Fara í efni

Formlegt erindi um stækkun á húsnæði landvinnslu Fisk Seafood

Málsnúmer 1808093

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 141. fundur - 20.08.2018

Lagt var fyrir nefndina erindi frá FISK Seafood hf. um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins.
Nefndin óskar eftir kynningarfundi þar sem áformin verða kynnt nefndarmönnum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 142. fundur - 28.08.2018

Fundur haldinn í húsnæði FISK Seafood á Sauðárkrókshöfn þar sem fulltrúar þess kynntu áform um stækkun húsnæðis landvinnslu fyrirtækisins.
Fundinn sátu nefndarmenn umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 327. fundur - 28.08.2018

Fundur haldinn í húsnæði FISK Seafood á Sauðárkrókshöfn þar sem fulltrúar þess kynntu áform um stækkun húsnæðis landvinnslu fyrirtækisins.
Fundinn sátu nefndarmenn umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 143. fundur - 04.09.2018

Tekið var fyrir formlegt erindi frá FISK Seafood hf um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins. Í erindinu er gert ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði sem nær lengra fram á hafnarkantinn en núverandi byggingar. Umhverfis- og samgöngunefnd ásamt skipulags- og byggingarnefnd sátu sameiginlegan kynningarfund í húsnæði FISK Seafood þann 28. ágúst sl. þar sem farið var yfir hugmyndir um stækkun ásamt heildarskipulagi hafnarsvæðisins.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindi FISK Seafood og fagnar uppbyggingu á höfninni og áformum um eflingu starfseminnar þar. Nefndin óskar eftir ítarlegri gögnum frá fyrirtækinu. Nefndin leggur til við skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við hafnarsvæðið.

VG og óháð óska bókað undir þessum lið;
Fagna ber áformum um áframhaldandi uppbyggingu á hafnsækinni atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Hinsvegar verður að tryggja að uppbygging á hafnarsvæðinu samræmist fyrirhuguðu heildarskipulagi hafnarsvæðisins. Ekki verði farið í viðamiklar framkvæmdir fyrr en það skipulag liggur fyrir. Einnig þarf að leita álits yfirhafnarvarðar/hafnarstjóra og annarra hagsmunaaðila á umræddum framkvæmdum.

Byggðalistinn óskar bókað undir þessum lið;
Erindið er brýnt og mikilvægt að veita skýr svör um möguleika Fisk seafood til stækkunar landvinnslu húsnæðis. Byggðalistinn gerir athugasemdir við svo mikla stækkun byggingarreits í átt að bryggjukantinum, og vill leggja til að útlínur byggingarreits verði þannig að fjarlægð frá bryggjukanti verði ekki minni en 28.13 metrar.



Skipulags- og byggingarnefnd - 329. fundur - 12.09.2018

Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 4. september sl. var tekið fyrir erindi FISK Seafood hf. um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins. Í erindinu er m.a gert ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði sem nær lengra fram á hafnarkantinn en núverandi byggingar. Á fundinum lagði Umhverfis- og samgöngunefndin til við Skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við hafnarsvæðið. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir sig reiðubúna til að koma að deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæðinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi verður tengiliður nefndarinnar við þessa vinnu.