Skólaakstur - leikskóli
Málsnúmer 1808157
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 134. fundur - 29.08.2018
Erindi frá foreldrum þar sem óskað er eftir að barn þeirra fái að aka með skólarútunni í leikskóla. Skv. reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli, 5. grein, er bifreiðastjóra ekki heimilt að taka aðra farþega í bílinn en grunnskólanemendur, svo sem börn í leikskóla, nema með sérstöku samþykki fræðslunefndar. Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli byggja á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglum menntamálaráðuneytisins um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009. Þar er kveðið á um skyldur sveitarfélaga til aksturs grunnskólabarna á milli heimilis og skóla sem m.a. fela í sér ábyrgð á öryggi, velferð og hagsmunum nemenda í skólaakstri. Þar af leiðir eru sveitarfélög með tryggingar hjá tryggingarfélögum gagnvart nemendum í grunnskóla en ekki gagnvart nemendum í leikskóla, enda ber sveitarfélögum ekki skylda til að annast akstur þeirra. Það er fyrst og fremst á þessum forsendum sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sett sér þá reglu að bílstjórar sem annast skólaakstur grunnskólabarna taki ekki aðra farþega í skólabílana en þá einstaklinga sem sveitarfélagið er með tryggingar fyrir. Nefndin hafnar beiðninni á grundvelli þess sem að ofan greinir og almennra öryggissjónarmiða.
Anna Jóna Guðmundsdóttir og Anna Árnína Stefánsdóttir sátu fundinn undir lið 1-2.