Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

141. fundur 20. ágúst 2018 kl. 11:00 - 12:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Stefán Vagn Stefánsson
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Farið var yfir skipulagsmál Sauðárkrókshafnar. M.a. var farið yfir drög að skipulagsuppdrætti frá 2010 ásamt tillögum Vegagerðarinnar um stækkun hafnarinnar.
Stefnt er að því að halda áfram vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins.
Þessi liður fundarins var sameiginlegur með skipulags- og bygginganefnd.

2.Formlegt erindi um stækkun á húsnæði landvinnslu Fisk Seafood

Málsnúmer 1808093Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina erindi frá FISK Seafood hf. um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins.
Nefndin óskar eftir kynningarfundi þar sem áformin verða kynnt nefndarmönnum.

3.Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018

Málsnúmer 1804077Vakta málsnúmer

Dýpkunarskipið Galilei er komið til Sauðárkrókshafnar og mun hefja dýpkun á næstu dögum. Alls verða dýpkaðir um 60.000m3 í innsiglingu og á snúningssvæði innan hafnar.

4.Snjómokstur Sauðárkróki

Málsnúmer 1807003Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Vinnuvélum Símonar ehf. um framlengingu á samningi vegna snjómoksturs á Sauðárkóki.
Nefndin felur sviðstjóra að framlengja samning um snjómokstur á Sauðárkóki um 1 ár.

5.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis

Málsnúmer 1807128Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Í erindinu vekur Umhverfisstofnun athygli á gildandi lögum og reglugerðum sem þetta varðar og beinir því til sveitarfélaga að vera vakandi fyrir óheimilum auglýsingum.

6.Kynningarfundur umhverfis- og auðlindaráðherra um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi

Málsnúmer 1808026Vakta málsnúmer

Lagður var fyrir tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna kynningarfunda umhverfis- og auðlindaráðherra um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi. Stofnuninni er ætlað að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúverndar. Kynningarfundur verður haldinn á Akureyri 23. ágúst nk.

7.Reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 1807166Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar nýsamþykkt reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Fundi slitið - kl. 12:30.