Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 143

Málsnúmer 1808025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 373. fundur - 19.09.2018

Fundargerð 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 373. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Tekið var fyrir formlegt erindi frá FISK Seafood hf um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins. Í erindinu er gert ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði sem nær lengra fram á hafnarkantinn en núverandi byggingar. Umhverfis- og samgöngunefnd ásamt skipulags- og byggingarnefnd sátu sameiginlegan kynningarfund í húsnæði FISK Seafood þann 28. ágúst sl. þar sem farið var yfir hugmyndir um stækkun ásamt heildarskipulagi hafnarsvæðisins.
    Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindi FISK Seafood og fagnar uppbyggingu á höfninni og áformum um eflingu starfseminnar þar. Nefndin óskar eftir ítarlegri gögnum frá fyrirtækinu. Nefndin leggur til við skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við hafnarsvæðið.

    VG og óháð óska bókað undir þessum lið;
    Fagna ber áformum um áframhaldandi uppbyggingu á hafnsækinni atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Hinsvegar verður að tryggja að uppbygging á hafnarsvæðinu samræmist fyrirhuguðu heildarskipulagi hafnarsvæðisins. Ekki verði farið í viðamiklar framkvæmdir fyrr en það skipulag liggur fyrir. Einnig þarf að leita álits yfirhafnarvarðar/hafnarstjóra og annarra hagsmunaaðila á umræddum framkvæmdum.

    Byggðalistinn óskar bókað undir þessum lið;
    Erindið er brýnt og mikilvægt að veita skýr svör um möguleika Fisk seafood til stækkunar landvinnslu húsnæðis. Byggðalistinn gerir athugasemdir við svo mikla stækkun byggingarreits í átt að bryggjukantinum, og vill leggja til að útlínur byggingarreits verði þannig að fjarlægð frá bryggjukanti verði ekki minni en 28.13 metrar.



    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarndi bókun:
    Það er jákvætt þegar að fyrirtæki í Skagafirði stækka og vaxa og eru það hagsmunir Sveitarfélagsins að hér séu öflugir vinnustaðir. Umhverfis og samgöngunefnd tók vel í erind FISK Seafood og hefur óskað eftir frekari gögnum og samvinnu skipulags- og byggingarnefndar um deiliskipulag á hafnarsvæðinu.

    Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og ítrekaði bókun VG og óháðra frá frá fundi byggðarráðs, sem hljóðar þannig:
    Fagna ber áformum um áframhaldandi uppbyggingu á hafnsækinni atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Hinsvegar verður að tryggja að uppbygging á hafnarsvæðinu samræmist fyrirhuguðu heildarskipulagi hafnarsvæðisins. Ekki verði farið í viðamiklar framkvæmdir fyrr en það skipulag liggur fyrir. Einnig þarf að leita álits yfirhafnarvarðar/hafnarstjóra og annarra hagsmunaaðila á umræddum framkvæmdum.

    Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með 5 atkvæðum. Laufey Kristín Skúladóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að þau sitji hjá.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Lagður var fram til samþykktar leigusamningur á milli Skagafjarðarhafna og Fiskmarkaðar Íslands vegna leigu hins síðarnefnda á hluta húsnæðis við Háeyri 6 undir starfsemi fiskmarkaðar.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirlagðan leigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Farið var yfir dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn. Síðustu vikur hefur verið unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar á dýpkunarskipinu Galilei frá Belgíska fyrirtækinu Jan De Nul. Dýpkaður hefur verið snúningshringur innan hafnarinnar ásamt því að dýpkað var við innsiglingu inn í höfnina. Dýpkunin gekk vel en nokkrar tafir urðu á framkvæmdum vegna fasts efnis í botni og fíns efnis á yfirborði innan hafnarinnar. Framkvæmdum lauk um síðastliðna helgi. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Lagt var fyrir erindi frá sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra vegna staðsetningu og frágangs sorpíláta við Raftahlíð á Sauðárkróki. Um er að ræða stór kör undir sorp og er staðsetning þeirra og frágangur óviðundandi út frá sjónarmiði brunavarna. Sviðstjóra er falið að finna lausn á málinu í samráði við íbúa og þjónustuaðila sorphirðu við fyrsta tækifæri. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 143 Farið var yfir ýmsar hugmyndir á breytingum varðandi sorphirðu í dreifbýli í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 19. september 2018 með níu atkvæðum.