Fara í efni

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1807001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 832. fundur - 12.07.2018

Lögð fram tillaga að viðauka númer 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Viðaukinn er m.a.vegna breytinga á kjarasamningum við Sjúkraliðafélag Íslands, BSRB og ASÍ félög, BHM, Félag tónlistarskólakennara og Félag grunnskólakennara. Viðaukinn gerir ráð fyrir aukningu á rekstrarútgjöldum nettó upp á 11,5 milljónir króna samkvæmt meðfylgjandi greinargerð og er því mætt með lækkun á handbæru fé. Einnig er gert ráð fyrir hækkun á fjárfestingarlið eignasjóðs upp á 37 milljónir króna vegna fasteignakaupa og lækkun handbærs fjár um sömu upphæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka númer 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018.

Á 371. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2018 og lýkur 10. ágúst 2018.