Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál
Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer
2.Formlegt erindi um stækkun á húsnæði landvinnslu Fisk Seafood
Málsnúmer 1808093Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir nefndina erindi frá FISK Seafood hf. um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins.
Nefndin óskar eftir kynningarfundi þar sem áformin verða kynnt nefndarmönnum.
Nefndin óskar eftir kynningarfundi þar sem áformin verða kynnt nefndarmönnum.
3.Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018
Málsnúmer 1804077Vakta málsnúmer
Dýpkunarskipið Galilei er komið til Sauðárkrókshafnar og mun hefja dýpkun á næstu dögum. Alls verða dýpkaðir um 60.000m3 í innsiglingu og á snúningssvæði innan hafnar.
4.Snjómokstur Sauðárkróki
Málsnúmer 1807003Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn erindi frá Vinnuvélum Símonar ehf. um framlengingu á samningi vegna snjómoksturs á Sauðárkóki.
Nefndin felur sviðstjóra að framlengja samning um snjómokstur á Sauðárkóki um 1 ár.
Nefndin felur sviðstjóra að framlengja samning um snjómokstur á Sauðárkóki um 1 ár.
5.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis
Málsnúmer 1807128Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Í erindinu vekur Umhverfisstofnun athygli á gildandi lögum og reglugerðum sem þetta varðar og beinir því til sveitarfélaga að vera vakandi fyrir óheimilum auglýsingum.
6.Kynningarfundur umhverfis- og auðlindaráðherra um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi
Málsnúmer 1808026Vakta málsnúmer
Lagður var fyrir tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna kynningarfunda umhverfis- og auðlindaráðherra um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi. Stofnuninni er ætlað að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúverndar. Kynningarfundur verður haldinn á Akureyri 23. ágúst nk.
7.Reglugerð um starfsemi slökkviliða
Málsnúmer 1807166Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar nýsamþykkt reglugerð um starfsemi slökkviliða.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Stefnt er að því að halda áfram vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins.
Þessi liður fundarins var sameiginlegur með skipulags- og bygginganefnd.