Fara í efni

Fjallabyggð-Umsókn breytingar á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1804162

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 321. fundur - 04.05.2018

Með tölvubréfi 23. apríl sl óskar Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi Fjallabyggðar eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Er það gert í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að landnotkunarflokki á malarvellinum á Siglufirði er breytt úr miðsvæði í íbúðarsvæði vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhugaða skipulagsbreytingu.