Fara í efni

Málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 1808107

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 257. fundur - 23.08.2018

Félagsmálastjóri kynnti málþing sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Málþingið tengist ákvæðum nýrra laga um málefni fatlaðs fólks og lögum um félagsþjónustu. Félagsmálastjóri og sérfræðingur á fjölskyldusviði munu sækja málþingið sem verður tekið upp og sett inn á heimasíðu Sambandsins.