Ósk um endurskoðun varðandi húsnæði Pure Natura að Háeyri 6
Málsnúmer 1807020
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 832. fundur - 12.07.2018
Á fundi byggðarráðs þann 5. júlí 2018 var lagt fram bréf frá Hildi Þóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Pure Natura ehf, dagsett 2. júlí 2018, þar sem hún óskar eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður leigi Pure Natura ehf í nokkra mánuði húsnæði það sem sveitarfélagið hyggst festa kaup á að Háeyri 6 við Sauðárkrókshöfn.
Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki eigandi hússins og hefur ekki verið leigusali Pure Natura ehf.
Byggðarráð hefur nú á þessum fundi samþykkt kaupsamning að Háeyri 6, milli Hvata ehf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fyrirvara um breyttar dagsetningar.
Fyrir liggur að samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið um að komið verið á fót fiskmarkaði við Sauðárkrókshöfn sem yrði mikið framfaraskref fyrir sveitarfélagið. Stefnt er að því að markaðurinn taki til starfa í ágúst n.k. og stendur til að sveitarfélagið muni leigja fiskmarkaðnum hluta af húsnæðinu að Háeyri 6 sem það hyggst kaupa og nota síðan hinn hlutann af því fyrir starfsemi hafnarinnar þar sem verulega þörf er komin á aukið rými fyrir starfsemi hafnarinnar sem hefur vaxið hratt. Ekki liggur fyrir hversu mikið rými fiskmarkaðurinn þarf í umræddu húsnæði en greining á því mun fara í gang í kjölfar kaupanna, þ.e. meta hvaða rými fiskmarkaðurinn þarf og hversu mikið rými höfnin þarf.
Í bréfi Pure Natura til byggðarráðs er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leigi félaginu húsnæðið tímabundið og er byggðarráð tilbúið, að lokinni umræddri þarfagreiningu, að ganga til samninga við Pure Natura um leigu fyrir þann hluta sem ætlaður er starfsemi Skagafjarðarhafna í húsnæðinu til fjögurra mánaða.
Bjarni Jónsson óskar bókað: Sveitarfélagið Skagafjörður getur verið stolt af nýsköpunarstarfinu sem verið er að byggja upp hjá Pure Natura ehf. og mikilvægt að það leitist við að greiða götu þess, sem og annarra nýsköpunarfyrirtækja sem vilja starfa í héraðinu.
Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki eigandi hússins og hefur ekki verið leigusali Pure Natura ehf.
Byggðarráð hefur nú á þessum fundi samþykkt kaupsamning að Háeyri 6, milli Hvata ehf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fyrirvara um breyttar dagsetningar.
Fyrir liggur að samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið um að komið verið á fót fiskmarkaði við Sauðárkrókshöfn sem yrði mikið framfaraskref fyrir sveitarfélagið. Stefnt er að því að markaðurinn taki til starfa í ágúst n.k. og stendur til að sveitarfélagið muni leigja fiskmarkaðnum hluta af húsnæðinu að Háeyri 6 sem það hyggst kaupa og nota síðan hinn hlutann af því fyrir starfsemi hafnarinnar þar sem verulega þörf er komin á aukið rými fyrir starfsemi hafnarinnar sem hefur vaxið hratt. Ekki liggur fyrir hversu mikið rými fiskmarkaðurinn þarf í umræddu húsnæði en greining á því mun fara í gang í kjölfar kaupanna, þ.e. meta hvaða rými fiskmarkaðurinn þarf og hversu mikið rými höfnin þarf.
Í bréfi Pure Natura til byggðarráðs er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leigi félaginu húsnæðið tímabundið og er byggðarráð tilbúið, að lokinni umræddri þarfagreiningu, að ganga til samninga við Pure Natura um leigu fyrir þann hluta sem ætlaður er starfsemi Skagafjarðarhafna í húsnæðinu til fjögurra mánaða.
Bjarni Jónsson óskar bókað: Sveitarfélagið Skagafjörður getur verið stolt af nýsköpunarstarfinu sem verið er að byggja upp hjá Pure Natura ehf. og mikilvægt að það leitist við að greiða götu þess, sem og annarra nýsköpunarfyrirtækja sem vilja starfa í héraðinu.
Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki eigandi hússins og hefur ekki verið leigusali Pure Natura ehf.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.