Minnisblað frá Deloitte ehf. - fjármálaráðgjöf, dagsett 1. maí 2018. Lagt fram minnisblað frá Deloitte ehf. þar sem áætluð eru fjárhagsleg áhrif uppsetningar sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki á Sveitarfélagið Skagafjörð, vegna samstarfssamnings við Sýndarveruleika ehf. Út frá þeim forsendum sem þar koma fram eru heildartekjur sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil vegna verkefnisins metnar á um 635 m.kr. á móti 440 m.kr. áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil. Samkvæmt minnisblaði Deloitte eru beinar tekjur sveitarfélagsins í formi útsvarstekna áætlaðar 11,2 m.kr. á ársgrundvelli. Beinar tekjur ríkisins í formi tekjuskatta lögaðila, tryggingargjalds og staðgreiðslu einstaklinga eru áætlaðar 30,3 m.kr. á ársgrundvelli. Í minnisblaðinu er byggt á greiningum Megin lögmannsstofu á áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins í tengslum við samstarfssamning við Sýndarveruleika ehf. og er hún metin á um 440 m.kr. yfir 30 ára tímabil eða að meðaltali um 14,7 m.kr. á ársgrundvelli. Megin hefur metið skuldbindingu vegna ráðstöfunar fasteigna án leigugjalds, viðhalds fasteigna og skuldbindingar vegna tveggja starfsmanna. Taka ber fram að höfundur greiningar Megins áréttar að tilgangur greiningarinnar sé að meta hámarksskuldbindingu sveitarfélagsins með samstarfssamningnum og telur sterk rök vera fyrir því að skuldbindingin sé talsvert lægri. Í minnisblaði Deloitte er jafnframt sett fram umfjöllun um óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins. Rannsóknir á óbeinum áhrifum ferðmanna eru takmarkaðar á Íslandi en höfundar minnisblaðs hafa vísað til niðurstöðu á viðfangsefninu frá Danmörku þar sem óbein áhrif ferðamanna eru metin um 47% af heildaráhrifum á ríki og sveitarfélög. Væru niðurstöður frá Danmörku lýsandi fyrir verkefnið fengist að óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins næmu 37 m.kr. á ársgrundvelli. Væri skipting fjárhagslegra áhrifa milli ríkis og sveitarfélagsins í samræmi við skiptingu beinna áhrifa væru óbein áhrif til sveitarfélagsins um 10 m.kr. á ársgrundvelli. Óvíst er þó hvernig óbeinu áhrifin munu skiptast milli ríkis og sveitarfélaga og hversu stór hluti þeirra mun falla til sveitarfélagsins. Höfundar benda einnig á að nettó áhrif gætu falið í sér minnkandi aðsókn á öðrum ferðamannastöðum en telja þó líklegra að slíkra áhrifa muni gæta utan sveitarfélagsins. Byggt á þeim forsendum sem fjallað hefur verið um hér að framan má áætla að áhrif á Sveitarfélagið Skagafjörð geti, á ársgrundvelli, numið 11,2 m.kr. í formi beinna tekna, um 10 m.kr. vegna óbeinna áhrifa og kostnaður vegna skuldbindingar sveitarfélagsins að meðaltali um 14,7 m.kr. á ári. Nettó áhrif á sveitarfélagið eru þannig áætluð jákvæð sem nemur 6,5 m.kr. á ársgrundvelli eða sem nemur 195 m.kr. yfir 30 ára samningstímabil. Bjarni Jónsson óskar bókað: Fyrirvari er settur við niðurstöður Deloitte um ávinning sveitarfélagsins af verkefninu sem virðist mjög óverulegur í ljósi þess hve mikið sveitarfélagið hyggst leggja í verkefnið, og byggjast á forsendum og gögnum sem þeim voru lögð til og ekki síst væntingum um gestafjölda sem óvíst er að gangi eftir. Ekki er gefið að tugþúsundir gesta muni sækja sýninguna. Ekki hefur verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum Sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er því ekki tækt. Enda er ekki tekið tilliti til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið, sem myndu hleypa fjárhagslegum skuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. yfir 770 milljónir ef engu er undan skotið, að mati undirritaðs. Deloitte leggur ekki mat á samantekt ofangreindra lögmannanna Megin á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. en notast við niðurstöðutölur úr samantektinni. Starfsmenn Deloitte gera í samantektinni sem meirihlutinn fékk þá til að vinna fyrir sig sérstakan fyrirvara: „Við staðfestum hvorki að upplýsingarnar séu réttar né tæmandi og ætti því ekki að treysta á gögnin sem slík. Staðfestingarvinna á umræddum upplýsingum hefur ekki verið unnin af hálfu Deloitte. Allar ályktanir og niðurstöður sem dregnar eru fram í þessu skjali endurspegla álit Deloitte, byggt á þeim gögnum sem aðgengileg voru fram að dagsetningu þessa skjals, og geta breyst án fyrirvara.“ Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Lagt fram minnisblað frá Deloitte ehf. þar sem áætluð eru fjárhagsleg áhrif uppsetningar sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki á Sveitarfélagið Skagafjörð, vegna samstarfssamnings við Sýndarveruleika ehf. Út frá þeim forsendum sem þar koma fram eru heildartekjur sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil vegna verkefnisins metnar á um 635 m.kr. á móti 440 m.kr. áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins yfir 30 ára tímabil.
Samkvæmt minnisblaði Deloitte eru beinar tekjur sveitarfélagsins í formi útsvarstekna áætlaðar 11,2 m.kr. á ársgrundvelli. Beinar tekjur ríkisins í formi tekjuskatta lögaðila, tryggingargjalds og staðgreiðslu einstaklinga eru áætlaðar 30,3 m.kr. á ársgrundvelli.
Í minnisblaðinu er byggt á greiningum Megin lögmannsstofu á áætlaðri skuldbindingu sveitarfélagsins í tengslum við samstarfssamning við Sýndarveruleika ehf. og er hún metin á um 440 m.kr. yfir 30 ára tímabil eða að meðaltali um 14,7 m.kr. á ársgrundvelli. Megin hefur metið skuldbindingu vegna ráðstöfunar fasteigna án leigugjalds, viðhalds fasteigna og skuldbindingar vegna tveggja starfsmanna. Taka ber fram að höfundur greiningar Megins áréttar að tilgangur greiningarinnar sé að meta hámarksskuldbindingu sveitarfélagsins með samstarfssamningnum og telur sterk rök vera fyrir því að skuldbindingin sé talsvert lægri.
Í minnisblaði Deloitte er jafnframt sett fram umfjöllun um óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins. Rannsóknir á óbeinum áhrifum ferðmanna eru takmarkaðar á Íslandi en höfundar minnisblaðs hafa vísað til niðurstöðu á viðfangsefninu frá Danmörku þar sem óbein áhrif ferðamanna eru metin um 47% af heildaráhrifum á ríki og sveitarfélög. Væru niðurstöður frá Danmörku lýsandi fyrir verkefnið fengist að óbein fjárhagsleg áhrif verkefnisins næmu 37 m.kr. á ársgrundvelli. Væri skipting fjárhagslegra áhrifa milli ríkis og sveitarfélagsins í samræmi við skiptingu beinna áhrifa væru óbein áhrif til sveitarfélagsins um 10 m.kr. á ársgrundvelli. Óvíst er þó hvernig óbeinu áhrifin munu skiptast milli ríkis og sveitarfélaga og hversu stór hluti þeirra mun falla til sveitarfélagsins. Höfundar benda einnig á að nettó áhrif gætu falið í sér minnkandi aðsókn á öðrum ferðamannastöðum en telja þó líklegra að slíkra áhrifa muni gæta utan sveitarfélagsins.
Byggt á þeim forsendum sem fjallað hefur verið um hér að framan má áætla að áhrif á Sveitarfélagið Skagafjörð geti, á ársgrundvelli, numið 11,2 m.kr. í formi beinna tekna, um 10 m.kr. vegna óbeinna áhrifa og kostnaður vegna skuldbindingar sveitarfélagsins að meðaltali um 14,7 m.kr. á ári. Nettó áhrif á sveitarfélagið eru þannig áætluð jákvæð sem nemur 6,5 m.kr. á ársgrundvelli eða sem nemur 195 m.kr. yfir 30 ára samningstímabil.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Fyrirvari er settur við niðurstöður Deloitte um ávinning sveitarfélagsins af verkefninu sem virðist mjög óverulegur í ljósi þess hve mikið sveitarfélagið hyggst leggja í verkefnið, og byggjast á forsendum og gögnum sem þeim voru lögð til og ekki síst væntingum um gestafjölda sem óvíst er að gangi eftir. Ekki er gefið að tugþúsundir gesta muni sækja sýninguna.
Ekki hefur verið unnin fagleg óháð úttekt á heildarskuldbindingum Sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. Minnisblað lögmanna sveitarfélagsins hjá Megin, sem unnu að sjálfri samningagerðinni og sjá um að svara fyrir hönd meirihlutans kærum og fyrirspurnum stjórnvaldsaðila vegna ólögmætrar leyndar og málsmeðferðar er því ekki tækt. Enda er ekki tekið tilliti til mikilvægra stórra og augljósra skuldbindinga og áhrifum þeirra á rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma litið, sem myndu hleypa fjárhagslegum skuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. yfir 770 milljónir ef engu er undan skotið, að mati undirritaðs.
Deloitte leggur ekki mat á samantekt ofangreindra lögmannanna Megin á heildarskuldbindingum sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika ehf. en notast við niðurstöðutölur úr samantektinni. Starfsmenn Deloitte gera í samantektinni sem meirihlutinn fékk þá til að vinna fyrir sig sérstakan fyrirvara: „Við staðfestum hvorki að upplýsingarnar séu réttar né tæmandi og ætti því ekki að treysta á gögnin sem slík. Staðfestingarvinna á umræddum upplýsingum hefur ekki verið unnin af hálfu Deloitte. Allar ályktanir og niðurstöður sem dregnar eru fram í þessu skjali endurspegla álit Deloitte, byggt á þeim gögnum sem aðgengileg voru fram að dagsetningu þessa skjals, og geta breyst án fyrirvara.“
Bjarni Jónsson, VG og óháðum