnist
viðhalds og breytinga og eins vegna hugsanlega tapaðrar húsaleigu?
5. Leggur sveitarfélagið félaginu Sýndarveruleika ehf til eitthvað starfsfólk og ef já hver er þá
áætlaður fjöldi stöðugilda og heildarkostnaður?
6. Hversu mikið er áætlað að sveitarfélagið fái út úr þessum samningi? Og hvernig skiptast þær
tekjur? Beinar tekjur, leigutekjur, afkomutengdar tekjur o.s.frv.?
7. Hversu mikið er áætlað að afleiddar tekjur af sýndarveruleikasafninu/setrinu verði í héraðinu?
Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur frá 26.03.2018 sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
Það svar sem fólst í bókun byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Maríu. Þetta gildir þó ekki um lið 7 í fyrirspurn Maríu. Á vegum sveitarfélagsins er unnið að samantekt um þau atriði sem þar er spurt um. Er ráðgert að kynna þá samantekt í byggðarráði innan tíðar og jafnframt að upplýsa fyrirspyrjanda um efni hennar. Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.
Vegna athugasemda í ítrekunarbréfi dagsettu 16. apríl 2018 vegna meintra tafa á afgreiðslu erindis sem sent var til sveitarstjóra, byggðarráðs og sveitarstjórnar þann 6. apríl 2018 skal tekið fram að reglulegur fundur byggðarráðs féll niður þann 19. apríl 2018 vegna sumardagsins fyrsta.
Bókun:
Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Það er hafið yfir vafa að sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Sigurjón Þórðarson, K lista Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Það er hafið yfir vafa að sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur frá 26.03.2018 sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
Það svar sem fólst í bókun byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Maríu. Þetta gildir þó ekki um lið 7 í fyrirspurn Maríu. Á vegum sveitarfélagsins er unnið að samantekt um þau atriði sem þar er spurt um. Er ráðgert að kynna þá samantekt í byggðarráði innan tíðar og jafnframt að upplýsa fyrirspyrjanda um efni hennar. Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.
Vegna athugasemda í ítrekunarbréfi dagsettu 16. apríl 2018 vegna meintra tafa á afgreiðslu erindis sem sent var til sveitarstjóra, byggðarráðs og sveitarstjórnar þann 6. apríl 2018 skal tekið fram að reglulegur fundur byggðarráðs féll niður þann 19. apríl 2018 vegna sumardagsins fyrsta.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. apríl 2018 frá Guðríði Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir að fá nánari upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið við Sýndarveruleika ehf. og við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21.
Óskar hún eftir að fá afrit af samningum sem þessa uppbyggingu varðar og ef ekki er fallist á þá beiðni, þá óskar hún eftir að fá með skýrum hætti upplýsingar um þær fjárskuldbindingar samningarnir fela í sér fyrir sveitarfélagið og til hve langs tíma þeir eru gerðir.
Svar meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar og Sigríðar Svavarsdóttur.
Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
Það svar sem fólst í bókun Byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Guðríðar.
Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.
Bókun:
Sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur ber sveitarfélaginu að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Sigurjón Þórðarson, K lista
Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
Sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur ber sveitarfélaginu að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
Það svar sem fólst í bókun Byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Guðríðar.
Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Byggðarráð samþykkir að gera tilboð í hlut Akrahrepps í fasteignunum Hásæti 5a-5d.
Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Byggðarráð samþykkir að gera kauptilboð í aðstöðuhús sem er áfast áhaldahúsi sveitarfélagsins við Norðurbraut á Hofsósi, fastanr. 214-3753. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 21. febrúar 2018 frá stýrihópi um heilsueflandi grunnskóla í Grunnskólanum austan Vatna. Óskað er eftir úrbótum varðandi umhverfi og öryggi barna á skólalóð og á leið til og frá skóla.
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við grunnskólann á Hofsósi þar sem byggja á viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun leikskóla. Búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Ljóst er að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á skólanum á Hofsósi mun verða til þess að styrkja grunnskólann á Hofsósi til framtíðar.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
Þrátt fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir við skólann er mikilvægt að nú þegar verði gripið til bráðabirgðaaðgerða til að bæta aðgengi og auka öryggi skólabarna.
Sigurjón Þórðarson (K-listi) óskar bókað:
Ég tek undir bókun Bjarna Jónssonar og legg áherslu á að óskað verði eftir aðkomu íbúa á Hofsósi að málinu sem fyrst. Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
Þrátt fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir við skólann er mikilvægt að nú þegar verði gripið til bráðabirgðaaðgerða til að bæta aðgengi og auka öryggi skólabarna.
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við grunnskólann á Hofsósi þar sem byggja á viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun leikskóla. Búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Ljóst er að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á skólanum á Hofsósi mun verða til þess að styrkja grunnskólann á Hofsósi til framtíðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sjö atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram aðalfundarboð Eyvindarstaðaheiðar ehf. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. maí 2018.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Sigurjón Þórðarson situr hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804224, dagsettur 17. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Gestagangs ehf., kt. 410206-0990, um leyfi til að reka hótel í flokki V (Hótel Varmahlíð) að Laugavegi 1, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. apríl 2018 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál.
Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. apríl frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024, 480. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. apríl 2018 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 20. apríl 2018 frá Óla Jóhanni Ásmundssyni, þar sem hann óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Til glöggvunar á verkefninu óskar byggðarráð eftir því að fá frekari upplýsingar s.s. kostnaðaráætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804291, dagsettur 23. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Gestagarðs ehf., kt. 630609-0970, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hofsstöðum, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Bjarna Jónssyni Vg og óháðum:
Starfshópur sem skipaður var til að vinna að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð árið 2015, en hefur ekki enn hist, verði kallaður saman til að ljúka því verki sem honum var falið.
Greinargerð.
Tilgangur laga um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Skagafjörður skipi sér á lista þeirra sveitarfélaga sem sett hafa sér innkaupareglur. Byggðaráð samþykkti tillögu VG og óháðra og K lista um skipan starfshóps til að vinna að innkaupareglum samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 20. ágúst 2015. Þá voru einnig sett ný lög um opinber innkaup árið 2016. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html.
Starfshópinn skipa fulltrúar allra framboða; Gísli Sigurðsson, Bjarki Tryggvason, Sigurjón Þórðarson og Hildur Þóra Magnúsdóttir. Starfshópurinn hefur hinsvegar aldrei verið kallaður saman. Fulltrúi VG og óháðra kallaði þó eftir þvi skriflega 18. september 2015 og 15. janúar 2016. Mikilvægt er að starfshópurinn verði kallaður saman til að ljúka því verki sem honum var falið fyrir tæpum þremur árum síðan.
Bókun meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista).
Á fundi byggðarráðs þann 18.05. 2017 var lögð fram skýrsla um stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 frá KPMG hf. Þar segir m.a. að vegna gildistöku nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þá falli á brott skylda sveitarstjórna að setja sér innkaupareglur sem falli að kröfum laganna. Þar með lauk störfum starfshópsins sem skipaður var til að koma með tillögur að innkaupareglum samkvæmt lögum nr. 84/2007. Hins vegar hafa sveitarfélög þ.m.t. Sveitarfélagið Skagafjörður verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að setja innkaupareglur þar sem einkum væri horft til þess að fjallað væri fyrst og fremst um stjórnsýsluna hjá sveitarfélaginu er varðar innkaup, s.s. um hverjir hafi heimildir til að skuldbinda sveitarfélagið, samþykkja reikninga, úthlutun útgjaldaheimilda, viðskipti við tengda aðila o.þ.h. Það sem nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á því að skoða gerð slíkra reglna hafa KPMG hf og Samband íslenskra sveitarfélaga verið að skoða með hvaða hætti sé best að vinna tillögu að reglum sem öll sveitarfélög gætu nýtt sér. Sveitarfélagið Skagafjörður telur mikilvægt að bíða eftir að þeirri vinnu ljúki.
Bjarni Jónsson, (Vg og óháðum) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
Mikilvægt er að sveitarfélagið setji sér innkaupareglur og staðfesta verkferla um útboð og meðferð mála sem það taki mið af í sínum gjörningum og störfum. Bæði Í samræmi við ný lög um opinber innkaup https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html, reglugerð frá 15. febrúar sl. þar um og sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Í því fælist mikill stuðningur fyrir sveitarfélagið í því umhverfi sem það starfar.
Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
Mikilvægt er að sveitarfélagið setji sér innkaupareglur og staðfesta verkferla um útboð og meðferð mála sem það taki mið af í sínum gjörningum og störfum. Bæði Í samræmi við ný lög um opinber innkaup https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html, reglugerð frá 15. febrúar sl. þar um og sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Í því fælist mikill stuðningur fyrir sveitarfélagið í því umhverfi sem það starfar.
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
Á fundi byggðarráðs þann 18.05. 2017 var lögð fram skýrsla um stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 frá KPMG hf. Þar segir m.a. að vegna gildistöku nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þá falli á brott skylda sveitarstjórna að setja sér innkaupareglur sem falli að kröfum laganna. Þar með lauk störfum starfshópsins sem skipaður var til að koma með tillögur að innkaupareglum samkvæmt lögum nr. 84/2007. Hins vegar hafa sveitarfélög þ.m.t. Sveitarfélagið Skagafjörður verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að setja innkaupareglur þar sem einkum væri horft til þess að fjallað væri fyrst og fremst um stjórnsýsluna hjá sveitarfélaginu er varðar innkaup, s.s. um hverjir hafi heimildir til að skuldbinda sveitarfélagið, samþykkja reikninga, úthlutun útgjaldaheimilda, viðskipti við tengda aðila o.þ.h. Það sem nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á því að skoða gerð slíkra reglna hafa KPMG hf og Samband íslenskra sveitarfélaga verið að skoða með hvaða hætti sé best að vinna tillögu að reglum sem öll sveitarfélög gætu nýtt sér. Sveitarfélagið Skagafjörður telur mikilvægt að bíða eftir að þeirri vinnu ljúki.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Að ósk Bjarna Jónssonar er þetta erindi sett á dagskrá byggðarráðs.
Málið síðast á dagskrá byggðaráðs 22. feb. sl. að beiðni fulltrúa VG og óháðra. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum. Brýnt er að ljúka hönnunarvinnu sem fyrst svo hægt verði að áætla fjármagn til verksins, bjóða það út og koma framkvæmdum sem fyrst á stað og ljúka þeim. Ef hönnunarvinnu verður ekki hraða er hætta á að verkefnið dragist enn frekar á langinn.
Leikskóli á Hofsósi starfar í tímabundnu bráðabyrgðarými og mikilvægt fyrir börnin og fjölskyldur þeirra að nýr leikskóli í tengslum við grunnskólann geti tekið til starfa sem allra fyrst. Þá er mikilvægt að verkinu verði hraðað eins og kostur er og tímasett framtíðarlausn sé í sjónmáli þannig að íbúar á svæðinu geti gert ráð fyrir því að börnin hefji leik og störf í nýjum leikskóla innan skamms tíma.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Byggðarráð bókar:
Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Byggðarráð hefur bókað um mikilvægi þess að hönnunarvinnu við grunnskólann á Hofsósi sé hraðað eins og kostur er. Sú bókun er ítrekuð hér með. Óskað er eftir að fá teikningar til að kynna á næsta fundi byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni Vg og óháðum og Sigurjóni Þórðarsyni K-lista, dagsett 24. apríl 2018.
Fyrirspurn til sveitarstjóra og formanns byggðaráðs.
Liggur fyrir kostnaðaráætlun, verk- og tímaáætlun vegna gerðar bílastæða fyrir rútur og umbætur á aðgengi við Aðalgötu 21a (fastanr. 213-1147) og Aðalgötu 21b, (fastanr. 213-1148) á Sauðárkróki. Ef svo er, hvað er áætlað að þær framkvæmdir kosti, hvenær er miðað við að ráðist verði í þær og undir hvaða lið verða þær bókfærðar hjá sveitarfélaginu?
Svar meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista):
Í samningi sem bíður staðfestingar sveitarstjórnar, segir "Frágangur ytri umgjarðar s.s bílastæði fyrir rútur og aðgengi fyrir fatlaða verður á ábyrgð Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Því er óskað eftir því að þær áætlanir verði kynntar í byggðaráði og þeir útreikningar kláraðir ef ef svo ber við.
Hönnun á bílastæðum við Aðalgötu 21a og 21b liggur ekki fyrir þar sem ekki er ljóst með nákvæma staðsetningu þeirra. Samþykki byggðarráðs liggur fyrir um fyrirhuguð kaup á Aðalgötu 24 og þar með þeirri lóð. Ljóst er að alltaf hefði þurft að fara í framkvæmdir við bifreiðarstæði sem og aðgengi fyrir fatlaða sama hvort byggðasafn eða einhver önnur starfsemi hefði komið inn í umrædd hús. Allar hugmyndir og kostnaðarmat verður lagt fyrir í byggðarráði þegar það liggur fyrir.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðum) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
Miðað við þau áform sem eru uppi um uppbyggingu á svæðinu nú, má ætla að framkvæmdir sem sveitarfélaginu ber að ráðast í vegna aðgengis og rútubílastæða séu talsvert umfangsmeiri en annars hefði orðið og áætlaður kostnaður vegna þeirra liggi fyrir sem fyrst. Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
Miðað við þau áform sem eru uppi um uppbyggingu á svæðinu nú, má ætla að framkvæmdir sem sveitarfélaginu ber að ráðast í vegna aðgengis og rútubílastæða séu talsvert umfangsmeiri en annars hefði orðið og áætlaður kostnaður vegna þeirra liggi fyrir sem fyrst.
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
Í samningi sem bíður staðfestingar sveitarstjórnar, segir "Frágangur ytri umgjarðar s.s bílastæði fyrir rútur og aðgengi fyrir fatlaða verður á ábyrgð Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Því er óskað eftir því að þær áætlanir verði kynntar í byggðaráði og þeir útreikningar kláraðir ef ef svo ber við.
Hönnun á bílastæðum við Aðalgötu 21a og 21b liggur ekki fyrir þar sem ekki er ljóst með nákvæma staðsetningu þeirra. Samþykki byggðarráðs liggur fyrir um fyrirhuguð kaup á Aðalgötu 24 og þar með þeirri lóð. Ljóst er að alltaf hefði þurft að fara í framkvæmdir við bifreiðarstæði sem og aðgengi fyrir fatlaða sama hvort byggðasafn eða einhver önnur starfsemi hefði komið inn í umrædd hús. Allar hugmyndir og kostnaðarmat verður lagt fyrir í byggðarráði þegar það liggur fyrir.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sjö atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Bjarna Jónssyni (Vg og óháðum) og Sigurjóni Þórðarsyni (K-lista):
Byggðaráð samþykkir að verja 3 milljónum króna til viðbótar við þær 4 milljónir sem eru á fjárhagsáætlun ársins til að hægt verði að ráðast í og ljúka framkvæmdum við útikörfuboltavöll við grunnskólann í Varmahlíð sumarið 2018. Þá verði tæknideild sveitarfélagsins falið að undirbúa staðarval, hönnun og uppsetningu sambærilegs körfuboltavallar við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.
Greinargerð.
Nauðsynlegt er að gera umbætur á útiíþróttaaðstöðu í Varmahlíð, ekki síst við grunnskólann. Á fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjárheimild að upphæð 4 milljónir króna til gerðar körfuboltavallar við skólann með líku sniði og er við Árskóla, með dúkmottum og körfum umhverfis völlinn. Til að þetta geti orðið að veruleika á árinu 2018 þarf að ákvarða verkefninu meira fé, svo unnt verði að panta efni til vallarins, undirbúa svæðið og koma honum upp. Völlurinn við Árskóla kostaði um 6,5 milljónir uppsettur á sínum tíma og ætla má að þessi framkvæmd nú geti orðið nokkru dýrari. Byggðaráð og eignasjóður þarf því að taka ákvarðanir um meiri fjárheimildir. Sömuleiðis þarf að taka málið fyrir í samstarfsnefnd með Akrahreppi sem fer með 25% eignarhlut í skólamannvirkjum í Varmahlíð og ber samkvæmt því sinn hlut í nýframkvæmdum og viðhaldi. Hefð er fyrir því að allar meiri framkvæmdir sem tengjast grunn,- og leikskóla í Varmahlíð séu fyrst teknar fyrir í samstarfsnefndinni og afgreiddar þaðan áður en gengið er til verka.
Öllum er ljóst hve sárlega vantar íþróttaaðstöðu fyrir grunnskólabörn á Hofsósi, sem ekki hefur einu sinni íþróttasal til kennslu og íþróttaiðkunar. Því myndi uppsetning á slíkum körfuboltavelli við skólann vera bylting í bætri íþróttaaðstöðu frá því sem nú er.
Bókun meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista):
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 liggur fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir við útikörfuboltavöll við Varmahlíðarskóla. Ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en tvær staðsetningar hafa verið nefndar. Ef kostnaður við umrædda framkvæmd fer fram úr áætlun verður bætt í hvort sem um er að ræða 3 milljónir eða 5 milljónir. Ákvörðunin stendur. Varðandi útikörfuboltavöll á Hofsósi eru eins og áður hefur komið fram á þessum fundi, framkvæmdir fyrirhugaðar á og við grunnskólann á Hofsósi þar sem m.a. fara þarf í hönnunarvinnu á bifreiðarstæði og lóð. Þar verður hægt að gera ráð fyrir slíkum velli en mikilvægt er að samráð og samvinna við kennara og nemendur verði höfð um hönnun lóðarinnar. Tillaga um að auka fjárveitingu til verkefnisins á þessum tímapunkti er ekki skynsamleg, eðlilegt er að bíða eftir kostnaðaráætlun og verði hún hærri en fjárheimild gerir ráð fyrir verður bætt í samkvæmt þeirri áætlun.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
Æskilegt er að gengið sé frá fullnaðarfjárheimildum körfuboltavallarins í Varmahlíð áður en verkið hefst, en svo er klárlega ekki nú þar sem aðeins hafa verið áætlaðar til verksins 4 milljónir á fjárhagsáætlun ársins, en búast má við að kostnaður muni losa 7 milljónir þegar upp verður staðið. Þannig geti fólk um leið séð fyrir endan á slíkum framkvæmdum og hægt sé að ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Það er ekki góð stjórnsýsla að vanfjármagna verk en tilkynna eigi að síður framkvæmd þeirra. Sem fyrst þarf einnig að taka málið upp í samstarfsnefnd með Akrahreppi til að greiða fyrir verkinu. Þá er ítrekað mikilvægi þess að bæta íþróttaaðstöðu skólabarna á Hofsósi, liður í því er að koma upp sambærilegum útikörfuboltavelli fyrir skólabörn á Hofsósi. Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
Æskilegt er að gengið sé frá fullnaðarfjárheimildum körfuboltavallarins í Varmahlíð áður en verkið hefst, en svo er klárlega ekki nú þar sem aðeins hafa verið áætlaðar til verksins 4 milljónir á fjárhagsáætlun ársins, en búast má við að kostnaður muni losa 7 milljónir þegar upp verður staðið. Þannig geti fólk um leið séð fyrir endan á slíkum framkvæmdum og hægt sé að ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Það er ekki góð stjórnsýsla að vanfjármagna verk en tilkynna eigi að síður framkvæmd þeirra. Sem fyrst þarf einnig að taka málið upp í samstarfsnefnd með Akrahreppi til að greiða fyrir verkinu. Þá er ítrekað mikilvægi þess að bæta íþróttaaðstöðu skólabarna á Hofsósi, liður í því er að koma upp sambærilegum útikörfuboltavelli fyrir skólabörn á Hofsósi.
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 liggur fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir við útikörfuboltavöll við Varmahlíðarskóla. Ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en tvær staðsetningar hafa verið nefndar. Ef kostnaður við umrædda framkvæmd fer fram úr áætlun verður bætt í hvort sem um er að ræða 3 milljónir eða 5 milljónir. Ákvörðunin stendur. Varðandi útikörfuboltavöll á Hofsósi eru eins og áður hefur komið fram á þessum fundi, framkvæmdir fyrirhugaðar á og við grunnskólann á Hofsósi þar sem m.a. fara þarf í hönnunarvinnu á bifreiðarstæði og lóð. Þar verður hægt að gera ráð fyrir slíkum velli en mikilvægt er að samráð og samvinna við kennara og nemendur verði höfð um hönnun lóðarinnar. Tillaga um að auka fjárveitingu til verkefnisins á þessum tímapunkti er ekki skynsamleg, eðlilegt er að bíða eftir kostnaðaráætlun og verði hún hærri en fjárheimild gerir ráð fyrir verður bætt í samkvæmt þeirri áætlun.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. apríl 2018 frá Lánasjóði sveitarfélaga, varðandi arðgreiðslu 2018. Arðgreiðslan til sveitarfélagsins var 9.075.320 kr. og þar af greiddur fjármagnstekjuskattur 1.815.064 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitrfélaga, dagsettur 20. apríl 2018 varðandi nýja handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 6. apríl 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.