Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

368. fundur 16. maí 2018 kl. 16:15 - 19:19 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Einar Eðvald Einarsson 3. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Sigfús Ingi Sigfússon ritari
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 825

Málsnúmer 1805002FVakta málsnúmer

Fundargerð 825. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 825 Íbúa- og átthagafélag Fljótamanna óskaði eftir fundi með byggðarráði. Erindið lagt fram á fundi byggðarráðs þann 22.3.2018 þar sem óskað var eftir að ræða ýmis mál sem brenna á Fljótamönnum.
    Byggðarráð bauð félagsmönnum á fund ráðsins í Ketilási þann 24. apríl 2018 til viðræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 825. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 826

Málsnúmer 1804018FVakta málsnúmer

Fundargerð 826. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 12. apríl 2018 frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru um synjun um aðgang að gögnum. Sveitarfélaginu er veittur frestur til að senda nefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi til 26. apríl 2018.
    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Sigurjóns Þórðarsonar (K-lista) að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið og koma að frekari rökstuðningi. Bjarni Jónsson lýsir sig ósammála samþykktinni.
    Sigurjón Þórðarson (K-lista) og Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óska bókað:
    Farið er fram á að meiri hluti sveitarstjórnar láti af ólöglegri leyndarhyggju og veiti og íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi upplýsingar um gríðarmiklar fjárskuldbindingar sem íbúar eru að taka á sig vegna Sýndarveruleika ehf.
    Það að halda þessum feluleik áfram með ærnum tilkostnaði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og ráðuneyti getur einungis leitt til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður verði nánast að athlægi.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Farið er fram á að meiri hluti sveitarstjórnar láti af ólöglegri leyndarhyggju og veiti og íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi upplýsingar um gríðarmiklar fjárskuldbindingar sem íbúar eru að taka á sig vegna Sýndarveruleika ehf.
    Það að halda þessum feluleik áfram með ærnum tilkostnaði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og ráðuneyti getur einungis leitt til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður verði nánast að athlægi.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Byggðarráð samþykkir að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið og koma að frekari rökstuðningi.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 6. apríl 2018 frá Maríu Eymundsdóttur þar sem hún óskar eftir upplýsingum varðandi samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sýndarveruleika ehf. og leggur fram eftirfarandi spurningar:
    1. Hver er áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins við verkefnið?
    2. Í hversu langan tíma gildir samningurinn við Sýndarveruleika ehf?
    3. Er samningurinn uppsegjanlegur?
    4. Hver er kostnaður sveitarfélagsins af húsnæðinu sem útvegað er undir sýninguna? Hér er m.a.
    átt við þegar litið er til áætlana um viðgerðarkostnað af húsnæðinu sem liggur fyrir að þarfnist
    viðhalds og breytinga og eins vegna hugsanlega tapaðrar húsaleigu?
    5. Leggur sveitarfélagið félaginu Sýndarveruleika ehf til eitthvað starfsfólk og ef já hver er þá
    áætlaður fjöldi stöðugilda og heildarkostnaður?
    6. Hversu mikið er áætlað að sveitarfélagið fái út úr þessum samningi? Og hvernig skiptast þær
    tekjur? Beinar tekjur, leigutekjur, afkomutengdar tekjur o.s.frv.?
    7. Hversu mikið er áætlað að afleiddar tekjur af sýndarveruleikasafninu/setrinu verði í héraðinu?

    Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur frá 26.03.2018 sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
    Það svar sem fólst í bókun byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
    Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Maríu. Þetta gildir þó ekki um lið 7 í fyrirspurn Maríu. Á vegum sveitarfélagsins er unnið að samantekt um þau atriði sem þar er spurt um. Er ráðgert að kynna þá samantekt í byggðarráði innan tíðar og jafnframt að upplýsa fyrirspyrjanda um efni hennar. Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.
    Vegna athugasemda í ítrekunarbréfi dagsettu 16. apríl 2018 vegna meintra tafa á afgreiðslu erindis sem sent var til sveitarstjóra, byggðarráðs og sveitarstjórnar þann 6. apríl 2018 skal tekið fram að reglulegur fundur byggðarráðs féll niður þann 19. apríl 2018 vegna sumardagsins fyrsta.
    Bókun:
    Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Það er hafið yfir vafa að sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
    Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum
    Sigurjón Þórðarson, K lista
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Það er hafið yfir vafa að sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
    Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur frá 26.03.2018 sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
    Það svar sem fólst í bókun byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
    Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Maríu Eymundsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Maríu. Þetta gildir þó ekki um lið 7 í fyrirspurn Maríu. Á vegum sveitarfélagsins er unnið að samantekt um þau atriði sem þar er spurt um. Er ráðgert að kynna þá samantekt í byggðarráði innan tíðar og jafnframt að upplýsa fyrirspyrjanda um efni hennar. Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.
    Vegna athugasemda í ítrekunarbréfi dagsettu 16. apríl 2018 vegna meintra tafa á afgreiðslu erindis sem sent var til sveitarstjóra, byggðarráðs og sveitarstjórnar þann 6. apríl 2018 skal tekið fram að reglulegur fundur byggðarráðs féll niður þann 19. apríl 2018 vegna sumardagsins fyrsta.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. apríl 2018 frá Guðríði Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir að fá nánari upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið við Sýndarveruleika ehf. og við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21.
    Óskar hún eftir að fá afrit af samningum sem þessa uppbyggingu varðar og ef ekki er fallist á þá beiðni, þá óskar hún eftir að fá með skýrum hætti upplýsingar um þær fjárskuldbindingar samningarnir fela í sér fyrir sveitarfélagið og til hve langs tíma þeir eru gerðir.
    Svar meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar og Sigríðar Svavarsdóttur.
    Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
    Það svar sem fólst í bókun Byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
    Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Guðríðar.
    Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.
    Bókun:
    Sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur ber sveitarfélaginu að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
    Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum
    Sigurjón Þórðarson, K lista
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Sveitarfélaginu er óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur ber sveitarfélaginu að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hverju þau felast.
    Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Það er tímabært að fulltrúar meirihlutans biðji íbúa afsökunar á málsmeðferðinni og leyndarhyggjunni. Undirritaðir álíta það skyldu sína sem fulltrúar íbúa í sveitarstjórn að gera skýlausa kröfu um að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið. Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi. Ekkert slíkt hefur verið lagt fram og verður ekki við það unað.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Á byggðaráðsfundi hinn 05.04. 2018 var lagt fram svar við fyrirspurn Álfhildar Leifsdóttur sem hefur það sammerkt með fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur að í þeim báðum er óskað eftir upplýsingum um efni samninga sem tengjast uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21A og 21B á Sauðárkróki og óskað eftir upplýsingum um efni samnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf.
    Það svar sem fólst í bókun Byggðarráðs um málið hefur Álfhildur Leifsdóttur kært til Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
    Byggðarráði þykir rétt að fresta svari við framangreindri fyrirspurn Guðríðar Magnúsdóttur þar til úrvinnslu á framangreindu kærumáli Álfhildar er lokið fyrir nefndinni, með vísan til þess að kærumálið lýtur sama atriði og fyrirspurn Guðríðar.
    Auk þess þykir þó rétt að árétta að í desember 2016 var ákveðið að sveitarfélagið keypti húsið að Aðalgötu 21 A og 21 B á 35.000.000 kr. Kaupin fóru fram í jöfnum makaskiptum þar sem kaupverðið var greitt með fasteigninni að Aðalgötu 16B. Þá þegar var ákveðið að setja 80 mkr. á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 til lagfæringar utanhúss á húsnæðinu, skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Stoð ehf. Auk þess var á 365. fundi sveitarstjórnar 21.03. 2018 ákveðið að verja 120.000.000 kr. til endurbóta á húsnæðinu til viðbótar framangreindum 80 mkr. Ljóst er að slíkar endurbætur eru nauðsynlegar til þess að koma húsnæðinu í sómasamlegt horf óháð því hver notandi þess verður. Framangreindar heimildir á fjárhagsáætlun rúma því þá kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir og hljóðar uppá tæplega 190 mkr. innan- og utanhúss.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Byggðarráð samþykkir að gera tilboð í hlut Akrahrepps í fasteignunum Hásæti 5a-5d.
    Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Byggðarráð samþykkir að gera kauptilboð í aðstöðuhús sem er áfast áhaldahúsi sveitarfélagsins við Norðurbraut á Hofsósi, fastanr. 214-3753. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 21. febrúar 2018 frá stýrihópi um heilsueflandi grunnskóla í Grunnskólanum austan Vatna. Óskað er eftir úrbótum varðandi umhverfi og öryggi barna á skólalóð og á leið til og frá skóla.
    Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við grunnskólann á Hofsósi þar sem byggja á viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun leikskóla. Búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Ljóst er að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á skólanum á Hofsósi mun verða til þess að styrkja grunnskólann á Hofsósi til framtíðar.
    Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
    Þrátt fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir við skólann er mikilvægt að nú þegar verði gripið til bráðabirgðaaðgerða til að bæta aðgengi og auka öryggi skólabarna.
    Sigurjón Þórðarson (K-listi) óskar bókað:
    Ég tek undir bókun Bjarna Jónssonar og legg áherslu á að óskað verði eftir aðkomu íbúa á Hofsósi að málinu sem fyrst.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Þrátt fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir við skólann er mikilvægt að nú þegar verði gripið til bráðabirgðaaðgerða til að bæta aðgengi og auka öryggi skólabarna.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við grunnskólann á Hofsósi þar sem byggja á viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun leikskóla. Búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Ljóst er að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á skólanum á Hofsósi mun verða til þess að styrkja grunnskólann á Hofsósi til framtíðar.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram aðalfundarboð Eyvindarstaðaheiðar ehf. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. maí 2018.
    Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Sigurjón Þórðarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804224, dagsettur 17. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Gestagangs ehf., kt. 410206-0990, um leyfi til að reka hótel í flokki V (Hótel Varmahlíð) að Laugavegi 1, 560 Varmahlíð.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. apríl 2018 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. apríl frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024, 480. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. apríl 2018 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram bréf dagsett 20. apríl 2018 frá Óla Jóhanni Ásmundssyni, þar sem hann óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Til glöggvunar á verkefninu óskar byggðarráð eftir því að fá frekari upplýsingar s.s. kostnaðaráætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804291, dagsettur 23. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Gestagarðs ehf., kt. 630609-0970, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hofsstöðum, 551 Sauðárkróki.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Bjarna Jónssyni Vg og óháðum:
    Starfshópur sem skipaður var til að vinna að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð árið 2015, en hefur ekki enn hist, verði kallaður saman til að ljúka því verki sem honum var falið.
    Greinargerð.
    Tilgangur laga um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Skagafjörður skipi sér á lista þeirra sveitarfélaga sem sett hafa sér innkaupareglur. Byggðaráð samþykkti tillögu VG og óháðra og K lista um skipan starfshóps til að vinna að innkaupareglum samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 20. ágúst 2015. Þá voru einnig sett ný lög um opinber innkaup árið 2016. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html.
    Starfshópinn skipa fulltrúar allra framboða; Gísli Sigurðsson, Bjarki Tryggvason, Sigurjón Þórðarson og Hildur Þóra Magnúsdóttir. Starfshópurinn hefur hinsvegar aldrei verið kallaður saman. Fulltrúi VG og óháðra kallaði þó eftir þvi skriflega 18. september 2015 og 15. janúar 2016. Mikilvægt er að starfshópurinn verði kallaður saman til að ljúka því verki sem honum var falið fyrir tæpum þremur árum síðan.
    Bókun meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista).
    Á fundi byggðarráðs þann 18.05. 2017 var lögð fram skýrsla um stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 frá KPMG hf. Þar segir m.a. að vegna gildistöku nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þá falli á brott skylda sveitarstjórna að setja sér innkaupareglur sem falli að kröfum laganna. Þar með lauk störfum starfshópsins sem skipaður var til að koma með tillögur að innkaupareglum samkvæmt lögum nr. 84/2007. Hins vegar hafa sveitarfélög þ.m.t. Sveitarfélagið Skagafjörður verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að setja innkaupareglur þar sem einkum væri horft til þess að fjallað væri fyrst og fremst um stjórnsýsluna hjá sveitarfélaginu er varðar innkaup, s.s. um hverjir hafi heimildir til að skuldbinda sveitarfélagið, samþykkja reikninga, úthlutun útgjaldaheimilda, viðskipti við tengda aðila o.þ.h. Það sem nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á því að skoða gerð slíkra reglna hafa KPMG hf og Samband íslenskra sveitarfélaga verið að skoða með hvaða hætti sé best að vinna tillögu að reglum sem öll sveitarfélög gætu nýtt sér. Sveitarfélagið Skagafjörður telur mikilvægt að bíða eftir að þeirri vinnu ljúki.
    Bjarni Jónsson, (Vg og óháðum) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
    Mikilvægt er að sveitarfélagið setji sér innkaupareglur og staðfesta verkferla um útboð og meðferð mála sem það taki mið af í sínum gjörningum og störfum. Bæði Í samræmi við ný lög um opinber innkaup https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html, reglugerð frá 15. febrúar sl. þar um og sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Í því fælist mikill stuðningur fyrir sveitarfélagið í því umhverfi sem það starfar.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Mikilvægt er að sveitarfélagið setji sér innkaupareglur og staðfesta verkferla um útboð og meðferð mála sem það taki mið af í sínum gjörningum og störfum. Bæði Í samræmi við ný lög um opinber innkaup https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html, reglugerð frá 15. febrúar sl. þar um og sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Í því fælist mikill stuðningur fyrir sveitarfélagið í því umhverfi sem það starfar.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Á fundi byggðarráðs þann 18.05. 2017 var lögð fram skýrsla um stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 frá KPMG hf. Þar segir m.a. að vegna gildistöku nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þá falli á brott skylda sveitarstjórna að setja sér innkaupareglur sem falli að kröfum laganna. Þar með lauk störfum starfshópsins sem skipaður var til að koma með tillögur að innkaupareglum samkvæmt lögum nr. 84/2007. Hins vegar hafa sveitarfélög þ.m.t. Sveitarfélagið Skagafjörður verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að setja innkaupareglur þar sem einkum væri horft til þess að fjallað væri fyrst og fremst um stjórnsýsluna hjá sveitarfélaginu er varðar innkaup, s.s. um hverjir hafi heimildir til að skuldbinda sveitarfélagið, samþykkja reikninga, úthlutun útgjaldaheimilda, viðskipti við tengda aðila o.þ.h. Það sem nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á því að skoða gerð slíkra reglna hafa KPMG hf og Samband íslenskra sveitarfélaga verið að skoða með hvaða hætti sé best að vinna tillögu að reglum sem öll sveitarfélög gætu nýtt sér. Sveitarfélagið Skagafjörður telur mikilvægt að bíða eftir að þeirri vinnu ljúki.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Að ósk Bjarna Jónssonar er þetta erindi sett á dagskrá byggðarráðs.
    Málið síðast á dagskrá byggðaráðs 22. feb. sl. að beiðni fulltrúa VG og óháðra. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum. Brýnt er að ljúka hönnunarvinnu sem fyrst svo hægt verði að áætla fjármagn til verksins, bjóða það út og koma framkvæmdum sem fyrst á stað og ljúka þeim. Ef hönnunarvinnu verður ekki hraða er hætta á að verkefnið dragist enn frekar á langinn.
    Leikskóli á Hofsósi starfar í tímabundnu bráðabyrgðarými og mikilvægt fyrir börnin og fjölskyldur þeirra að nýr leikskóli í tengslum við grunnskólann geti tekið til starfa sem allra fyrst. Þá er mikilvægt að verkinu verði hraðað eins og kostur er og tímasett framtíðarlausn sé í sjónmáli þannig að íbúar á svæðinu geti gert ráð fyrir því að börnin hefji leik og störf í nýjum leikskóla innan skamms tíma.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum
    Byggðarráð bókar:
    Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Byggðarráð hefur bókað um mikilvægi þess að hönnunarvinnu við grunnskólann á Hofsósi sé hraðað eins og kostur er. Sú bókun er ítrekuð hér með. Óskað er eftir að fá teikningar til að kynna á næsta fundi byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni Vg og óháðum og Sigurjóni Þórðarsyni K-lista, dagsett 24. apríl 2018.
    Fyrirspurn til sveitarstjóra og formanns byggðaráðs.
    Liggur fyrir kostnaðaráætlun, verk- og tímaáætlun vegna gerðar bílastæða fyrir rútur og umbætur á aðgengi við Aðalgötu 21a (fastanr. 213-1147) og Aðalgötu 21b, (fastanr. 213-1148) á Sauðárkróki. Ef svo er, hvað er áætlað að þær framkvæmdir kosti, hvenær er miðað við að ráðist verði í þær og undir hvaða lið verða þær bókfærðar hjá sveitarfélaginu?
    Svar meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista):
    Í samningi sem bíður staðfestingar sveitarstjórnar, segir "Frágangur ytri umgjarðar s.s bílastæði fyrir rútur og aðgengi fyrir fatlaða verður á ábyrgð Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Því er óskað eftir því að þær áætlanir verði kynntar í byggðaráði og þeir útreikningar kláraðir ef ef svo ber við.
    Hönnun á bílastæðum við Aðalgötu 21a og 21b liggur ekki fyrir þar sem ekki er ljóst með nákvæma staðsetningu þeirra. Samþykki byggðarráðs liggur fyrir um fyrirhuguð kaup á Aðalgötu 24 og þar með þeirri lóð. Ljóst er að alltaf hefði þurft að fara í framkvæmdir við bifreiðarstæði sem og aðgengi fyrir fatlaða sama hvort byggðasafn eða einhver önnur starfsemi hefði komið inn í umrædd hús. Allar hugmyndir og kostnaðarmat verður lagt fyrir í byggðarráði þegar það liggur fyrir.
    Bjarni Jónsson (Vg og óháðum) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
    Miðað við þau áform sem eru uppi um uppbyggingu á svæðinu nú, má ætla að framkvæmdir sem sveitarfélaginu ber að ráðast í vegna aðgengis og rútubílastæða séu talsvert umfangsmeiri en annars hefði orðið og áætlaður kostnaður vegna þeirra liggi fyrir sem fyrst.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Miðað við þau áform sem eru uppi um uppbyggingu á svæðinu nú, má ætla að framkvæmdir sem sveitarfélaginu ber að ráðast í vegna aðgengis og rútubílastæða séu talsvert umfangsmeiri en annars hefði orðið og áætlaður kostnaður vegna þeirra liggi fyrir sem fyrst.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Í samningi sem bíður staðfestingar sveitarstjórnar, segir "Frágangur ytri umgjarðar s.s bílastæði fyrir rútur og aðgengi fyrir fatlaða verður á ábyrgð Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Því er óskað eftir því að þær áætlanir verði kynntar í byggðaráði og þeir útreikningar kláraðir ef ef svo ber við.
    Hönnun á bílastæðum við Aðalgötu 21a og 21b liggur ekki fyrir þar sem ekki er ljóst með nákvæma staðsetningu þeirra. Samþykki byggðarráðs liggur fyrir um fyrirhuguð kaup á Aðalgötu 24 og þar með þeirri lóð. Ljóst er að alltaf hefði þurft að fara í framkvæmdir við bifreiðarstæði sem og aðgengi fyrir fatlaða sama hvort byggðasafn eða einhver önnur starfsemi hefði komið inn í umrædd hús. Allar hugmyndir og kostnaðarmat verður lagt fyrir í byggðarráði þegar það liggur fyrir.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Bjarna Jónssyni (Vg og óháðum) og Sigurjóni Þórðarsyni (K-lista):
    Byggðaráð samþykkir að verja 3 milljónum króna til viðbótar við þær 4 milljónir sem eru á fjárhagsáætlun ársins til að hægt verði að ráðast í og ljúka framkvæmdum við útikörfuboltavöll við grunnskólann í Varmahlíð sumarið 2018. Þá verði tæknideild sveitarfélagsins falið að undirbúa staðarval, hönnun og uppsetningu sambærilegs körfuboltavallar við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.
    Greinargerð.
    Nauðsynlegt er að gera umbætur á útiíþróttaaðstöðu í Varmahlíð, ekki síst við grunnskólann. Á fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjárheimild að upphæð 4 milljónir króna til gerðar körfuboltavallar við skólann með líku sniði og er við Árskóla, með dúkmottum og körfum umhverfis völlinn. Til að þetta geti orðið að veruleika á árinu 2018 þarf að ákvarða verkefninu meira fé, svo unnt verði að panta efni til vallarins, undirbúa svæðið og koma honum upp. Völlurinn við Árskóla kostaði um 6,5 milljónir uppsettur á sínum tíma og ætla má að þessi framkvæmd nú geti orðið nokkru dýrari. Byggðaráð og eignasjóður þarf því að taka ákvarðanir um meiri fjárheimildir. Sömuleiðis þarf að taka málið fyrir í samstarfsnefnd með Akrahreppi sem fer með 25% eignarhlut í skólamannvirkjum í Varmahlíð og ber samkvæmt því sinn hlut í nýframkvæmdum og viðhaldi. Hefð er fyrir því að allar meiri framkvæmdir sem tengjast grunn,- og leikskóla í Varmahlíð séu fyrst teknar fyrir í samstarfsnefndinni og afgreiddar þaðan áður en gengið er til verka.
    Öllum er ljóst hve sárlega vantar íþróttaaðstöðu fyrir grunnskólabörn á Hofsósi, sem ekki hefur einu sinni íþróttasal til kennslu og íþróttaiðkunar. Því myndi uppsetning á slíkum körfuboltavelli við skólann vera bylting í bætri íþróttaaðstöðu frá því sem nú er.

    Bókun meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista):
    Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 liggur fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir við útikörfuboltavöll við Varmahlíðarskóla. Ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en tvær staðsetningar hafa verið nefndar. Ef kostnaður við umrædda framkvæmd fer fram úr áætlun verður bætt í hvort sem um er að ræða 3 milljónir eða 5 milljónir. Ákvörðunin stendur. Varðandi útikörfuboltavöll á Hofsósi eru eins og áður hefur komið fram á þessum fundi, framkvæmdir fyrirhugaðar á og við grunnskólann á Hofsósi þar sem m.a. fara þarf í hönnunarvinnu á bifreiðarstæði og lóð. Þar verður hægt að gera ráð fyrir slíkum velli en mikilvægt er að samráð og samvinna við kennara og nemendur verði höfð um hönnun lóðarinnar. Tillaga um að auka fjárveitingu til verkefnisins á þessum tímapunkti er ekki skynsamleg, eðlilegt er að bíða eftir kostnaðaráætlun og verði hún hærri en fjárheimild gerir ráð fyrir verður bætt í samkvæmt þeirri áætlun.

    Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
    Æskilegt er að gengið sé frá fullnaðarfjárheimildum körfuboltavallarins í Varmahlíð áður en verkið hefst, en svo er klárlega ekki nú þar sem aðeins hafa verið áætlaðar til verksins 4 milljónir á fjárhagsáætlun ársins, en búast má við að kostnaður muni losa 7 milljónir þegar upp verður staðið. Þannig geti fólk um leið séð fyrir endan á slíkum framkvæmdum og hægt sé að ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Það er ekki góð stjórnsýsla að vanfjármagna verk en tilkynna eigi að síður framkvæmd þeirra. Sem fyrst þarf einnig að taka málið upp í samstarfsnefnd með Akrahreppi til að greiða fyrir verkinu. Þá er ítrekað mikilvægi þess að bæta íþróttaaðstöðu skólabarna á Hofsósi, liður í því er að koma upp sambærilegum útikörfuboltavelli fyrir skólabörn á Hofsósi.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Æskilegt er að gengið sé frá fullnaðarfjárheimildum körfuboltavallarins í Varmahlíð áður en verkið hefst, en svo er klárlega ekki nú þar sem aðeins hafa verið áætlaðar til verksins 4 milljónir á fjárhagsáætlun ársins, en búast má við að kostnaður muni losa 7 milljónir þegar upp verður staðið. Þannig geti fólk um leið séð fyrir endan á slíkum framkvæmdum og hægt sé að ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Það er ekki góð stjórnsýsla að vanfjármagna verk en tilkynna eigi að síður framkvæmd þeirra. Sem fyrst þarf einnig að taka málið upp í samstarfsnefnd með Akrahreppi til að greiða fyrir verkinu. Þá er ítrekað mikilvægi þess að bæta íþróttaaðstöðu skólabarna á Hofsósi, liður í því er að koma upp sambærilegum útikörfuboltavelli fyrir skólabörn á Hofsósi.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 liggur fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir við útikörfuboltavöll við Varmahlíðarskóla. Ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en tvær staðsetningar hafa verið nefndar. Ef kostnaður við umrædda framkvæmd fer fram úr áætlun verður bætt í hvort sem um er að ræða 3 milljónir eða 5 milljónir. Ákvörðunin stendur. Varðandi útikörfuboltavöll á Hofsósi eru eins og áður hefur komið fram á þessum fundi, framkvæmdir fyrirhugaðar á og við grunnskólann á Hofsósi þar sem m.a. fara þarf í hönnunarvinnu á bifreiðarstæði og lóð. Þar verður hægt að gera ráð fyrir slíkum velli en mikilvægt er að samráð og samvinna við kennara og nemendur verði höfð um hönnun lóðarinnar. Tillaga um að auka fjárveitingu til verkefnisins á þessum tímapunkti er ekki skynsamleg, eðlilegt er að bíða eftir kostnaðaráætlun og verði hún hærri en fjárheimild gerir ráð fyrir verður bætt í samkvæmt þeirri áætlun.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. apríl 2018 frá Lánasjóði sveitarfélaga, varðandi arðgreiðslu 2018. Arðgreiðslan til sveitarfélagsins var 9.075.320 kr. og þar af greiddur fjármagnstekjuskattur 1.815.064 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitrfélaga, dagsettur 20. apríl 2018 varðandi nýja handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 826 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 6. apríl 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 827

Málsnúmer 1805001FVakta málsnúmer

Fundargerð 827. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Minnisblað frá Deloitte ehf. - fjármálaráðgjöf, dagsett 1. maí 2018.
    Lagt fram minnisblað frá Deloitte ehf. þar sem áætluð eru fjárhagsleg áhrif uppsetningar sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki á Sveitarfélagið Skagafjörð, vegna samstarfssamnings við Sýndarveruleika ehf. Út frá þeim forsendum sem þar koma fram eru heildartekjur sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil vegna verkefnisins metnar á um 635 m.kr. á móti 440 m.kr. áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil.
    Samkvæmt minnisblaði Deloitte eru beinar tekjur sveitarfélagsins í formi útsvarstekna áætlaðar 11,2 m.kr. á ársgrundvelli. Beinar tekjur ríkisins í formi tekjuskatta lögaðila, tryggingargjalds og staðgreiðslu einstaklinga eru áætlaðar 30,3 m.kr. á ársgrundvelli.
    Í minnisblaðinu er byggt á greiningum Megin lögmannsstofu á áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins í tengslum við samstarfssamning við Sýndarveruleika ehf. og er hún metin á um 440 m.kr. yfir 30 ára tímabil eða að meðaltali um 14,7 m.kr. á ársgrundvelli. Megin hefur metið skuldbindingu vegna ráðstöfunar fasteigna án leigugjalds, viðhalds fasteigna og skuldbindingar vegna tveggja starfsmanna. Taka ber fram að höfundur greiningar Megins áréttar að tilgangur greiningarinnar sé að meta hámarksskuldbindingu sveitarfélagsins með samstarfssamningnum og telur sterk rök vera fyrir því að skuldbindingin sé talsvert lægri.
    Í minnisblaði Deloitte er jafnframt sett fram umfjöllun um óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins. Rannsóknir á óbeinum áhrifum ferðmanna eru takmarkaðar á Íslandi en höfundar minnisblaðs hafa vísað til niðurstöðu á viðfangsefninu frá Danmörku þar sem óbein áhrif ferðamanna eru metin um 47% af heildaráhrifum á ríki og sveitarfélög. Væru niðurstöður frá Danmörku lýsandi fyrir verkefnið fengist að óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins næmu 37 m.kr. á ársgrundvelli. Væri skipting fjárhagslegra áhrifa milli ríkis og sveitarfélagsins í samræmi við skiptingu beinna áhrifa væru óbein áhrif til sveitarfélagsins um 10 m.kr. á ársgrundvelli. Óvíst er þó hvernig óbeinu áhrifin munu skiptast milli ríkis og sveitarfélaga og hversu stór hluti þeirra mun falla til sveitarfélagsins. Höfundar benda einnig á að nettó áhrif gætu falið í sér minnkandi aðsókn á öðrum ferðamannastöðum en telja þó líklegra að slíkra áhrifa muni gæta utan sveitarfélagsins.
    Byggt á þeim forsendum sem fjallað hefur verið um hér að framan má áætla að áhrif á Sveitarfélagið Skagafjörð geti, á ársgrundvelli, numið 11,2 m.kr. í formi beinna tekna, um 10 m.kr. vegna óbeinna áhrifa og kostnaður vegna skuldbindingar sveitarfélagsins að meðaltali um 14,7 m.kr. á ári. Nettó áhrif á sveitarfélagið eru þannig áætluð jákvæð sem nemur 6,5 m.kr. á ársgrundvelli eða sem nemur 195 m.kr. yfir 30 ára samningstímabil.
    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Fyrirvari er settur við niðurstöður Deloitte um ávinning sveitarfélagsins af verkefninu sem virðist mjög óverulegur í ljósi þess hve mikið sveitarfélagið hyggst leggja í verkefnið, og byggjast á forsendum og gögnum sem þeim voru lögð til og ekki síst væntingum um gestafjölda sem óvíst er að gangi eftir. Ekki er gefið að tugþúsundir gesta muni sækja sýninguna.
    Ekki hefur verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum Sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er því ekki tækt. Enda er ekki tekið tilliti til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið, sem myndu hleypa fjárhagslegum skuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. yfir 770 milljónir ef engu er undan skotið, að mati undirritaðs.
    Deloitte leggur ekki mat á samantekt ofangreindra lögmannanna Megin á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. en notast við niðurstöðutölur úr samantektinni. Starfsmenn Deloitte gera í samantektinni sem meirihlutinn fékk þá til að vinna fyrir sig sérstakan fyrirvara: „Við staðfestum hvorki að upplýsingarnar séu réttar né tæmandi og ætti því ekki að treysta á gögnin sem slík. Staðfestingarvinna á umræddum upplýsingum hefur ekki verið unnin af hálfu Deloitte. Allar ályktanir og niðurstöður sem dregnar eru fram í þessu skjali endurspegla álit Deloitte, byggt á þeim gögnum sem aðgengileg voru fram að dagsetningu þessa skjals, og geta breyst án fyrirvara.“
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Fyrirvari er settur við niðurstöður Deloitte um ávinning sveitarfélagsins af verkefninu sem virðist mjög óverulegur í ljósi þess hve mikið sveitarfélagið hyggst leggja í verkefnið, og byggjast á forsendum og gögnum sem þeim voru lögð til og ekki síst væntingum um gestafjölda sem óvíst er að gangi eftir. Ekki er gefið að tugþúsundir gesta muni sækja sýninguna.
    Ekki hefur verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum Sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er því ekki tækt. Enda er ekki tekið tilliti til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið, sem myndu hleypa fjárhagslegum skuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. yfir 770 milljónir ef engu er undan skotið, að mati undirritaðs.
    Deloitte leggur ekki mat á samantekt ofangreindra lögmannanna Megin á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. en notast við niðurstöðutölur úr samantektinni. Starfsmenn Deloitte gera í samantektinni sem meirihlutinn fékk þá til að vinna fyrir sig sérstakan fyrirvara: „Við staðfestum hvorki að upplýsingarnar séu réttar né tæmandi og ætti því ekki að treysta á gögnin sem slík. Staðfestingarvinna á umræddum upplýsingum hefur ekki verið unnin af hálfu Deloitte. Allar ályktanir og niðurstöður sem dregnar eru fram í þessu skjali endurspegla álit Deloitte, byggt á þeim gögnum sem aðgengileg voru fram að dagsetningu þessa skjals, og geta breyst án fyrirvara.“

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Minnisblað frá Deloitte ehf. - fjármálaráðgjöf, dagsett 1. maí 2018.
    Lagt fram minnisblað frá Deloitte ehf. þar sem áætluð eru fjárhagsleg áhrif uppsetningar sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki á Sveitarfélagið Skagafjörð, vegna samstarfssamnings við Sýndarveruleika ehf. Út frá þeim forsendum sem þar koma fram eru heildartekjur sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil vegna verkefnisins metnar á um 635 m.kr. á móti 440 m.kr. áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil.
    Samkvæmt minnisblaði Deloitte eru beinar tekjur sveitarfélagsins í formi útsvarstekna áætlaðar 11,2 m.kr. á ársgrundvelli. Beinar tekjur ríkisins í formi tekjuskatta lögaðila, tryggingargjalds og staðgreiðslu einstaklinga eru áætlaðar 30,3 m.kr. á ársgrundvelli.
    Í minnisblaðinu er byggt á greiningum Megin lögmannsstofu á áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins í tengslum við samstarfssamning við Sýndarveruleika ehf. og er hún metin á um 440 m.kr. yfir 30 ára tímabil eða að meðaltali um 14,7 m.kr. á ársgrundvelli. Megin hefur metið skuldbindingu vegna ráðstöfunar fasteigna án leigugjalds, viðhalds fasteigna og skuldbindingar vegna tveggja starfsmanna. Taka ber fram að höfundur greiningar Megins áréttar að tilgangur greiningarinnar sé að meta hámarksskuldbindingu sveitarfélagsins með samstarfssamningnum og telur sterk rök vera fyrir því að skuldbindingin sé talsvert lægri.
    Í minnisblaði Deloitte er jafnframt sett fram umfjöllun um óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins. Rannsóknir á óbeinum áhrifum ferðmanna eru takmarkaðar á Íslandi en höfundar minnisblaðs hafa vísað til niðurstöðu á viðfangsefninu frá Danmörku þar sem óbein áhrif ferðamanna eru metin um 47% af heildaráhrifum á ríki og sveitarfélög. Væru niðurstöður frá Danmörku lýsandi fyrir verkefnið fengist að óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins næmu 37 m.kr. á ársgrundvelli. Væri skipting fjárhagslegra áhrifa milli ríkis og sveitarfélagsins í samræmi við skiptingu beinna áhrifa væru óbein áhrif til sveitarfélagsins um 10 m.kr. á ársgrundvelli. Óvíst er þó hvernig óbeinu áhrifin munu skiptast milli ríkis og sveitarfélaga og hversu stór hluti þeirra mun falla til sveitarfélagsins. Höfundar benda einnig á að nettó áhrif gætu falið í sér minnkandi aðsókn á öðrum ferðamannastöðum en telja þó líklegra að slíkra áhrifa muni gæta utan sveitarfélagsins.
    Byggt á þeim forsendum sem fjallað hefur verið um hér að framan má áætla að áhrif á Sveitarfélagið Skagafjörð geti, á ársgrundvelli, numið 11,2 m.kr. í formi beinna tekna, um 10 m.kr. vegna óbeinna áhrifa og kostnaður vegna skuldbindingar sveitarfélagsins að meðaltali um 14,7 m.kr. á ári. Nettó áhrif á sveitarfélagið eru þannig áætluð jákvæð sem nemur 6,5 m.kr. á ársgrundvelli eða sem nemur 195 m.kr. yfir 30 ára samningstímabil.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Frestað mál frá 822. fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2018.
    Óskað var eftir í byggðarráði að sérfróður aðili sem ekki væri tengdur sveitarfélaginu legði mat á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu,leigu, skatttekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélagsins að svo viðamiklu langtímaverkefni.
    Fyrir fundinum liggur samantekt Deloitte um mat á heildaráhrifum verkefnisins þar sem fram kemur að ávinningur sveitarfélagsins er um 6.5 milljónir á hverju ári á samningstímanum eða um 195 milljónir króna.

    Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
    Ekki hefur enn verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf.

    Stefán Vagn Stefánsson (B) og Sigríður Svavarsdóttir (D) óska bókað:
    Fyrir liggur úttekt á heildarskuldbingingum sveitarfélagsins frá Megin lögmannstofu og samantekt frá Deloitte vegna verkefnisins eins og ákveðið var að kalla eftir í byggðarráði.

    Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
    Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er ekki tækt sem fagleg óháð úttekt utanaðkomandi aðila. Enda er þar einnig ekki tekið tillit til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (K-lista) óskar bókað:
    Fyrir liggja úttektir á skuldbindingu sveitarfélagsins líkt og ég óskaði eftir. Mikilvægt er að þær verði nýttar til að leggja mat á verkefnið áður en ákvarðanir verða teknar.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson ítrekar bókun sína:
    Ekki hefur enn verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf.

    Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er ekki tækt sem fagleg óháð úttekt utanaðkomandi aðila. Enda er þar einnig ekki tekið tillit til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið.

    Stefán Vagn Stefánsson ítrekar samþykkt meirihluta byggðarráðs:
    Óskað var eftir í byggðarráði að sérfróður aðili sem ekki væri tengdur sveitarfélaginu legði mat á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu,leigu, skatttekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélagsins að svo viðamiklu langtímaverkefni.
    Fyrir fundinum liggur samantekt Deloitte um mat á heildaráhrifum verkefnisins þar sem fram kemur að ávinningur sveitarfélagsins er um 6.5 milljónir á hverju ári á samningstímanum eða um 195 milljónir króna.

    Fyrir liggur úttekt á heildarskuldbingingum sveitarfélagsins frá Megin lögmannstofu og samantekt frá Deloitte vegna verkefnisins eins og ákveðið var að kalla eftir í byggðarráði.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Nú eru níu dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 826. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
    Byggðaráð samþykkir í samræmi við 31. gr. Samkeppnislaga, að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um þá fjárhagslegu aðstoð, ívilnanir og skuldbindingar sem það hefur í hyggju að undirgangast vegna samstarfssamninga við Sýndarveruleika ehf.

    Greinargerð.
    Í 31. gr. samkeppnislaga segir: Sveitarfélag, sem hyggst veita fyrirtæki aðstoð af því tagi sem um getur í 61. gr. EES-samningsins, skal tilkynna Samkeppniseftirlitinu um hina fyrirhuguðu aðstoð.
    Telji Eftirlitsstofnun EFTA að aðstoð, sem sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að veita, brjóti gegn 61. gr. EES-samningsins skal Samkeppniseftirlitið tilkynna það sveitarstjórn. Samkeppniseftirlitið getur fylgt eftir framkvæmd slíks úrskurðar með álagningu févítis, sbr. 3. mgr. 24. gr.
    Verði að afturkalla ákvörðun um ríkisaðstoð eða annan fjárhagsstuðning úr opinberum sjóðum vegna ákvæða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skulu stjórnvöld, að undangenginni ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um endurgreiðslu, gera ráðstafanir til þess að endurheimta aðstoðina frá þiggjanda hennar. Þiggjanda aðstoðar ber að greiða vexti, sem Eftirlitsstofnun EFTA ákveður, af fjárhæð þeirri sem hann er endurkrafinn um. Vextir skulu reiknaðir frá þeim degi er þiggjanda var fengin aðstoðin til umráða og fram til þess dags að hún er endurgreidd. Afturköllun samkvæmt málsgrein þessari skapar sveitarfélagi eða ríkissjóði ekki skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem ákvörðun beinist að eða telja sig að öðru leyti bíða tjón af afturkölluninni. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2005044.html

    Í 61 gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið segir um aðstoð opinberra aðila við fyrirtæki á samkeppnismarkaði: 1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila. https://www.althingi.is/lagas/nuna/1993002.html
    Bjarni Jónsson, Vg og óháð

    Hvernig sem samningi við Sýndarveruleika ehf. lýkur þá er ljóst að á móti hugsanlegu framlagi sveitarfélagsins verður skuldbinding af hálfu Sýndarveruleika ehf. sem að verulegu leyti vegur upp það framlag. Hvernig þessu verður nákvæmlega háttað ræðst ekki fyrr en lokið er öllum þeim viðaukum sem ráðgert er að verði gerðir við samstarfssamning sveitarfélagsins við félagið. Fyrr er ekki tímabært að senda inn tilkynningar um samninginn til Samkeppniseftirlitsins eða annað. Þess utan er nauðsynlegt að hafa hugfast að EES samningurinn og aðrar Evrópureglur heimilar í mörgum tilvikum opinbera aðstoð sé hún hófleg og fallin til þess að greiða fyrir nýsköpun og þróun atvinnulífs, einkum á svæðum þar sem þess er sérstaklega talin þörf.
    Byggðarráð sammþykkir að fresta afgreiðslu tillögunnar þar til öll gögn í málinu liggja fyrir.

    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Frestað mál frá 826. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2018.
    Fram lögð fyrirspurn til sveitarstjóra og formanns byggðarráðs:
    Hvað nema þeir reikningar hárri upphæð sem Sveitarfélaginu Skagafirði hafa borist á árinu vegna byggingarstjórnar, verkstýringar og framkvæmda við Aðalgötu 21a (fastanr. 213-1147) og Aðalgötu 21b, (fastanr. 2131148) á Sauðárkróki og hvað hefur verið greitt fyrir þessi verk til þessa?
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum
    Sigurjón Þórðarson K- lista
    Samkvæmt bókhaldi sveitarfélagsins er búið að bóka eftirfarandi kostnað á verkið:
    5.529 mkr. vegna framkvæmda og 3.062 mkr vegna verkfræði- og arkitektaþjónustu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Lagt fram kauptilboð í fasteignina Austurgata 5, Hofsósi, fastanr. 214-3592, frá Eddu Þórey Guðnadóttur.
    Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Lagt fram kauptilboð í fasteignina Austurgata 5, Hofsósi, fastanr. 214-3592, frá Þorgrími Ómari Tavsen og Dóru Ingibjörgu Valgarðsdóttur.
    Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Lögð fram tillaga að viðauka númer 3 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gerir viðaukinn ráð fyrir hækkun á fjárfestingarlið eignasjóðs um 69,3 milljónir króna og lækkun handbærs fjár um sömu upphæð.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka númer 3 við fjárhagsáætlun ársins 2018 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 "Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2018". Samþykkt samhljóða.
  • 3.9 1803193 Aðalgata 24
    Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Á 823. fundi byggðarráðs þann 12. apríl 2018 var sveitarstjóra falið gera kauptilboð í fasteignina Aðalgata 24, fastanúmer 213-1162. Lagt fram gagntilboð frá Tengli ehf., eiganda fasteignarinnar.
    Byggðarráð samþykkir gagntilboð Tengils ehf.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann standi ekki að afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Málið áður á dagskrá 825. fundar byggðarráðs þann 26.04. 2018. Akrahreppur hefur samþykkt tilboð sveitarfélagsins í eignarhlut hreppsins í fasteignunum Hásæti 5a-5d.
    Byggðarráð samþykkir að kaupa eignarhlut Akrahrepps í fasteignunum Hásæti 5a-5d.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Lögð fram umsókn dagsett 27. apríl 2018 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellowreglan), um niðurgreiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Byggðarráð samþykkir að veita 30% styrk vegna álagðs fasteignaskatts 2018 af félagsheimili.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804388, dagsettur 27. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Karuna ehf., kt. 680809-1000, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Litlu-Gröf, 551 Sauðárkróki.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Að ósk Bjarna Jónssonar (Vg og óháð) er þetta mál tekið á dagskrá.
    Lögð fram svohljóðandi bókun 123. fundar fræðslunefndar frá 6. september 2017. "Grunnteikningar af nýbyggingu af leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi lagðar fram til kynningar. Verið er að vinna kostnaðargreiningu og frekari hönnun. Ítrekað er að verkinu verði hraðað eins og kostur er."
    Einnig lagðar fram teikningar sem vísað er til í ofangreindri bókun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 827 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 827. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57

Málsnúmer 1804021FVakta málsnúmer

Fundargerð 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Kynnt var ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2017. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfsmönnum Byggðasafns Skagfirðinga fyrir gott starf á liðnum árum sem sýnt hefur sig í því góða orðspori sem safnið hefur áunnið sér. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Lagt fram bréf, dagsett 13. apríl 2018, frá Auði Björk Birgisdóttur og Völu Kristínu Ófeigsdóttur fyrir hönd Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Í bréfinu er óskað eftir 300.000 kr. styrk til að halda bæjarhátíð á Hofsósi sumarið 2018 í samstarfi við Ungmennafélagið Neista, Félag eldri borgara á Hofsósi, Leikfélag Hofsóss og fleiri félög.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 20. apríl 2018, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029.
    Samþykkt að fela starfsmanni nefndarinnar að senda inn umsögn hennar í framhaldi af umræðum um málið, s.s. hvað varðar uppbyggingu á minna sóttum ferðamannasvæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2018 verða í þriðja sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Árna Stefánssyni og Herdísi Klausen verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf með því að stuðla að hreyfingu og lýðheilsu í samfélaginu til langs tíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Lagt fram erindi, dagsett 26. apríl 2018, frá Sólborgu Unu Pálsdóttur fyrir hönd Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Í erindinu er óskað eftir styrk að upphæð kr. 200.000,- til að standa straum af prentun ljósmynda vegna ljósmyndasýningarinnar TÍMA-MÓT. Um er að ræða sýningu ljósmyndarans Gunnhildar Gísladóttur þar sem hún á stefnumót við ljósmyndara sem tóku myndir af Skagfirðingum og nærsveitamönnum fyrir um 100 árum, eða í kringum fullveldisárið 1918. Sýningin verður opnuð við setningu Sæluviku Skagfirðinga sunnudaginn 29. apríl 2018.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. apríl 2018 um aðalfund Markaðsstofu Norðurlands og vorráðsstefnuna Flogið í rétta átt. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. apríl 2018 um ráðstefnu um flugmál sem haldin verður á Akureyri 3. maí 2018. Á ráðstefnunni mun fulltrúi Super Break verða með erindi þar sem rakin verður reynsla bresku ferðaskrifstofunnar af því að fljúga fólki til Akureyrar, hvert framhaldið verður hjá þeim og dregið fram hversu mikil áhrif þessar flugferðir hafa fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig verður rætt um Akureyrarflugvöll, hvernig staðan er og hvað þarf til að völlurinn geti sinnt sem best auknu millilandaflugi. Jafnframt verður rætt um tengingu Akureyrar við Keflavíkurflugvöll og stöðu innanlandsflugs á landinu.


    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 57 Lög fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N yfir tímabilið 20. okt. 2017 ? 20. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

5.Félags- og tómstundanefnd - 253

Málsnúmer 1804020FVakta málsnúmer

Fundargerð 253. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Bjarki Tryggvason kvöddu sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 253 Miðnætursund Hofsósi 2018 - Infinity blue. Eigandi Infinity blue, Auður Björk Birgisdóttir kt. 280484-2889, hefur óskað eftir því að samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fyrirtækisins verði framlengdur til 31. október 2019. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 253 Lagt er til að tímakaup vinnuskólakrakka fyrir árið 2018 hækki um 3% frá árinu á undan. Vísað er til uppfærðrar launatöflu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin samþykkir ofangreinda hækkun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 253 Lögð fram tillaga að staðsetningu hjólabrettagarðs við Árskóla á Sauðárkróki. Nefndin felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að vinna áfram að málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 253 Lagðar fram fundargerðir ungmennaráðs 2017-2018. Nefndin leggur til að forstöðumaður frístunda- og íþróttamála komi með tillögu að verklagi um sameiginlega fundi félags- og tómstundanefndar og ungmennaráðs. Tillagan skal unnin í samráði við ungmennaráð. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 131

Málsnúmer 1805006FVakta málsnúmer

Fundargerð 131. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 131 Kynnt voru útboðsgögn ásamt endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar 2018-2023. Gögnin verða tilbúin til afhendingar föstudaginn 11. maí næstkomandi í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki og skal tilboðum skilað á sama stað eigi síðar en kl. 13:30 þriðjudaginn 29. maí 2018 og verða þau opnuð þar í samræmi við kafla 2.5 í ÍST30. Sjá nánar í útboðsgögnum. Fræðslunefnd samþykkir útboðsgögnin. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar fræðslunefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 321

Málsnúmer 1804019FVakta málsnúmer

Fundargerð 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar Eðvald Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Sigurjón Tobíasson kt 081244-5969, þinglýstur eigandi Geldingaholts II, landnr. 146030, óskar eftir heimild til að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. apríl 2018. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7162-23. Umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra er fyrirliggjandi.Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Birgir Þórðarson kt 070660-5479, þinglýstur eigandi Rípur II, (landnr. 146396) sækir um leyfi til að stofna byggingarreit á jörðinni. Meðfylgjandi er uppdráttur sem gerður er á teiknistofunni BK hönnun ehf. af Birki Kúld kt. 010884-3499. Uppdrátturinn er í verki 16-01, dagsettur 25.05.2016, númer 101 og 102. Umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra er fyrirliggjandi. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Steindór Búi Sigurbergsson kt. 210383-5739 þinglýstur eigandi Bústaða II, (landnr. 193157) óskar eftir heimild til að stofna byggingarreit undir aðstöðuhús á landi Bústaða I og II, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-04 í verki nr. 75181, dags. 14. mars 2018.Fyrirliggjandi er samþykki meðeiganda og umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra er fyrirliggjandi. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstur eigandi Víðimels, Suðurtúns í Skagafirði (landnr. 226482) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta lóð úr ofangreindu landi, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7806-05, dags. 5. febrúar 2018. Stærð lóðar er 7.380 m2. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Suðurtún 1. Einnig er sótt um breytinu á landnotkun. Á lóðinni er fyrirhugað að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti. Breytt landnotkun kallar á breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags. Skipulagsnefnd er tilbúin til að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi vegna þessa erindis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvamms (1461969 óskar eftir heimild til að stofna 833 ferm. landspildu úr landi jarðarinnar. Óskað er eftir að landspildan fái heitið Laugarhvammur lóð 10b og að landspildan verði leyst úr landbúnaðarnotum Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur S01 dagsettur 12. mars 2018 er unnin hjá Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvamms (1461969 óskar eftir heimild til að stofna 0,84 ha. landspildu úr landi jarðarinnar. Óskað er eftir að landspildan fái heitið Laugarhvammur land 15. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur S04a dagsettur 15. mars 2018 er unnin hjá Stoð ehf. af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Á spildunni er borhola fyrir heitt vatn og um spilduna liggur Merkigarðsvegur (7575) þjóðvegur í þéttbýli. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Svana Ósk Rúnarsdóttir kt.110883-4989 og Ástþór Örn Árnason kt.060784-3459, þinglýstir eigendur jarðarinnar Miðdalur, landnúmer 146207 óska eftir heimild til að stofna 7.186 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem Miðdalur 1, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 770602 útg. 30. apríl 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Innan merkja spildunnar eru matshlutar 02 og 09. Matshluti 02 er 125,6 m² einbýlishús með matsnúmer 214-1320 og matshluti 09 er 162,6 m² íbúð með matsnúmer 231-2707 og 31,6 m² bílskúr með matsnúmer 231-2708. Þessir matshlutar skulu fylgja stofnaðri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Miðdal, landnr. 146207. Jafnframt er óskað eftir því að stofnuð spilda skuli tekin úr landbúnaðarnotkun. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Gylfi Ingimarsson kt. 140370-5929 sækir fh. G Ingimarsson ehf kt. 690416-2980 um lóðina nr 23 við Borgarflöt fyrir atvinnuhúsnæði. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Með tölvubréfi 23. apríl sl óskar Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi Fjallabyggðar eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Er það gert í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að landnotkunarflokki á malarvellinum á Siglufirði er breytt úr miðsvæði í íbúðarsvæði vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhugaða skipulagsbreytingu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Eyþór Fannar Sveinsson kt 231087-2579 og Sveinn Árnason kt 230359-7929 leggja fram fyrirspurn um hvort heimild fengist til að
    a) Skipta íbúð á efri hæð Hólaveg 16 úr einni íbúð í tvær. Um er að ræða hæð sem er 224 fermetrar að stærð sem myndi þá skiptast í 135 fermetra og 89 fermetra. Útfærður yrði stigi utan á húsið upp á svalir sem notaður yrði sem inngangur í stærri íbúðina. Núverandi inngangur yrði notaður óbreyttur fyrir minni íbúðinna.
    b) Í neðri hæð yrði að hluta til útbúin hársnyrtistofa og í hinum hlutanum yrði skipulagt svæði fyrir aðra tengda starfsemi eða rými fyrir verslun.
    c) einangra og klæða húsið að utan ásamt því að skipta um glugga og hurðir á báðum hæðum. Meðfylgjandi frumgögn gera grein fyrir hugmyndum fyrirspyrjenda.
    Skipulags- og byggingarnefnd fellst á áform umsækjanda. Bendir á að skila þarf aðal- og séruppdráttum til byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Ingibjörg Sigurðardóttir kt. 160673-3219, Sólberg Logi Sigurbergsson kt 051177-4879 eigendur Víðines I og Sigurður Guðmundsson kt 020547-4059 eigandi Víðines 2 óska eftir staðfestingnu Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar á afmörkum lóðarinnar Víðines I og 2 eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 dagsettur 15.mars 2018. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Guðrún Elín Björnsdóttir kt. 290861-2179 og Guðmundur Sigurbjörnsson kt 180263-3739 lóðarhafar lóðarinnar Ysti-Mór lóð landnúmer 146831 óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að nefna lóðina Flókalund. Fyrir liggur samþykki Stefáns Loga Haraldssonar fh. Ysta-Mós ehf. sem er landeigandi. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Gissur E. Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 ítrekar með bréfi dagsettu 18. apríl sl. umsókn um heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir sig fúsa til viðræðna við umsækjanda um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Fundargerð 65. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Fundargerð 66. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Fundargerð 67. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 322

Málsnúmer 1805007FVakta málsnúmer

Fundargerð 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar Eðvald Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Kristvina Gísladóttir kt. 010375-5339 og Atli Gunnar Arnórsson kt. 120379-4029 þinglýstir eigendur Álftagerðis, lóð með landnr. 211872, óska eftir heimild til þess að stofna byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðu¬uppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 8. maí 2018. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7381-3.Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, einnar hæðar hús úr forsteypum einingum. Samhliða er sótt um heimild til að breyta nafni lóðarinnar úr Álftagerði lóð í Álftagerði 1. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Haukur B. Sigmarsson kt. 200782-5779 sækir, fh. Fljótabakka ehf kt. 531210 3520 sem er lóðarhafi lóðarinnar Efra Haganes 3, um heimild til að breyta notkun gamla verslunarhússins sem er á lóðinni.
    Húsið var byggt 1933 af Samvinufélagi Fljótamanna og var verslunarhús um langt skeið. Nú er fyrihugað að starfsemi í húsinu verði rekin í tengslum við rekstur fjallaskálans á Deplum. Meiningi er að húsinu verði afþreying fyrir gesti að Deplum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Teiknistofunni Kollgátu gera nánari grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh.. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu meðfylgjandi deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni i í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m².
    Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt skipulagslögum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Freyjugata 25 - Deiliskipulag" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Andri Páll Hilmarsson deildarstjóri fasteigna hjá RARIK ohf. óskar eftir lóðinni Borgarteigur 10b á Sauðárkróki undir aðveitustöð. Lóðin er samkvæmt lóðaryfirlitsblaði 2547 fermetrar. Samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Málið var áður á dagskrá nefndarinnar á síðasta fundi og þá var bókað. "Guðlaugur Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 óskar eftir heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Erindinu hafnað. Skipulags-og byggingarnefnd er fús til viðræðna við umsækjanda um hentugan stað fyrir eldsneytisafgreiðslu í Hofsósi.“ Á þennan fund nefndarinnar kom Guðlaugur Pálsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum umsækjenda, Guðlaugur vinnur málið áfram og leggur fyrir ný drög. Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvamms (146196) óskar eftir heimild til að stofna 0,84 ha. landspildu ur landi jarðarinnar. Óskað er eftir að landspildan fá i heitið Laugarhvammur land 15. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur S04a dagsettur 15. mars 2018 er unnin hjá Stoð ehf. af Eyjólfi Þór Þórarinssyni.Á spildunni er borhola fyrir heitt vatn og um spilduna liggur Merkigarðsvegur (7575) þjóðvegur í þéttbýli. Landskiptin samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Á fundin komu Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir og fóru yfir stöðu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Á fundin komu Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir og fóru yfir stöðu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Guðmundur Viðar Pétursson kt. 270857-3379 og fh. Gáseyrarinnar ehf. kt. 670605-1750 Guðrún Björk Pétursdóttir kt. 120250-5909 sem eru þinglýstir eigendur jarðarinnar Hraun l, landnúmer 146818, Fljótum í Skagafirði sæki um, með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004 heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að:
    1. Skipta 3748,0 m² og 3887,0m² landspildum út úr framangreindri jörð.
    Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 11.04.2018 gerður af Hákoni Jenssyni hjá Búgarði Ráðgjafaþjónustu Norðurlandi, Óseyri 2, Akureyri.
    2.Sameina spildurnar lóðinni Hraun I lóð, landnúmer 146823.
    3.Þá er sótt um með vísan til vísan til II kafla, Jarðalaga lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum.
    4.Einnig sótt um að nefna lóðina Hraun I lóð, landnúmer 146823 Hraun 3
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja framangreindu landnúmerinu 146818.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 322 Fundargerð 68. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 322. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368 fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

9.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 36

Málsnúmer 1804012FVakta málsnúmer

Fundargerð 36. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 36 Tekið fyrir erindi frá Foreldraráði leikskólans Birkilundar, foreldrafélagi Birklundar og foreldrafélagi Varmahlíðarskóla, þar sem óskað er eftir fundi með samstarfsnefnd með Akrahreppi og fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að ræða úrbætur á húsnæði leik- og grunnskóla í framhluta Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að verða við beiðni um fund sem fyrst. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að boða fundinn þann 27. apríl n.k. kl. 20:30 í Varmahlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 36 Upplýst var að Sveitarfélagið Skagafjörður mun bjóða út skólaakstur nú í maí til næstu 5 ára. Rætt um mögulegt samstarf vegna sameiginlegra akstursleiða sveitarfélaganna, þ.e. út-Blönduhlíð. Málinu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 36 Indriði upplýsti að framkvæmdir við byggingu á undirstöðum sem og lagnavinnu fyrir rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð væru að hefjast. Rennibrautin er komin og verður sett upp um leið og undirstöður eru tilbúnar, sem gæti orðið í lok maí eða byrjun júní. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.

10.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1805012Vakta málsnúmer

Vísað frá 827. fundi byggðarráðs frá 3. maí 2018 þannig bókað:

"Lögð fram tillaga að viðauka númer 3 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gerir viðaukinn ráð fyrir hækkun á fjárfestingarlið eignasjóðs um 69,3 milljónir króna og lækkun handbærs fjár um sömu upphæð. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka númer 3 við fjárhagsáætlun ársins 2018 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2018 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.

11.Freyjugata 25 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1711178Vakta málsnúmer

Vísað frá 322. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu meðfylgjandi deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni i í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m². Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt skipulagslögum."

Framlögð tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt skipulagslögum, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.

12.Reglur um aðstoð til að greiða lögmannskostnað í barnaverndarmálum sbr. 47. gr. Bvl

Málsnúmer 1804083Vakta málsnúmer

Skv. barnaverndarlögum skal Barnaverndarnefnd setja sér reglur um veitingu fjárhagsaðstoðar til barns eða foreldra vegna lögfræðikostnaðar í tengslum við rekstur máls fyrir nefndinni og/eða úrskurðarnefnd velferðarmála. Sveitarfélögin hafa ekki áður sett sér slíkar reglur. Barnaverndarnefnd samþykkti meðfylgjandi reglur á fundi sínum 26.4.2018 og að senda þær til staðfestingar í sveitarstjórnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.

Forseti gerir tillögu um að þessum dagskrárlið sé vísað til byggðarráðs. Borið upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum.

13.Ársreikningur 2017

Málsnúmer 1804122Vakta málsnúmer

Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2017.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2017 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.196 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.454 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.651 millj. króna, þar af A-hluti 4.196 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 545 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 258 millj. króna. Afskriftir eru samtals 197 millj. króna, þar af 106 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 203 millj. króna, þ.a. eru 150 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2017 er 145 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er jákvæður um 1 millj. króna.
Þann 19.september 2016 var samkomulag gert milli Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands, annars vegar og fjármála-og efnahagsráðherra og Samband iíslenskra sveitarfélaga hinsvegar um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Breytingarnar voru samþykktar á Alþingi með lögum nr.127/2016 en þær fela meðal annars í sér breytingu á réttindaávinnslu lífeyrisréttinda í A-deild LSR og Brúar (Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga) úr jafnri réttindaávinnslu í aldurstengda auk þess sem lífeyristökualdur er hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Við breytingarnar eru réttindi virkra sjóðsfélaga tryggð með sérstökum framlögum til sjóðanna af hálfu launagreiðenda. Samhliða því gerðu fjármála-og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19.september 2016. Samkvæmt 8.gr.samningsins var hann gerður meðal annars með þeim fyrirvara að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum og aðilum þeim tengdum við samþykkt stjórna við komandi aðila á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar.
Í febrúar 2018 samþykkti sveitarstjórn Skagafjarðar samkomulag, sem barst sveitarfélaginu í byrjun janúar 2018, um uppgjör við Brú og var samkomulagið undirritað í mars 2018. Uppgjörið miðaði við tryggingafræðilega stöðu sjóðsins þann 31. maí 2017. Samkvæmt samkomulagi við lífeyrissjóðinn nemur heildarframlagið 597,9 millj.kr. Á árinu 2017 voru samþykkt bráðabirgðaákvæði við reglugerð nr. 1212/2015 þar sem mælt er fyrir um reikningshaldslega meðferð ofangreinds uppgjörs. Um er að ræða framlag í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð.
Skipting þess er eftirfarandi:
- 174,4 millj.kr. framlag í jafnvægissjóð sem ætlað er að koma á fallinni stöðu Brúar í jafnvægi og er framlagið gjaldfært að fullu á árinu 2017.
-382,3 millj.kr. framlag í lífeyrisaukasjóð til að mæta framtíðar skuldbindingu vegna lífeyrisauka, framlagið er gjaldfært á 30 árum frá 1. júní 2017.
-41,1 millj.kr. framlag í varúðarsjóð sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð, framlagið er gjaldfært á 20 árum frá 1. júní 2017.
Gjaldfærðar eru 182,4 millj.kr. meðal launa og launatengdra gjalda á árinu 2017 vegna þessa og fjárhæðin færð sem skammtímaskuld í árslok 2017. Greiðsla heildarframlags á sér stað í upphafi árs 2018 .
Ef ekki hefði komið til þetta uppgjör við Brú sem ekki lá fyrir fyrr en í janúar 2018 væri rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2017, 327 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta væri jákvæður um 176 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.288 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.184 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2017 samtals 6.085 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.985 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.489 millj. króna hjá A og B hluta auk 593 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.203 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 26,6%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.146 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 73 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 443 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 193 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 394 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2017, 266 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 339 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 400 millj. króna, handbært fé hækkaði um 67 millj. króna á árinu og nam það 262 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 345 millj. króna.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2017, 117,1% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 108% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.

Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Þrátt fyrir að rekstrarumhverfi flestra sveitarfélaga í landinu sé með besta móti og tekjur þeirra að aukast og mörg að greiða niður skuldir, er ekki að sjá sambærilegan viðsnúning hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Hér hafa skuldir ekki lækkað, rekstur A ? hluta er í algerum járnum, handbært fé er áfram takmarkað og í stað þess að kosta framkvæmdir af eigin fé þarf sveitarfélagið að taka lán til að geta staðið í framkvæmdum. Síðustu 2 ár hefur sveitarfélagið staðið í talsverðri eignasölu sem hefur létt undir, tekjur af fasteignagjöldum og fleiri skattstofnum hafa hækkað mikið milli ára og þá munar mikið um hækkun á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eins og útgjaldajöfnunarframlagi, sem urðu ríflega 100 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá höfðu tekjur úr jöfnunarsjóði einnig hækkað mikið milli ára 2016. Hluti þessara tekna nú var vegna sérstaks bankaskatts, sem er einskiptisaðgerð og ljóst að ekki er hægt að ganga að því vísu að framlög verði áfram svona há vegna jöfnunar gagnvart öðrum sveitarfélögum.

Eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður tók yfir rekstur málaflokk fatlaðs fólks fyrir sveitarfélögin á Norðurlandi vestra 2016, hafa framlög vegna málaflokksins frá ríkinu og sveitarfélögum á NV, sem nema nálægt 500 milljónum kr. árin 2016 og 2017 runnið í gegnum sveitarfélagið og sömuleiðis útgjöldin í málaflokki sem gerður er upp nálægt núlli. Það eitt að Skagafjörður tók að sér verkefnið, bætir ekki raunverulegan rekstur sveitarfélagsins, en hefur gríðarleg áhrif á lykiltölur eins og skuldahlutfall. 500 milljónir einar og sér og bæta það um ríflega 13% ásamt áhrifum af óvæntum viðbótarframlögum jöfnunarsjóðs. Hjá sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017, 117,1% og væri því nær 130% ef sveitarfélagið hefði ekki tekið við rekstri málaflokks fatlaðra fyrir landshlutann og fengið aukatekjur. Þetta skýrir hví skuldahlutfallið er örlítið lægra árin 2016 og 2017 en árin á undan, en raunveruleg staða þessi ár er hinsvegar talsvert lakari.

Á kjörtímabilinu 2010 til 2014 þegar Vg og óháð voru í stjórn sveitarfélagsins var lyft Grettistaki í fjármálum sveitarfélagsins með sameiginlegu átaki starfsmanna og íbúa sveitarfélagsins. Niðurstaða ársreikninganna og óábyrg áform núverandi sveitarstórnarmeirihluta kalla á breytt vinnubrögð og að Vg og óháð hafi mun meira að segja um fjármál Sv. Skagafj. eftir kosningarnar nú í maí.

Mikilvægt er að ný sveitarstjórn bregðist við vaxandi lausatökum núverandi meirihluta á meðferð fjár hjá sveitarfélaginu og uppsöfnun langtíma fjárhagsskuldbindinga eins og vegna Sýndarveruleika ehf. sem hafa slæm áhrif á rekstur sveitarfélagsins næstu áratugi.

Bjarni Jónsson, VG og óháð

Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er mikilvægt að rétt sé farið með tölur varðandi ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það er ekki rétt að skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað vegna hækkunar á tekjum við yfirtöku á rekstri á þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra. Þjónusta við fatlað fólk á Norðurlandi vestra var áður rekin undir byggðasamlaginu Rótum sem greiddi sveitarfélaginu beint fyrir þá þjónustu sem sveitarfélagið færði sem aðrar tekjur á málaflokkinn og kom fram í ársreikningi sveitarfélagsins undir aðrar tekjur. Sveitarfélagið Skagafjörður fer með um 65% af heildarframlögum sem koma vegna þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans:

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2017 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A og B hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 145 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á rúmar 1,2 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta sveitarfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 545 milljónir króna og hndbært fé frá rekstri var í A og B hluta rúmar 394 milljónir. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 443 milljón króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 193 milljónir króna.

Skuldahlutfall sveitarsjóðs er 117% án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem miðað er við að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150 % af reglulegum tekjum, ef dregnar eru frá lífeyrisskuldbindingar eins og heimilt er samkvæmt reglugerð, er skuldaviðmið sveitarsjóðs 108% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum.

Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 400 milljónum króna á síðasta ári sem þýðir að skuldir sveitarsjóðs lækkuðu á árinu þrátt fyrir miklar framkvæmdir. Handbært fé hækkaði um 67 milljónir króna á árinu og nam það 262 milljónum króna í árslok.

Ekki er hægt að horfa í rekstur ársins 2017 án þess að taka til skoðunar uppgjör við Brú lífeyrissjóð sem ekki lág fyrir þar til í janúar 2018. Hefði uppgjörið ekki komið til væri rekstrarhagnaður A og B hluta sveitarsjóðs 327 milljónir króna og rekstur A hluta jákvæður um 176 milljónir króna.

Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfinar samstæðunar 226 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 3392 milljóna króna. Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.

Rekstur sveitarsjóð er í góðu jafnvægi sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.

Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.

Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðuleiki í rekstri. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika á næstu árum. Er það verkefni allra sveitarstjórnarfulltrúa saman hvar í flokki þeir eru, enda kjörnir til að standa vörð um hagsmuni Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Ársreikningur borinn upp til atkvæðagreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.

14.Tillaga vegna breytinga á skipuriti fjölskyldusviðs

Málsnúmer 1805082Vakta málsnúmer

Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn áréttar að engin ný skipurit eða breytingar á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins komi til framkvæmda án undangenginnar kynningar og faglegrar umfjöllunar í fagnefndum, byggðaráði og sveitarstjórn og samþykktar á þeim vettvangi.

Greinargerð
Sveitarstjórn leggur áherslu á að ástunda í hvívetna góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð og að fylgt sé gildandi samþykktum um stjórnskipan, og ákvæðum samþykktrar starfsmannastefnu um ráðningar starfsfólks á fjölskyldusviði sem og stjórnsýslu- og fjármálasviði og veitu- og framkvæmdasviði. Breytingar á störfum fólks og nýráðningar allt frá 28. apríl sl. sem tengjast nýju ókynntu og ósamþykktu skipuriti fyrir fjölskyldusvið Skagafjarðar sem kynntar hafa verið hluta starfsfólks bréfleiðis, en ekki í fræðslunefnd, félags- og tómstundanefnd, byggðaráði og sveitarstjórn, öðlist því ekki gildi, fremur en skipuritsbreytingarnar á fjölskyldusviði án stjórnsýslulegrar meðferðar sveitarstjórnar og nefnda sem taki til þeirra faglega afstöðu.

Bjarni Jónsson, VG og óháð

Til máls tók Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans:

Engar breytingar hafa verið gerðar á skipuriti Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það er ekki hlutverk sveitarstjórnar að ræða starfslýsingar einstakra starfsmanna en ef kjörnir fulltrúar vilja ræða verkaskiptingu á milli starfsmanna á fjölskyldusviði þá er sjálfsagt að vísa málinu til byggðarráðs.

Til máls tók Gunnsteinn Björnsson og lagði fram eftirfarandi bókun:

Þær breytingar sem kynntar voru starfsmönnum sem breytingar á skipuriti virðast mér ekki vera raunverulegar breytingar á skipuriti heldur er hér um að ræða tilfærslur á verkefnum milli starfsmanna fjölskyldusviðs. Ég get ekki lýst mig mótfallinn þessum breytingum enda eru þær eru að líkindum til bóta og ef til vill eru þær nauðsynlegar, þar að auki í verkahring sveitarstjóra eins og þær koma mér fyrir sjónir. Hins vegar hefði verið betra að kynna þessar breytingar í fagnefndum áður en þær verða að veruleika ekki síst í ljósi þess að breytingin var kynnt sem skipuritsbreyting.

Til máls tók Bjarni Jónsson og lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er lýðræðislegt hlutverk fagnefnda sveitarfélagsins sem kosnar eru af sveitarstjórn, að fjalla um og taka afstöðu til málefna á þeim fagsviðum sem undir þær heyra. Ákvarðanir sem fara svo til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu, en í sveitarstjórn er kosið á 4 ára fresti.

Mikilvægt er að virðing sé borin fyrir starfi nefnda og kjörinna fulltrúa sem í þeim sitja. Það að ákvarðanir séu teknar af meirihluta sveitarstjórnar um breytingar á skipuriti sviða sveitarfélagsins, „nýtt skipurit fyrir fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar“ og veigamiklar breytingar á störfum lykilstarfsmanna og hlutverkum í ráðhúsi án kynningar eða umfjöllunar í viðkomandi fagnefndum, og svo byggðaráði og sveitarstjórn, er afleit stjórnsýsla fyrir sveitarfélag sem vill ástunda í hvívetna lýðræðislega og góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð.
Bjarni Jónsson, VG og óháð

Til máls tók Ásta Björg Pálmadóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

Ef sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ætlar að breyta skipuriti Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stjórnskipuriti Sveitarfélagsins Skagafjarðar þarf að gera það eftir lögformlegum leiðum en ekki eftir á. Það er mikilvægt að sveitarstjóri hafi skýrar leiðbeiningar um heimildir sínar samanber hvað lög og samþykktir segja til um.

Samþykkt að vísa málinu til byggðarráðs með sjö atkvæðum.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

15.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer

859. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 368. fundi sveitarstjórnar 16.maí 2018

Fundi slitið - kl. 19:19.