Lagt fram bréf dagsett 12. apríl 2018 frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru um synjun um aðgang að gögnum. Sveitarfélaginu er veittur frestur til að senda nefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi til 26. apríl 2018. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Sigurjóns Þórðarsonar (K-lista) að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið og koma að frekari rökstuðningi. Bjarni Jónsson lýsir sig ósammála samþykktinni. Sigurjón Þórðarson (K-lista) og Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óska bókað: Farið er fram á að meiri hluti sveitarstjórnar láti af ólöglegri leyndarhyggju og veiti og íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi upplýsingar um gríðarmiklar fjárskuldbindingar sem íbúar eru að taka á sig vegna Sýndarveruleika ehf. Það að halda þessum feluleik áfram með ærnum tilkostnaði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og ráðuneyti getur einungis leitt til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður verði nánast að athlægi.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Sigurjóns Þórðarsonar (K-lista) að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið og koma að frekari rökstuðningi. Bjarni Jónsson lýsir sig ósammála samþykktinni.
Sigurjón Þórðarson (K-lista) og Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óska bókað:
Farið er fram á að meiri hluti sveitarstjórnar láti af ólöglegri leyndarhyggju og veiti og íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi upplýsingar um gríðarmiklar fjárskuldbindingar sem íbúar eru að taka á sig vegna Sýndarveruleika ehf.
Það að halda þessum feluleik áfram með ærnum tilkostnaði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og ráðuneyti getur einungis leitt til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður verði nánast að athlægi.