Lögð fram svohljóðandi tillaga: Byggðaráð samþykkir í samræmi við 31. gr. Samkeppnislaga, að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um þá fjárhagslegu aðstoð, ívilnanir og skuldbindingar sem það hefur í hyggju að undirgangast vegna samstarfssamninga við Sýndarveruleika ehf.
Greinargerð. Í 31. gr. samkeppnislaga segir: Sveitarfélag, sem hyggst veita fyrirtæki aðstoð af því tagi sem um getur í 61. gr. EES-samningsins, skal tilkynna Samkeppniseftirlitinu um hina fyrirhuguðu aðstoð. Telji Eftirlitsstofnun EFTA að aðstoð, sem sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að veita, brjóti gegn 61. gr. EES-samningsins skal Samkeppniseftirlitið tilkynna það sveitarstjórn. Samkeppniseftirlitið getur fylgt eftir framkvæmd slíks úrskurðar með álagningu févítis, sbr. 3. mgr. 24. gr. Verði að afturkalla ákvörðun um ríkisaðstoð eða annan fjárhagsstuðning úr opinberum sjóðum vegna ákvæða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skulu stjórnvöld, að undangenginni ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um endurgreiðslu, gera ráðstafanir til þess að endurheimta aðstoðina frá þiggjanda hennar. Þiggjanda aðstoðar ber að greiða vexti, sem Eftirlitsstofnun EFTA ákveður, af fjárhæð þeirri sem hann er endurkrafinn um. Vextir skulu reiknaðir frá þeim degi er þiggjanda var fengin aðstoðin til umráða og fram til þess dags að hún er endurgreidd. Afturköllun samkvæmt málsgrein þessari skapar sveitarfélagi eða ríkissjóði ekki skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem ákvörðun beinist að eða telja sig að öðru leyti bíða tjón af afturkölluninni. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2005044.html
Í 61 gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið segir um aðstoð opinberra aðila við fyrirtæki á samkeppnismarkaði: 1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila. https://www.althingi.is/lagas/nuna/1993002.html Bjarni Jónsson, Vg og óháð
Hvernig sem samningi við Sýndarveruleika ehf. lýkur þá er ljóst að á móti hugsanlegu framlagi sveitarfélagsins verður skuldbinding af hálfu Sýndarveruleika ehf. sem að verulegu leyti vegur upp það framlag. Hvernig þessu verður nákvæmlega háttað ræðst ekki fyrr en lokið er öllum þeim viðaukum sem ráðgert er að verði gerðir við samstarfssamning sveitarfélagsins við félagið. Fyrr er ekki tímabært að senda inn tilkynningar um samninginn til Samkeppniseftirlitsins eða annað. Þess utan er nauðsynlegt að hafa hugfast að EES samningurinn og aðrar Evrópureglur heimilar í mörgum tilvikum opinbera aðstoð sé hún hófleg og fallin til þess að greiða fyrir nýsköpun og þróun atvinnulífs, einkum á svæðum þar sem þess er sérstaklega talin þörf. Byggðarráð sammþykkir að fresta afgreiðslu tillögunnar þar til öll gögn í málinu liggja fyrir.
Byggðaráð samþykkir í samræmi við 31. gr. Samkeppnislaga, að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um þá fjárhagslegu aðstoð, ívilnanir og skuldbindingar sem það hefur í hyggju að undirgangast vegna samstarfssamninga við Sýndarveruleika ehf.
Greinargerð.
Í 31. gr. samkeppnislaga segir: Sveitarfélag, sem hyggst veita fyrirtæki aðstoð af því tagi sem um getur í 61. gr. EES-samningsins, skal tilkynna Samkeppniseftirlitinu um hina fyrirhuguðu aðstoð.
Telji Eftirlitsstofnun EFTA að aðstoð, sem sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að veita, brjóti gegn 61. gr. EES-samningsins skal Samkeppniseftirlitið tilkynna það sveitarstjórn. Samkeppniseftirlitið getur fylgt eftir framkvæmd slíks úrskurðar með álagningu févítis, sbr. 3. mgr. 24. gr.
Verði að afturkalla ákvörðun um ríkisaðstoð eða annan fjárhagsstuðning úr opinberum sjóðum vegna ákvæða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skulu stjórnvöld, að undangenginni ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um endurgreiðslu, gera ráðstafanir til þess að endurheimta aðstoðina frá þiggjanda hennar. Þiggjanda aðstoðar ber að greiða vexti, sem Eftirlitsstofnun EFTA ákveður, af fjárhæð þeirri sem hann er endurkrafinn um. Vextir skulu reiknaðir frá þeim degi er þiggjanda var fengin aðstoðin til umráða og fram til þess dags að hún er endurgreidd. Afturköllun samkvæmt málsgrein þessari skapar sveitarfélagi eða ríkissjóði ekki skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem ákvörðun beinist að eða telja sig að öðru leyti bíða tjón af afturkölluninni. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2005044.html
Í 61 gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið segir um aðstoð opinberra aðila við fyrirtæki á samkeppnismarkaði: 1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila. https://www.althingi.is/lagas/nuna/1993002.html
Bjarni Jónsson, Vg og óháð
Hvernig sem samningi við Sýndarveruleika ehf. lýkur þá er ljóst að á móti hugsanlegu framlagi sveitarfélagsins verður skuldbinding af hálfu Sýndarveruleika ehf. sem að verulegu leyti vegur upp það framlag. Hvernig þessu verður nákvæmlega háttað ræðst ekki fyrr en lokið er öllum þeim viðaukum sem ráðgert er að verði gerðir við samstarfssamning sveitarfélagsins við félagið. Fyrr er ekki tímabært að senda inn tilkynningar um samninginn til Samkeppniseftirlitsins eða annað. Þess utan er nauðsynlegt að hafa hugfast að EES samningurinn og aðrar Evrópureglur heimilar í mörgum tilvikum opinbera aðstoð sé hún hófleg og fallin til þess að greiða fyrir nýsköpun og þróun atvinnulífs, einkum á svæðum þar sem þess er sérstaklega talin þörf.
Byggðarráð sammþykkir að fresta afgreiðslu tillögunnar þar til öll gögn í málinu liggja fyrir.