Fara í efni

Sundlaugin á Sólgörðum haust 2018

Málsnúmer 1808125

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 257. fundur - 23.08.2018

Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að laugin verði opin að einhverju leyti yfir vetrarmánuðina. Einnig leggur nefndin til að teknar verði saman upplýsingar um gestafjölda í sumar og jafnframt verði leitað eftir sjónarmiðum heimamanna um opnun laugarinnar í vetur. Sviðsstjóra og frístundastjóra falið að koma með tillögu til nefndarinnar á næsta fundi hennar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 258. fundur - 13.09.2018

Í framhaldi af bókun nefndarinnar á fundi sínum þann 23. ágúst sl. er lagt til að sundlaugin á Sólgörðum verði opin í 10 tíma í viku yfir vetrarmánuðina. Opnunartíminn verði ákveðinn í samráði við heimamenn á svæðinu. Áætlaður kostnaður vegna þessa fram til áramóta eru rúmar 400 þúsund krónur sem teknar verða af liðum 06. Félags- og tómstundanefnd samþykkir erindið og vísar því jafnframt til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, sat fundinn undir þessum lið.