Fara í efni

Fræðslunefnd - 133

Málsnúmer 1807002F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 832. fundur - 12.07.2018

Fundargerð 133. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 832. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 133 Kosning formanns fræðslunefndar 2018-2022. Tillaga að Laufey Kristín Skúladóttir verði formaður fræðslunefndar. Tillagan er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 133 Kosning varaformanns fræðslunefndar 2018-2022. Tillaga að Elín Árdís Björnsdóttir verði varaformaður fræðslunefndar. Tillagan er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 133 Kosning ritara fræðslunefndar 2018-2022. Tillaga að Jóhanna Ey Harðardóttir verði ritari fræðslunefndar. Tillagan er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 133 Skóladagatöl leikskóla 2018 - 2019.
    Á fundi fræðslunefndar þann 5. júní 2018 voru skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram og samþykkt. Samþykkt þessi hlaut síðan staðfestingu í sveitarstjórn þann 6. júní s.l. Athugasemdir bárust um framkvæmd starfsmannafunda sem leiða til þess að breyta þarf dagatalinu og er það tekið til afgreiðslu í nefndinni á nýjan leik. Foreldraráð Tröllaborgar gerir eftirfarandi athugasemd við dagatal Tröllaborgar: Foreldraráð harmar að ekki skuli vera hægt að koma starfsmannafundum og deildarfundum fyrir á skóladagatali með sama hætti og gert hefur verið síðustu ár því það skipulag hentaði foreldrum mjög vel og voru foreldrar almennt ánægðir með það. Að öðru leyti hefur foreldraráð engar athugasemdir við skóladagatalið fyrir starfsárið 2018-2019. Foreldraráð Birkilundar gerir eftirfarandi athugasemd við dagatal Birkilundar: Foreldraráð Birkilundar harmar þá ákvörðun að loka þurfi leikskólanum Birkilundi átta sinnum yfir skólaárið frá kl. 14 til að koma fyrir fundum starfsmanna. Er þetta slæmt fyrir foreldra sem vænta vistunar barna sinna til kl. 16 eða 16:15 þessa daga. Gerum við okkur grein fyrir að fara þarf eftir kjarasamningum starfsmanna og skiljum þvi ekki af hverju Sveitarfélagið Skagafjörður getur ekki greitt starfsmönnum sínum yfirvinnukaup til að geta haldið fundi eftir lokun leikskólans. Hefur fyrirkomulagið eins og það hefur verið undanfarin ár hentað vel og verið ánægja með það bæði meðal foreldra og starfsmanna. Formaður leggur til að skóladagatölin verði samþykkt eins og þau eru lögð fram nú en jafnframt endurskoðuð í tengslum við fjárhagsáætlunargerð haustið 2018 fyrir árið 2019 með tilliti til mögulegra breytinga. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson situr hjá.
  • Fræðslunefnd - 133 Fyrirspurn vegna útboðs skólaaksturs. Á fundi fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. samþykkti nefndin að bjóða út skólaakstur í dreifbýli í Skagafirði til næstu 5 ára, frá ágúst 2018 til maíloka 2023. Leitað var eftir aðstoð verkfræðistofunnar Stoðar ehf. við gerð útboðsgagna. Tvö tilboð bárust í leiðir 10.1-10.3, Þrasastaðir- Hofsós sem hvorugt uppfyllti þarfir sveitarfélagsins fyrir flutning skólabarna á þessari leið. Tilboðum beggja bjóðenda var því hafnað en þeim jafnframt gefinn kostur á að bjóða á nýjan leik með þeim skilmálum að boðin uppfylltu þarfir sveitarfélagsins fyrir skólaakstur á þessari leið. Að frumkvæði bjóðenda var samþykkt að ganga til samninga við báða aðila á grundvelli óska þeirra um samstarf og skiptingu skólaakstursins á milli sín. Fræðslunefnd vill taka fram að hún hefur mikinn skilning á aðstæðum barna í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 133 Skólaakstur í dreifbýli útboð 2018.
    Á grundvelli útboðs á skólaakstri í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar til næstu 5 ára, frá ágúst 2018 til maíloka 2023, sem hófst þann 11. maí s.l, var ákveðið að ganga til samninga við eftirfarandi:
    Björn S. Jónsson, leiðir 1.1-1.2
    Birgir þórðarson, leiðir 2.1-2.2
    HBS ehf., leiðir 3.1-3.2, 4.1-4.4 og 7.1-7.2
    Indriði Stefánsson, leiðir 6.1-6.4
    Haraldur Þór Jóhannsson, leiðir 8.1 og 9.1-9.2
    María Númadóttir, leið 10.2
    Magnús Pétursson, leiðir 9.3, 10.1 og 10.3
    Birgir Hauksson, Valagerði - Varmahlíð
    Fræðslunefnd þakkar starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir vel unnið útboð með öryggi barna í fyrirrúmi. Nefndin fagnar hertum öryggisreglum í skólaakstri. Nefndin samþykkir samninga við ofangreinda bílstjóra.
    Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
    Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 133 Tröllaborg Hofsósi. Staða framkvæmda og teikningar við nýbyggingu leikskóla kynnt fyrir fræðslunefnd. Fræðslunefnd fagnar teikningunum og framkvæmdaáætlun að fyrirhuguðum leikskóla á Hofsósi. Nefndin samþykkir fyrirlagðar teikningar og ítrekar að verkinu verði hraðað eins og kostur er svo hægt sé að bjóða verkið út sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.