Ályktun v/skólaaksturs barna úr Fljótum frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta
Málsnúmer 1807048
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 832. fundur - 12.07.2018
Lagt fram bréf frá stjórn íbúa- og átthagafélags Fljóta dagsett 4. júlí 2018. Í bréfinu er ítrekuð nauðsyn þess að tryggja öryggi skólabarna í Fljótum við skólaakstur. Byggðarráð tekur undir áhyggjur bréfritara enda mikilvægt að fylgsta öryggis skólabarna sé gætt. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 134. fundur - 29.08.2018
Lögð fram ályktun stjórnar íbúa- og átthagafélags Fljóta, þar sem ítrekuð er nauðsyn þess að tryggja öryggi skólabarna í Fljótum við skólaakstur. Áhyggjur félagsins lúta að því að börn í Fljótum þurfa að skipta um bíl við gatnamót Flókadalsvegar og telur félagið nauðsynlegt að komið verði upp lýsingu við gatnamótin. Einnig ítrekar félagið að mokstur verði tryggður á útskoti við gatnamótin, þannig að tryggt sé að skólabílar komist út af veginum en þurfi ekki að stoppa á veginum sjálfum svo börn komist á milli bíla. Fræðslunefnd þakkar ábendingar félagsins og tekur undir að aðstæður til að fara á milli bifreiða þarf að tryggja með ásættanlegum hætti. Nefndin felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að skoða aðstæður með tilliti til ofangreindra ábendinga stjórnar íbúa- og átthagafélags Fljóta.