Fara í efni

Fyrirspurn um upprekstur hrossa á Hofsafrétt

Málsnúmer 1806255

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 200. fundur - 09.07.2018

Tekin fyrir fyrirspurn frá Stefaníu Fjólu Finnbogadóttur og Guðmundi Magnússyni um upprekstur hrossa á Hofsafrétt.

Landbúnaðarnefnd bendir á að samkvæmt samþykkt landbúnaðarnefndar frá 30. janúar 2007 og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 8. febrúar 2007 er allur upprekstur hrossa og lausaganga þeirra um afréttinn bönnuð, þar með úr ógirtum heimalöndum sem liggja að afrétt. Landgræðsla ríkisins fer með eftirlitsskyldu með framkvæmd landbótaáætlunar í Hofsafrétt samkvæmt landbóta- og landnýtingaráætlun 2016-2025 fyrir Hofsafrétt í Skagafirði.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 201. fundur - 18.10.2018

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2018 frá Stefaníu Fjólu Finnbogadóttur og Guðmundi Magnússyni varðandi upprekstur á Hofsafrétt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara erindinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum.