Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Bjarna Jónssyni (Vg og óháðum) og Sigurjóni Þórðarsyni (K-lista): Byggðaráð samþykkir að verja 3 milljónum króna til viðbótar við þær 4 milljónir sem eru á fjárhagsáætlun ársins til að hægt verði að ráðast í og ljúka framkvæmdum við útikörfuboltavöll við grunnskólann í Varmahlíð sumarið 2018. Þá verði tæknideild sveitarfélagsins falið að undirbúa staðarval, hönnun og uppsetningu sambærilegs körfuboltavallar við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi. Greinargerð. Nauðsynlegt er að gera umbætur á útiíþróttaaðstöðu í Varmahlíð, ekki síst við grunnskólann. Á fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjárheimild að upphæð 4 milljónir króna til gerðar körfuboltavallar við skólann með líku sniði og er við Árskóla, með dúkmottum og körfum umhverfis völlinn. Til að þetta geti orðið að veruleika á árinu 2018 þarf að ákvarða verkefninu meira fé, svo unnt verði að panta efni til vallarins, undirbúa svæðið og koma honum upp. Völlurinn við Árskóla kostaði um 6,5 milljónir uppsettur á sínum tíma og ætla má að þessi framkvæmd nú geti orðið nokkru dýrari. Byggðaráð og eignasjóður þarf því að taka ákvarðanir um meiri fjárheimildir. Sömuleiðis þarf að taka málið fyrir í samstarfsnefnd með Akrahreppi sem fer með 25% eignarhlut í skólamannvirkjum í Varmahlíð og ber samkvæmt því sinn hlut í nýframkvæmdum og viðhaldi. Hefð er fyrir því að allar meiri framkvæmdir sem tengjast grunn,- og leikskóla í Varmahlíð séu fyrst teknar fyrir í samstarfsnefndinni og afgreiddar þaðan áður en gengið er til verka. Öllum er ljóst hve sárlega vantar íþróttaaðstöðu fyrir grunnskólabörn á Hofsósi, sem ekki hefur einu sinni íþróttasal til kennslu og íþróttaiðkunar. Því myndi uppsetning á slíkum körfuboltavelli við skólann vera bylting í bætri íþróttaaðstöðu frá því sem nú er.
Bókun meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista): Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 liggur fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir við útikörfuboltavöll við Varmahlíðarskóla. Ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en tvær staðsetningar hafa verið nefndar. Ef kostnaður við umrædda framkvæmd fer fram úr áætlun verður bætt í hvort sem um er að ræða 3 milljónir eða 5 milljónir. Ákvörðunin stendur. Varðandi útikörfuboltavöll á Hofsósi eru eins og áður hefur komið fram á þessum fundi, framkvæmdir fyrirhugaðar á og við grunnskólann á Hofsósi þar sem m.a. fara þarf í hönnunarvinnu á bifreiðarstæði og lóð. Þar verður hægt að gera ráð fyrir slíkum velli en mikilvægt er að samráð og samvinna við kennara og nemendur verði höfð um hönnun lóðarinnar. Tillaga um að auka fjárveitingu til verkefnisins á þessum tímapunkti er ekki skynsamleg, eðlilegt er að bíða eftir kostnaðaráætlun og verði hún hærri en fjárheimild gerir ráð fyrir verður bætt í samkvæmt þeirri áætlun.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað: Æskilegt er að gengið sé frá fullnaðarfjárheimildum körfuboltavallarins í Varmahlíð áður en verkið hefst, en svo er klárlega ekki nú þar sem aðeins hafa verið áætlaðar til verksins 4 milljónir á fjárhagsáætlun ársins, en búast má við að kostnaður muni losa 7 milljónir þegar upp verður staðið. Þannig geti fólk um leið séð fyrir endan á slíkum framkvæmdum og hægt sé að ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Það er ekki góð stjórnsýsla að vanfjármagna verk en tilkynna eigi að síður framkvæmd þeirra. Sem fyrst þarf einnig að taka málið upp í samstarfsnefnd með Akrahreppi til að greiða fyrir verkinu. Þá er ítrekað mikilvægi þess að bæta íþróttaaðstöðu skólabarna á Hofsósi, liður í því er að koma upp sambærilegum útikörfuboltavelli fyrir skólabörn á Hofsósi.
Byggðaráð samþykkir að verja 3 milljónum króna til viðbótar við þær 4 milljónir sem eru á fjárhagsáætlun ársins til að hægt verði að ráðast í og ljúka framkvæmdum við útikörfuboltavöll við grunnskólann í Varmahlíð sumarið 2018. Þá verði tæknideild sveitarfélagsins falið að undirbúa staðarval, hönnun og uppsetningu sambærilegs körfuboltavallar við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.
Greinargerð.
Nauðsynlegt er að gera umbætur á útiíþróttaaðstöðu í Varmahlíð, ekki síst við grunnskólann. Á fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjárheimild að upphæð 4 milljónir króna til gerðar körfuboltavallar við skólann með líku sniði og er við Árskóla, með dúkmottum og körfum umhverfis völlinn. Til að þetta geti orðið að veruleika á árinu 2018 þarf að ákvarða verkefninu meira fé, svo unnt verði að panta efni til vallarins, undirbúa svæðið og koma honum upp. Völlurinn við Árskóla kostaði um 6,5 milljónir uppsettur á sínum tíma og ætla má að þessi framkvæmd nú geti orðið nokkru dýrari. Byggðaráð og eignasjóður þarf því að taka ákvarðanir um meiri fjárheimildir. Sömuleiðis þarf að taka málið fyrir í samstarfsnefnd með Akrahreppi sem fer með 25% eignarhlut í skólamannvirkjum í Varmahlíð og ber samkvæmt því sinn hlut í nýframkvæmdum og viðhaldi. Hefð er fyrir því að allar meiri framkvæmdir sem tengjast grunn,- og leikskóla í Varmahlíð séu fyrst teknar fyrir í samstarfsnefndinni og afgreiddar þaðan áður en gengið er til verka.
Öllum er ljóst hve sárlega vantar íþróttaaðstöðu fyrir grunnskólabörn á Hofsósi, sem ekki hefur einu sinni íþróttasal til kennslu og íþróttaiðkunar. Því myndi uppsetning á slíkum körfuboltavelli við skólann vera bylting í bætri íþróttaaðstöðu frá því sem nú er.
Bókun meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista):
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 liggur fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir við útikörfuboltavöll við Varmahlíðarskóla. Ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en tvær staðsetningar hafa verið nefndar. Ef kostnaður við umrædda framkvæmd fer fram úr áætlun verður bætt í hvort sem um er að ræða 3 milljónir eða 5 milljónir. Ákvörðunin stendur. Varðandi útikörfuboltavöll á Hofsósi eru eins og áður hefur komið fram á þessum fundi, framkvæmdir fyrirhugaðar á og við grunnskólann á Hofsósi þar sem m.a. fara þarf í hönnunarvinnu á bifreiðarstæði og lóð. Þar verður hægt að gera ráð fyrir slíkum velli en mikilvægt er að samráð og samvinna við kennara og nemendur verði höfð um hönnun lóðarinnar. Tillaga um að auka fjárveitingu til verkefnisins á þessum tímapunkti er ekki skynsamleg, eðlilegt er að bíða eftir kostnaðaráætlun og verði hún hærri en fjárheimild gerir ráð fyrir verður bætt í samkvæmt þeirri áætlun.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
Æskilegt er að gengið sé frá fullnaðarfjárheimildum körfuboltavallarins í Varmahlíð áður en verkið hefst, en svo er klárlega ekki nú þar sem aðeins hafa verið áætlaðar til verksins 4 milljónir á fjárhagsáætlun ársins, en búast má við að kostnaður muni losa 7 milljónir þegar upp verður staðið. Þannig geti fólk um leið séð fyrir endan á slíkum framkvæmdum og hægt sé að ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Það er ekki góð stjórnsýsla að vanfjármagna verk en tilkynna eigi að síður framkvæmd þeirra. Sem fyrst þarf einnig að taka málið upp í samstarfsnefnd með Akrahreppi til að greiða fyrir verkinu. Þá er ítrekað mikilvægi þess að bæta íþróttaaðstöðu skólabarna á Hofsósi, liður í því er að koma upp sambærilegum útikörfuboltavelli fyrir skólabörn á Hofsósi.