Fara í efni

Lóð 16 á Nöfum - Deiliskipulag

Málsnúmer 1807097

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 383. fundur - 10.08.2020

Ingimar Jóhannsson f.h. Sauðárkrókskirkjugarðs, leggur fram ósk um stækkun á svæði fyrir kirkjugarðinn á lóð 16, á Nöfum skv. meðfylgjandi gögnum. Óskað er eftir að umrædd stækkun verði færð inn á þéttbýlis/skipulagsuppdrátt sveitarfélagsins vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Með slíkri stækkun væri hægt að tryggja næga grafreiti fyrir næstu 10-15 ár hið minnsta.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að svæði fyrir kirkjugarð verði stækkað og mun koma þeim tillögum/áformum til skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins vegna vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.