Lokahóf 2018 styrkur v. leigu
Málsnúmer 1805083
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 254. fundur - 16.05.2018
Lögð fram ósk um að leiga í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna lokahófs Körfuknattleiksdeildar Tindastóls verði felld niður. Nefndin fagnar góðum árangri meistaraflokks karla og óskar Skagfirðingum til hamingju með árangurinn og það fyrirmyndarstarf sem deildin sýnir. Nefndin samþykkir erindið.