Fara í efni

Styrkbeiðni vegna sýningarinnar Tíma-mót

Málsnúmer 1804207

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 57. fundur - 27.04.2018

Lagt fram erindi, dagsett 26. apríl 2018, frá Sólborgu Unu Pálsdóttur fyrir hönd Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Í erindinu er óskað eftir styrk að upphæð kr. 200.000,- til að standa straum af prentun ljósmynda vegna ljósmyndasýningarinnar TÍMA-MÓT. Um er að ræða sýningu ljósmyndarans Gunnhildar Gísladóttur þar sem hún á stefnumót við ljósmyndara sem tóku myndir af Skagfirðingum og nærsveitamönnum fyrir um 100 árum, eða í kringum fullveldisárið 1918. Sýningin verður opnuð við setningu Sæluviku Skagfirðinga sunnudaginn 29. apríl 2018.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890.