Félags- og tómstundanefnd - 257
Málsnúmer 1808014F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 373. fundur - 19.09.2018
Fundargerð 257. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 373. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Nefndin beinir því til sviðsstjóra og starfsmanna fjölskyldusviðs að leggja fram endurskoðaða jafnréttisáætlun til fjögurra ára á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Hvatt er til þess að fulltrúar nefndarinnar sæki landsfundinn. Jafnframt verður fulltrúum ungmennaráða boðið að sækja málþingið sem ber yfirskriftina ungt fólk og jafnréttsimál. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Lagt er til að reynt verði að koma til móts við óskir um að hafa sumaropnun í Sundlauginni á Hofsósi. Ákvörðun þessi er þó háð því að fólk fáist til starfa í september og að samþykkt verði aukafjárveiting af hálfu byggðarráðs.Erindinu vísað til byggðarráðs. Jafnframt verði málið tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að laugin verði opin að einhverju leyti yfir vetrarmánuðina. Einnig leggur nefndin til að teknar verði saman upplýsingar um gestafjölda í sumar og jafnframt verði leitað eftir sjónarmiðum heimamanna um opnun laugarinnar í vetur. Sviðsstjóra og frístundastjóra falið að koma með tillögu til nefndarinnar á næsta fundi hennar. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Félagsmálastjóri kynnti málþing sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Málþingið tengist ákvæðum nýrra laga um málefni fatlaðs fólks og lögum um félagsþjónustu. Félagsmálastjóri og sérfræðingur á fjölskyldusviði munu sækja málþingið sem verður tekið upp og sett inn á heimasíðu Sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Félagsmálastjóri upplýsti að miklar breytingar munu eiga sér stað nú 1. október er breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ný lög um málefni fatlaðs fólks taka gildi. Félagsmálastjóri ásamt sérfræðingi fjölskyldusviðs mun sækja upplýsingafund sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir þar sem ýmsum spurningum um lögin verður svarað. Fundurinn verður tekinn upp og settur á heimasíðu Sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.