Að ósk Bjarna Jónssonar er þetta erindi sett á dagskrá byggðarráðs. Málið síðast á dagskrá byggðaráðs 22. feb. sl. að beiðni fulltrúa VG og óháðra. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum. Brýnt er að ljúka hönnunarvinnu sem fyrst svo hægt verði að áætla fjármagn til verksins, bjóða það út og koma framkvæmdum sem fyrst á stað og ljúka þeim. Ef hönnunarvinnu verður ekki hraða er hætta á að verkefnið dragist enn frekar á langinn. Leikskóli á Hofsósi starfar í tímabundnu bráðabyrgðarými og mikilvægt fyrir börnin og fjölskyldur þeirra að nýr leikskóli í tengslum við grunnskólann geti tekið til starfa sem allra fyrst. Þá er mikilvægt að verkinu verði hraðað eins og kostur er og tímasett framtíðarlausn sé í sjónmáli þannig að íbúar á svæðinu geti gert ráð fyrir því að börnin hefji leik og störf í nýjum leikskóla innan skamms tíma. Bjarni Jónsson, VG og óháðum Byggðarráð bókar: Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Byggðarráð hefur bókað um mikilvægi þess að hönnunarvinnu við grunnskólann á Hofsósi sé hraðað eins og kostur er. Sú bókun er ítrekuð hér með. Óskað er eftir að fá teikningar til að kynna á næsta fundi byggðarráðs.
Málið síðast á dagskrá byggðaráðs 22. feb. sl. að beiðni fulltrúa VG og óháðra. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum. Brýnt er að ljúka hönnunarvinnu sem fyrst svo hægt verði að áætla fjármagn til verksins, bjóða það út og koma framkvæmdum sem fyrst á stað og ljúka þeim. Ef hönnunarvinnu verður ekki hraða er hætta á að verkefnið dragist enn frekar á langinn.
Leikskóli á Hofsósi starfar í tímabundnu bráðabyrgðarými og mikilvægt fyrir börnin og fjölskyldur þeirra að nýr leikskóli í tengslum við grunnskólann geti tekið til starfa sem allra fyrst. Þá er mikilvægt að verkinu verði hraðað eins og kostur er og tímasett framtíðarlausn sé í sjónmáli þannig að íbúar á svæðinu geti gert ráð fyrir því að börnin hefji leik og störf í nýjum leikskóla innan skamms tíma.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Byggðarráð bókar:
Forhönnunarstigi að leikskólabyggingu er lokið og vinna hafin með meðhönnuðum. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Byggðarráð hefur bókað um mikilvægi þess að hönnunarvinnu við grunnskólann á Hofsósi sé hraðað eins og kostur er. Sú bókun er ítrekuð hér með. Óskað er eftir að fá teikningar til að kynna á næsta fundi byggðarráðs.