Byggðarráð Skagafjarðar - 825
Málsnúmer 1805002F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 368. fundur - 16.05.2018
Fundargerð 825. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 825 Íbúa- og átthagafélag Fljótamanna óskaði eftir fundi með byggðarráði. Erindið lagt fram á fundi byggðarráðs þann 22.3.2018 þar sem óskað var eftir að ræða ýmis mál sem brenna á Fljótamönnum.
Byggðarráð bauð félagsmönnum á fund ráðsins í Ketilási þann 24. apríl 2018 til viðræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 825. fundar byggðarráðs staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum.