Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Kjör fulltrúa í stjórn Menningarseturs Skagfirðinga Varmahlíð 2018
Málsnúmer 1804191Vakta málsnúmer
2.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer
3.Fundargerðir Eyvindarstaðarheiðar ehf
Málsnúmer 1804076Vakta málsnúmer
4.Tillaga - úttekt á rekstri sveitarfélagsins
Málsnúmer 1809198Vakta málsnúmer
Gerð verði óháð úttekt á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Úttektin taki bæði mið af rekstrarlegum þáttum sem og almennu skipulagi stjórnsýslunnar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Greinargerð:
Slík úttekt á rekstri og skipulagi stjórnsýslu var gerð árið 2012 og skiluðu tillögur sem á þeirri vinnu byggðu, þá verulegri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins án þess að þær leiddu til uppsagna eða kæmu niður á þjónustu. Nauðsynlegt er að framkvæma stöðumat og endurskoða rekstur og skipulag sveitarfélagsins reglulega, líkt og gert er með einstaka stofnanir innan sveitarfélagsins, samanber grunnskóla Skagafjarðar.
Nú þegar fræðslunefnd hefur samþykkt að farið verði í úttekt á rekstri grunnskólanna, sem er einn veigamesti þáttur í rekstri sveitarfélagsins, þá er upplagt að samnýta þann úttektaraðila til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins í heild sinni.
Það er mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar og aukinnar framlegðar sveitarfélagsins og er úttekt með þessum hætti góð leið til þess.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, Vinstri græn og óháð.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls, þá Álfhildur Leifsdóttir, Bjarni Jónsson og lagði fram tillögu um að vísa málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Haraldsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóð.
Tillaga Bjarna Jónssonar um að vísa málinu til afgreiðslu byggðarráðs borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
5.Kjör fulltrúa - kjördeild VIII Heilbrigðisstofnun
Málsnúmer 1809120Vakta málsnúmer
Tilnefndir voru aðalmenn: Anna Freyja Vilhjálmsdóttir, Pétur Pétursson og Anna S Halldórsdóttir.
Varamenn: Árni Egilsson, Sigurður Karl Bjarnason og Björn Björnsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
6.Kjör fulltrúa - kjördeild VII Fljótum
Málsnúmer 1809119Vakta málsnúmer
Tilnefndir voru aðalmenn: Halldór Gunnar Hálfdánarson, Ríkharður Jónsson og Örn Albert Þórarinsson.
Varamenn: Sigurbjörg Bjarnadóttir, Íris Jónsdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
7.Kjör fulltrúa - kjördeild VI Hofsósi
Málsnúmer 1809118Vakta málsnúmer
Tilnefndir voru aðalmenn: Sigmundur Jóhannesson, Ásdís Garðarsdóttir og Bjarni K Þórisson.
Varamenn: Eiríkur F Arnarson, Dagmar Þorvaldsdóttir og Einar Einarsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
8.Kjör fulltrúa - kjördeild V Hólum
Málsnúmer 1809117Vakta málsnúmer
Tilnefndir voru aðalmenn: Haraldur Þór Jóhannsson, Hörður Jónsson og Ingibjörg Klara Helgadóttir.
Varamenn: Alda Laufey Haraldsdóttir, Jóhann Bjarnason og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
9.Kjör fulltrúa - kjördeild III Varmahlíð
Málsnúmer 1809115Vakta málsnúmer
Tilnefndir voru aðalmenn: Helgi Sigurðsson, Erna Geirsdóttir og Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir.
Varamenn: Sigfús Pétursson, Bjarni Bragason og Valdimar Sigmarsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
10.Kjör fulltrúa - kjördeild II Sauðárkrókur
Málsnúmer 1809114Vakta málsnúmer
Tilnefndir voru aðalmenn: Atli Víðir Hjartarson, Eva Sigurðardóttir og Kristjana E Jónsdóttir.
Varamenn: Gunnar Þór Sveinsson, Ásta Ólöf Jónsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
11.Kjör fulltrúa - kjördeild I á Skaga
Málsnúmer 1809113Vakta málsnúmer
Tilnefndir voru, Aðalmenn: Brynja Ólafsdóttir, Guðrún Halldóra Björnsdóttir og Steinn Rögnvaldsson.
Varamenn: Jósefína Erlendsdóttir, Jóhann E Rögnvaldson og Elín Petra Guðbrandsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
12.Kjör fulltrúa - Yfirkjörstjórn 2018
Málsnúmer 1809112Vakta málsnúmer
Fram kom tillaga um aðalmenn: Hjalti Árnason, Gunnar Sveinsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson.
Varamenn: Aldís Hilmarsdóttir, Sunna Atladóttir og Halla Þóra Másdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
13.Kjör fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Þórönnu Gunnlaugsdótturr og Halldórs Jónssonar 2018
Málsnúmer 1806083Vakta málsnúmer
Stjórn sjóðsins skipa: Sigfúsi Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Regína Valdimarsdóttir forseti sveitarstjórnar og Örn A. Þórarinsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram, samþykkt samhljóða.
14.Byggðarráð Skagafjarðar - 836
Málsnúmer 1808022FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 836 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 836. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 836 Rætt um heimsókn til Yamal-héraðs í Rússlandi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 836. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 836 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1808153. Óskað er umsagnar um umsókn Sigurðar Friðrikssonar f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt ehf., kt. 670418-0570, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Bakkaflöt, 561 Varmahlíð. Landnúmer 146198. Sótt er um leyfi fyrir 80 manns í gistingu, 100 manns í mat og að auki er sótt um leyfi fyrir 80 manns í svefnpokagistingu sem er bara á vorin þegar skólaheimsóknir eru. 5 sumarhús með gesti fyrir 2, 3 sumarhús með gesti fyrir 3, 1 sumarhús með gesti fyrir 5.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 836. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 836 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. ágúst 2018 frá FISK-Seafood ehf., þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að skipinu Klakki SK-5, skipaskrárnúmer 1472. Skipið er selt án aflahlutdeilda sem hafa verið og verða fluttar á önnur skip FISK-Seafood ehf.
Afstaða byggðarráðsmanna til þessa máls var fengin með tölvupóstssamskiptum þann 24. ágúst 2018 og kynnt forstjóra FISK-Seafood ehf. samdægurs.
Byggðarráð staðfestir fyrri afstöðu til erindisins og samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 836. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með sjö atkvæðum.
Laufey Kristín Skúladóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað að þau taka ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 836 Lögð fram svohljóðandi bókun 257. fundar félags- og tómstundanefndar þann 23. ágúst 2018:
"Lagt er til að reynt verði að koma til móts við óskir um að hafa sumaropnun í Sundlauginni á Hofsósi. Ákvörðun þessi er þó háð því að fólk fáist til starfa í september og að samþykkt verði aukafjárveiting af hálfu byggðarráðs.Erindinu vísað til byggðarráðs. Jafnframt verði málið tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar 2019."
Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 836. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 836 Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-júní 2018. Fram kemur að rekstur A og B hluta sveitarfélagsins er í góðu horfi. Heildartekjur eru 2.546 mkr. og heildargjöld eru 2.430 mkr. án innri færslna. Bókun fundar Afgreiðsla 836. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
15.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022
Málsnúmer 1809024Vakta málsnúmer
"Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022. Breytingar rekstrartekna til hækkunar eru 25.500 þús.kr. og hækkun rekstrargjalda nemur sömu fjárhæð. Breyting á rekstrarniðurstöðu er 0 kr. Í viðaukanum eru fjárfestingar Skagafjarðarveitna - hitaveitu lækkaðar um 3.000 þús.kr. og fjárfestingar eignasjóðs hækkaðar um 12.000 þús.kr. Samtals hækka fjárfestingar um 9.000 þús.kr. Lagt er til að fjárfestingunni verði mætt með lækkun handbærs fjár. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Ólafur Bjarni Haraldsson og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
Viðauki nr 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
16.Fjárhagsáætlun 2019-2023
Málsnúmer 1806288Vakta málsnúmer
"Lagður fram fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2019 fyrir A og B hluta samstæðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Gert er ráð fyrir að A-hluti sýni rekstrarafgang að fjárhæð 634 þús.kr. í árslok 2019 og samstæðan í heild 110.561 þús.kr. Byggðarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum. Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2019-2023 fari fram í sveitarstjórn þann 17. október 2018 og sú síðari þann 12. desember 2018."
Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar samþykktir framlagðan fjárhagsramma með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir einnig með níu atkvæðum, að fyrri umræða um fjárhagsáæltun 2019-2023 fari fram í sveitarstjórn þann 17. október nk. og síðari umræða þann 12. desember 2018
17.Veitunefnd - 52
Málsnúmer 1809004FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 52 Tekið var fyrir erindi frá Sigurði Jóhannssyni á Ytra-Vatni varðandi mögulega tengingu við vatnslögn Skagafjarðarveitna og áform Skagafjarðarveitna vegna hitaveitu í Efri - Byggð.
Sviðstjóra falið að kanna möguleika á tengingu við stofnlögn Skagafjarðarveitna fyrir kalt vatn.
Unnið er að 5 ára framkvæmdaáætlun varðandi hitaveituframkvæmdir í dreifbýli og verður hún kynnt síðar í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar veitunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 52 Farið var yfir 5 ára framkvæmdaáætlun hitaveituvæðingar í dreifbýli fyrir árin 2019 til 2023.
Sviðstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi áætlunarinnar.
Stefnt er á að kynna framkvæmdaáætlun síðar í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar veitunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
18.Umhverfis- og samgöngunefnd - 143
Málsnúmer 1808025FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Tekið var fyrir formlegt erindi frá FISK Seafood hf um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins. Í erindinu er gert ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði sem nær lengra fram á hafnarkantinn en núverandi byggingar. Umhverfis- og samgöngunefnd ásamt skipulags- og byggingarnefnd sátu sameiginlegan kynningarfund í húsnæði FISK Seafood þann 28. ágúst sl. þar sem farið var yfir hugmyndir um stækkun ásamt heildarskipulagi hafnarsvæðisins.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindi FISK Seafood og fagnar uppbyggingu á höfninni og áformum um eflingu starfseminnar þar. Nefndin óskar eftir ítarlegri gögnum frá fyrirtækinu. Nefndin leggur til við skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við hafnarsvæðið.
VG og óháð óska bókað undir þessum lið;
Fagna ber áformum um áframhaldandi uppbyggingu á hafnsækinni atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Hinsvegar verður að tryggja að uppbygging á hafnarsvæðinu samræmist fyrirhuguðu heildarskipulagi hafnarsvæðisins. Ekki verði farið í viðamiklar framkvæmdir fyrr en það skipulag liggur fyrir. Einnig þarf að leita álits yfirhafnarvarðar/hafnarstjóra og annarra hagsmunaaðila á umræddum framkvæmdum.
Byggðalistinn óskar bókað undir þessum lið;
Erindið er brýnt og mikilvægt að veita skýr svör um möguleika Fisk seafood til stækkunar landvinnslu húsnæðis. Byggðalistinn gerir athugasemdir við svo mikla stækkun byggingarreits í átt að bryggjukantinum, og vill leggja til að útlínur byggingarreits verði þannig að fjarlægð frá bryggjukanti verði ekki minni en 28.13 metrar.
Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarndi bókun:
Það er jákvætt þegar að fyrirtæki í Skagafirði stækka og vaxa og eru það hagsmunir Sveitarfélagsins að hér séu öflugir vinnustaðir. Umhverfis og samgöngunefnd tók vel í erind FISK Seafood og hefur óskað eftir frekari gögnum og samvinnu skipulags- og byggingarnefndar um deiliskipulag á hafnarsvæðinu.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og ítrekaði bókun VG og óháðra frá frá fundi byggðarráðs, sem hljóðar þannig:
Fagna ber áformum um áframhaldandi uppbyggingu á hafnsækinni atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Hinsvegar verður að tryggja að uppbygging á hafnarsvæðinu samræmist fyrirhuguðu heildarskipulagi hafnarsvæðisins. Ekki verði farið í viðamiklar framkvæmdir fyrr en það skipulag liggur fyrir. Einnig þarf að leita álits yfirhafnarvarðar/hafnarstjóra og annarra hagsmunaaðila á umræddum framkvæmdum.
Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með 5 atkvæðum. Laufey Kristín Skúladóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að þau sitji hjá. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Lagður var fram til samþykktar leigusamningur á milli Skagafjarðarhafna og Fiskmarkaðar Íslands vegna leigu hins síðarnefnda á hluta húsnæðis við Háeyri 6 undir starfsemi fiskmarkaðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirlagðan leigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Farið var yfir dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn. Síðustu vikur hefur verið unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar á dýpkunarskipinu Galilei frá Belgíska fyrirtækinu Jan De Nul. Dýpkaður hefur verið snúningshringur innan hafnarinnar ásamt því að dýpkað var við innsiglingu inn í höfnina. Dýpkunin gekk vel en nokkrar tafir urðu á framkvæmdum vegna fasts efnis í botni og fíns efnis á yfirborði innan hafnarinnar. Framkvæmdum lauk um síðastliðna helgi. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Lagt var fyrir erindi frá sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra vegna staðsetningu og frágangs sorpíláta við Raftahlíð á Sauðárkróki. Um er að ræða stór kör undir sorp og er staðsetning þeirra og frágangur óviðundandi út frá sjónarmiði brunavarna. Sviðstjóra er falið að finna lausn á málinu í samráði við íbúa og þjónustuaðila sorphirðu við fyrsta tækifæri. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Farið var yfir ýmsar hugmyndir á breytingum varðandi sorphirðu í dreifbýli í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
19.Umhverfis- og samgöngunefnd - 142
Málsnúmer 1808019FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 142 Fundur haldinn í húsnæði FISK Seafood á Sauðárkrókshöfn þar sem fulltrúar þess kynntu áform um stækkun húsnæðis landvinnslu fyrirtækisins.
Fundinn sátu nefndarmenn umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með sjö atkvæðum. Laufey Kristín Skúladóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
20.Skipulags- og byggingarnefnd - 329
Málsnúmer 1809002FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Sólborg Una og Sólveig Olga fóru yfir stöðu verkefnisins verndarsvæði í byggð gamli bærinn á Sauðárkróki fóru yfir drög að verndarskilmálun. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Farið yfir stöðu verkefnisins og íbúafund sem haldinn verður á Hofsósi nk mánudag 17 september kl 17. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Valdís B. Hálfdánardóttir kt. 270981-4889 og Rúnar Þ. Númason kt. 130483-5349 sækja, fyrir hönd Pardus ehf., kt. 450269-5579, um heimild til þess að stækka lóðina Suðurbraut 146673 og stofna á lóðinni byggingarreit, skv. meðfylgjandi uppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 20. ágúst 2018. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7599-01. Í umsókn kemur fram að á byggingarreitnum er fyrirhugað að reisa viðbyggingu við núverandi verkstæði sem hefur fasteignanúmer F2143691. Lóðin Suðurbraut 146673 er fjöleignahúsalóð.Meðfylgjandi umsókn er yfirlýsing Jóns Helga Pálssonar kt. 050565-4169 og Þorgils Heiðars Pálssonar kt. 110372-3029 fh. Grafaróss ehf, kt. 490606-0760, sem er eigandi fasteignar á lóðinni með fasteignanúmerið F2143692. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Fyrir liggur lóðarblað og drög að lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar Suðurgata 6. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Fyrir liggur beiðni frá þinglýstum eiganda Herjólfsstaða, landnúmer 145886, Jóhönnu Stefánsdóttur kt. 290658-4549 um að skráningu frístundahúss á jörðinni verði breytt. Húsið verði skráð íbúðarhús. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Ragnar Magnússon framkvæmdastjóri sækir, fyrir hönd Vélaval ehf. kt. 700112-1520 um lóðarstækkun lóðarinnar Varmahlíð/Norðl.vegur (178669) eða nýja lóð sunnan lóðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Pétur Örn Jóhannsson kt.020792-4189 sækir um leyfi til að breyta heimkeyrslu að lóðinni Iðutún 12 og breyta lóðarmörkum að norðanverðu. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf af Magnúsi Ingvarssyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er dagsettur 6. september 2018, númer A-099 í verki nr. 741501.Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Jón Ásbergsson kt. 310550-2489 eigandi frístundarhúss á landinu Hof land landnúmer 195048, óskar eftir heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að nefna frístundahúsið og landið sem húsið stendur á Efra-Hof. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 4. september sl. var tekið fyrir erindi FISK Seafood hf. um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins. Í erindinu er m.a gert ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði sem nær lengra fram á hafnarkantinn en núverandi byggingar. Á fundinum lagði Umhverfis- og samgöngunefndin til við Skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við hafnarsvæðið. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir sig reiðubúna til að koma að deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæðinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi verður tengiliður nefndarinnar við þessa vinnu.
Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með sjö atkvæðum. Laufey Kristín Skúladóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Lagt fram fundarboð frá Skipulagsstofnun varðandi Skipulagsdag 20. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 329. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 329 Fundargerð 75. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar 75. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018.
21.Skipulags- og byggingarnefnd - 328
Málsnúmer 1808024FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 328 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna gamla bæjarhlutans í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Verksamningur var undirritaður 25. nóvember 2016.Farið yfir stöðu verkefnisins.
Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 328 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna gamla bæjarhlutans í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna.Verksamningur var undirritaður 25. nóvember 2016. Farið yfir stöðu verkefnisins.
Bókun fundar Afgreiðsla 328. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
22.Skipulags- og byggingarnefnd - 327
Málsnúmer 1808023FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 327 Fundur haldinn í húsnæði FISK Seafood á Sauðárkrókshöfn þar sem fulltrúar þess kynntu áform um stækkun húsnæðis landvinnslu fyrirtækisins.
Fundinn sátu nefndarmenn umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.
Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með sjö atkvæðum. Laufey Kristín Skúladóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
23.Fræðslunefnd - 134
Málsnúmer 1808018FVakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir, Laufey Kristín Skúladóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Laufey Kristín Skúladóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 134 Sveitarfélagið Skagafjörður hefur kappkostað að veita börnum niður í eins árs aldur leikskólavist í héraðinu og þannig koma til móts við foreldra. Þá hefur sveitarfélagið einnig veitt svo kallaðar foreldragreiðslur til foreldra sem hvorki eiga kost á leikskólavist né hjá dagforeldrum. Um nokkurt skeið hefur verið viðvarandi biðlisti við leikskólann Ársali á Sauðárkróki og jafnframt hefur verið örðugleikum bundið að fá dagforeldra til starfa svo anna megi þeim fjölda barna, sem þarfnast dagvistunar, með tilheyrandi vandræðum fyrir foreldra. Fræðslunefnd leggur til að brugðist verði við með því að ráðast í viðbyggingu við leikskólann Ársali á Sauðárkróki, yngra stig og hefja undirbúning að slíkri byggingu hið allra fyrsta. Málinu vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar fræðslunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 134 Erindi frá foreldrum þar sem óskað er eftir að barn þeirra fái að aka með skólarútunni í leikskóla. Skv. reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli, 5. grein, er bifreiðastjóra ekki heimilt að taka aðra farþega í bílinn en grunnskólanemendur, svo sem börn í leikskóla, nema með sérstöku samþykki fræðslunefndar. Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli byggja á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglum menntamálaráðuneytisins um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009. Þar er kveðið á um skyldur sveitarfélaga til aksturs grunnskólabarna á milli heimilis og skóla sem m.a. fela í sér ábyrgð á öryggi, velferð og hagsmunum nemenda í skólaakstri. Þar af leiðir eru sveitarfélög með tryggingar hjá tryggingarfélögum gagnvart nemendum í grunnskóla en ekki gagnvart nemendum í leikskóla, enda ber sveitarfélögum ekki skylda til að annast akstur þeirra. Það er fyrst og fremst á þessum forsendum sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sett sér þá reglu að bílstjórar sem annast skólaakstur grunnskólabarna taki ekki aðra farþega í skólabílana en þá einstaklinga sem sveitarfélagið er með tryggingar fyrir. Nefndin hafnar beiðninni á grundvelli þess sem að ofan greinir og almennra öryggissjónarmiða. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar fræðslunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 134 Lögð fram ályktun stjórnar íbúa- og átthagafélags Fljóta, þar sem ítrekuð er nauðsyn þess að tryggja öryggi skólabarna í Fljótum við skólaakstur. Áhyggjur félagsins lúta að því að börn í Fljótum þurfa að skipta um bíl við gatnamót Flókadalsvegar og telur félagið nauðsynlegt að komið verði upp lýsingu við gatnamótin. Einnig ítrekar félagið að mokstur verði tryggður á útskoti við gatnamótin, þannig að tryggt sé að skólabílar komist út af veginum en þurfi ekki að stoppa á veginum sjálfum svo börn komist á milli bíla. Fræðslunefnd þakkar ábendingar félagsins og tekur undir að aðstæður til að fara á milli bifreiða þarf að tryggja með ásættanlegum hætti. Nefndin felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að skoða aðstæður með tilliti til ofangreindra ábendinga stjórnar íbúa- og átthagafélags Fljóta. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar fræðslunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 134 Lagt fram erindi foreldra í Fljótum um skólaakstur. Erindið er framhald erindis sem afgreitt var á síðast fundi fræðslunefndar. Í erindinu koma fram spurningar sem m.a. lúta að öryggi við skiptistöð í Fljótum. Sem svar við því er vísað í bókun hér að ofan sem varðar sama málefni. Að öðru leyti er vísað í útboðsgögn og reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um reglur um skólaakstur í dreifbýli, þar sem m.a. er ákvæði um ábyrgð bifreiðastjóra og ástand bifreiða gagnvart aðstæðum þegar veður eru slæm.
Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við bílstjóra um möguleika á öðrum útfærslum á akstursleiðinni og jafnframt fara ítarlega yfir öll öryggissjónarmið. Komi í ljós verulegir annmarkar á þessu fyrirkomulagi verður málið tekið upp að nýju. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar fræðslunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá. -
Fræðslunefnd - 134 Lögð er fram tillaga um að gerð verði úttekt á grunnskólum Skagafjarðar. Úttektin taki bæði mið af rekstrarlegum þáttum skólanna sem og almennu skipulagi skólahalds í Skagafirði. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á að skólar í Skagafirði séu vel búnir á allan hátt og hafi á að skipa öflugum starfsmönnum á öllum sviðum. Það er trú fræðslunefndar að svo sé enda hafa skólar í Skagafirði skarað fram úr á mörgum sviðum. Það er engu að síður mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar enda rekstur grunnskóla afar mikilvægur þáttur í þjónustu sveitarfélaga við íbúa. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar fræðslunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
-
Fræðslunefnd - 134 Lagðar fram tölur um nemendafjölda í leik- og grunnskólum Skagafjarðar skólaárið 2018-2019. Nemendafjöldi er svipaður og skólaárið 2017-2018. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar fræðslunefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
24.Félags- og tómstundanefnd - 258
Málsnúmer 1809008FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 258 Lagt fram erindi til kynningar frá Persónuvernd um notkun samfélagsmiðla. Persónuvernd beinir þeim tilmælum til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga og allra annarra opinberra aðila og einkaaðila, sem koma að starfi með börnum, að þeir noti ekki Facebook, eða sambærilega miðla, sem samskiptamiðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um ólögráða börn, hvort heldur sem um almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra er að ræða.
Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur nú að innleiðingu nýrra laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem m.a. tekur til notkunar samfélagsmiðla. Erindinu vísað til starfshóps sveitarfélagsins um innleiðingu laganna. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 258 Lagt fram erindi Maríu Óskar Ólafsdóttur um hoppubelg við sundlaug Sauðárkróks. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar þann 12. júlí 2017. Nefndin þakkar Maríu Ósk þann áhuga sem hún sýnir á að koma upp hoppubelg og lýsir vilja sínum til að koma að uppsetningu hans líkt og gert hefur verið í Varmahlíð og á Hofsósi en þar var safnað fyrir belgnum og sveitarfélagið sá um kostnað við uppsetningu. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 258 Í framhaldi af bókun nefndarinnar á fundi sínum þann 23. ágúst sl. er lagt til að sundlaugin á Sólgörðum verði opin í 10 tíma í viku yfir vetrarmánuðina. Opnunartíminn verði ákveðinn í samráði við heimamenn á svæðinu. Áætlaður kostnaður vegna þessa fram til áramóta eru rúmar 400 þúsund krónur sem teknar verða af liðum 06. Félags- og tómstundanefnd samþykkir erindið og vísar því jafnframt til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 258 Samþykkt hefur verið aukafjárveiting vegna lengri opnunar sundlaugarinnar á Hofsósi í september mánuði. Auglýsingar eftir starfsmönnum vegna þessa hafa ekki borið árangur en engu að síður er vonast er til að hægt verði að ganga frá ákvörðun um lengri opnunartíma á allra næstu dögum. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 258 Lögð fram tillaga frá Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur um hækkun hvatapeninga í 30.000 krónur frá og með 1. janúar 2019. Tillaga þessi er í góðum samhljómi við vilja meirihluta sveitarstjórnar sbr. samstarfssamning hans. Félags- og tómstundanefnd leggur áherslu á að mikilvægt er að hækkun hvatapeninga skili sér beint til heimilanna. Því er lagt til að reglur um hvatapeninga verði endurskoðaðar og jafnframt verið hafnar viðræður á milli sveitarfélagsins og UMSS um fyrirkomulag stuðnings við íþróttaiðkendur annars vegar og íþróttafélögin hins vegar. Þeirri vinnu verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og tillögur um hækkun hvatapeninga verði teknar til afgreiðslu við gerð hennar. Félags- og tómstundanefnd mun óska eftir fundi með stjórn UMSS um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 258 Rætt hefur verið um að hækka tekju- og eignamörk við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekjumörk í reglum sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning leiða til þess að fáir umsækjendur fá sérstakan húsnæðisstuðning og því ná reglurnar illa þeim tilgangi sínum að létta undir með tekjulágum leigjendum á almennum leigumarkaði. Lagt er til að félags- og tómstundanefnd feli sviðsstjóra að gera tillögu að breyttum viðmiðunarmörkum og skoði sérstaklega viðmið Íbúðalánasjóðs varðandi almennar húsnæðisbætur. Einnig verði reglurnar yfirfarnar með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins og tekin verði afstaða til verklags varðandi matsviðmið og stigagjöf. Málið verði tekið til meðferðar að nýju við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 258 Undirbúningur að gerð Jafnréttisáætlunar fyrir árin 2018-2022 er í gangi sbr. meðfylgjandi minnisblað. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að gerð áætlunarinnar og leggja fram drög að áætluninni samhliða gerð fjárhagsáætlunar. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að allar fastanefndir komi að gerð áætlunarinnar. Ítrekað er að Jafnréttisáætlun er lögbundin, stefnumótandi áætlun sem ná þarf til allrar starfsemi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 258 Tekin fyrir ein umsókn. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 258. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
25.Félags- og tómstundanefnd - 257
Málsnúmer 1808014FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Nefndin beinir því til sviðsstjóra og starfsmanna fjölskyldusviðs að leggja fram endurskoðaða jafnréttisáætlun til fjögurra ára á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Hvatt er til þess að fulltrúar nefndarinnar sæki landsfundinn. Jafnframt verður fulltrúum ungmennaráða boðið að sækja málþingið sem ber yfirskriftina ungt fólk og jafnréttsimál. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Lagt er til að reynt verði að koma til móts við óskir um að hafa sumaropnun í Sundlauginni á Hofsósi. Ákvörðun þessi er þó háð því að fólk fáist til starfa í september og að samþykkt verði aukafjárveiting af hálfu byggðarráðs.Erindinu vísað til byggðarráðs. Jafnframt verði málið tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að laugin verði opin að einhverju leyti yfir vetrarmánuðina. Einnig leggur nefndin til að teknar verði saman upplýsingar um gestafjölda í sumar og jafnframt verði leitað eftir sjónarmiðum heimamanna um opnun laugarinnar í vetur. Sviðsstjóra og frístundastjóra falið að koma með tillögu til nefndarinnar á næsta fundi hennar. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Félagsmálastjóri kynnti málþing sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Málþingið tengist ákvæðum nýrra laga um málefni fatlaðs fólks og lögum um félagsþjónustu. Félagsmálastjóri og sérfræðingur á fjölskyldusviði munu sækja málþingið sem verður tekið upp og sett inn á heimasíðu Sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 257 Félagsmálastjóri upplýsti að miklar breytingar munu eiga sér stað nú 1. október er breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ný lög um málefni fatlaðs fólks taka gildi. Félagsmálastjóri ásamt sérfræðingi fjölskyldusviðs mun sækja upplýsingafund sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir þar sem ýmsum spurningum um lögin verður svarað. Fundurinn verður tekinn upp og settur á heimasíðu Sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 257. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
26.Byggðarráð Skagafjarðar - 837
Málsnúmer 1809007FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2019 fyrir A og B hluta samstæðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Gert er ráð fyrir að A-hluti sýni rekstrarafgang að fjárhæð 634 þús.kr. í árslok 2019 og samstæðan í heild 110.561 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum.
Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2019-2023 fari fram í sveitarstjórn þann 17. október 2018 og sú síðari þann 12. desember 2018.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 Fjárhagsáætlun 2019 -2023. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lögð fram bókun 134. fundar fræðslunefndar frá 29. ágúst 2018 þar sem nefndin leggur til að ráðist verði í viðbyggingu við leikskólann Ársali á Sauðárkróki, yngra stig og undirbúningur hafinn hið allra fyrsta.
Byggðarráð samþykkir að hafin verði hönnun á viðbyggingu við leikskólann Ársali, yngra stig. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram kaupsamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Leikfélags Sauðárkróks. Sveitarfélagið selur leikfélaginu 50% óskiptan eignarhlut í fasteigninni Borgarflöt 17E, Sauðárkróki. Söluverð er 7.500.000 kr. Heimild til sölunnar er í viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðan kaupsamning. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 5. september 2018 varðandi umsögn sambandsins um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun. Umsagnir um frumvarpið má sjá í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1809106 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 11. september 2018. Óskað er umsagnar um umsókn Flugu ehf., um tækifærisleyfi skv. 17.gr. laga nr. 85/2007 vegna Laufskálaréttardansleiks sem fyrirhugað er að halda þann 29. september 2018 í Reiðhöllinni Svaðastöðum, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022. Breytingar rekstrartekna til hækkunar eru 25.500 þús.kr. og hækkun rekstrargjalda nemur sömu fjárhæð. Breyting á rekstrarniðurstöðu er 0 kr.
Í viðaukanum eru fjárfestingar Skagafjarðarveitna - hitaveitu lækkaðar um 3.000 þús.kr. og fjárfestingar eignasjóðs hækkaðar um 12.000 þús.kr. Samtals hækka fjárfestingar um 9.000 þús.kr. Lagt er til að fjárfestingunni verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um landskipti úr landi Borgareyjar, landnúmer 146150 samkvæmt framlögðum uppdrætti. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 27. ágúst 2018 þar sem tilkynnt er um fasteignamat 2019. Fasteignamat í Sveitarfélaginu Skagafirði hækkar um 11,9% og landmat um 10,6% frá árinu 2018. Heildar fasteignamat á landinu hækkar um 12,8% og landmat um 13,7%. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að lóð 40 á Nöfum verði auglýst laus til leigu. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram til kynningar ársreikningur Tímatákns ehf. fyrir árið 2017. Einnig lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar þann 11. september 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Tímatákns ehf. frá 11. september 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur 3. september 2018 þar sem vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 837 Lagður fram til kynningar ársreikningur Skagfirskra leiguíbúða hses. fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 837. fundar byggðarráðs staðfest á 373. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 18:28.
Aðalmenn: Einar E Einarsson, Gunnsteinn Björnsson, Ari Jóhann Sigurðsson, Björg Baldursdóttir og Stefán Gísli Haraldssson.
Varamenn: Axel Kárason, Haraldur Þór Jóhannsson, S. Ebba Kristjánsdóttir, Helga Rós Indriðadóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.