Fara í efni

Afskráning félags - Rætur bs

Málsnúmer 1807148

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 834. fundur - 02.08.2018

Lagt fram bréf frá KPMG ehf til eignaraðila Róta bs. þar sem fram kemur að skiptasjórn hafi lokið störfum og uppgjöri sé lokið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi með öðrum eignaraðilum í Rótum bs. þann 27.janúar 2017 að slíta félaginu. Sama dag var skipuð skiptastjórn í Rótum bs. Skiptastjórn hefur nú lokið störfum og úthlutun hennar á eignum Róta bs. liggur fyrir.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir úthlutun skiptastjórnar og samþykkir að starfsemi Róta bs. verði hætt, félagið lagt niður og afmáð úr firmaskrá. Byggðarráð felur hér með KPMG ehf. að annast samskipti við firmaskrá við afskráningu félagsins.

Á 371. fundi sveitarstjórnar 27.júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 28.júní 2018 og lýkur 10.ágúst 2018.