Lagt fram bréf, dagsett 13. apríl 2018, frá Auði Björk Birgisdóttur og Völu Kristínu Ófeigsdóttur fyrir hönd Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Í bréfinu er óskað eftir 300.000 kr. styrk til að halda bæjarhátíð á Hofsósi sumarið 2018 í samstarfi við Ungmennafélagið Neista, Félag eldri borgara á Hofsósi, Leikfélag Hofsóss og fleiri félög.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710.