Fara í efni

Skóladagatöl leikskóla 2018 - 2019

Málsnúmer 1805102

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 132. fundur - 05.06.2018

Skóladagatöl leikskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna skólaársins 2018 - 2019 lögð fram og samþykkt.
Eyrún Berta Guðmundsdóttir vék af fundi eftir þennan lið.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 133. fundur - 04.07.2018

Skóladagatöl leikskóla 2018 - 2019.
Á fundi fræðslunefndar þann 5. júní 2018 voru skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram og samþykkt. Samþykkt þessi hlaut síðan staðfestingu í sveitarstjórn þann 6. júní s.l. Athugasemdir bárust um framkvæmd starfsmannafunda sem leiða til þess að breyta þarf dagatalinu og er það tekið til afgreiðslu í nefndinni á nýjan leik. Foreldraráð Tröllaborgar gerir eftirfarandi athugasemd við dagatal Tröllaborgar: Foreldraráð harmar að ekki skuli vera hægt að koma starfsmannafundum og deildarfundum fyrir á skóladagatali með sama hætti og gert hefur verið síðustu ár því það skipulag hentaði foreldrum mjög vel og voru foreldrar almennt ánægðir með það. Að öðru leyti hefur foreldraráð engar athugasemdir við skóladagatalið fyrir starfsárið 2018-2019. Foreldraráð Birkilundar gerir eftirfarandi athugasemd við dagatal Birkilundar: Foreldraráð Birkilundar harmar þá ákvörðun að loka þurfi leikskólanum Birkilundi átta sinnum yfir skólaárið frá kl. 14 til að koma fyrir fundum starfsmanna. Er þetta slæmt fyrir foreldra sem vænta vistunar barna sinna til kl. 16 eða 16:15 þessa daga. Gerum við okkur grein fyrir að fara þarf eftir kjarasamningum starfsmanna og skiljum þvi ekki af hverju Sveitarfélagið Skagafjörður getur ekki greitt starfsmönnum sínum yfirvinnukaup til að geta haldið fundi eftir lokun leikskólans. Hefur fyrirkomulagið eins og það hefur verið undanfarin ár hentað vel og verið ánægja með það bæði meðal foreldra og starfsmanna. Formaður leggur til að skóladagatölin verði samþykkt eins og þau eru lögð fram nú en jafnframt endurskoðuð í tengslum við fjárhagsáætlunargerð haustið 2018 fyrir árið 2019 með tilliti til mögulegra breytinga. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
Steinunn Arnljótsdóttir, Vala Kristín Ófeigsdóttir og Sigríður Halldóra Sveinsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-4. Kristín Sigurrós Einarsdóttir sat fundinn undir liðum 4-7.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 138. fundur - 21.01.2019

Skv. ákvörðun sem tekin var á fundi nefndarinnar þann 29. október s.l. verða starfsmannafundir leikskólanna haldnir utan opnunartíma. Skóladagatölin hafa verið uppfærð með tilliti til þessa og liggja fyrir fundinum.