Fara í efni

Aðkoma á skólalóð GAV á Hofsósi

Málsnúmer 1804100

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 826. fundur - 26.04.2018

Lagt fram bréf dagsett 21. febrúar 2018 frá stýrihópi um heilsueflandi grunnskóla í Grunnskólanum austan Vatna. Óskað er eftir úrbótum varðandi umhverfi og öryggi barna á skólalóð og á leið til og frá skóla.
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við grunnskólann á Hofsósi þar sem byggja á viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun leikskóla. Búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Ljóst er að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á skólanum á Hofsósi mun verða til þess að styrkja grunnskólann á Hofsósi til framtíðar.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) óskar bókað:
Þrátt fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir við skólann er mikilvægt að nú þegar verði gripið til bráðabirgðaaðgerða til að bæta aðgengi og auka öryggi skólabarna.
Sigurjón Þórðarson (K-listi) óskar bókað:
Ég tek undir bókun Bjarna Jónssonar og legg áherslu á að óskað verði eftir aðkomu íbúa á Hofsósi að málinu sem fyrst.