Fara í efni

Viðbygging við Ársali

Málsnúmer 1808183

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 134. fundur - 29.08.2018

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur kappkostað að veita börnum niður í eins árs aldur leikskólavist í héraðinu og þannig koma til móts við foreldra. Þá hefur sveitarfélagið einnig veitt svo kallaðar foreldragreiðslur til foreldra sem hvorki eiga kost á leikskólavist né hjá dagforeldrum. Um nokkurt skeið hefur verið viðvarandi biðlisti við leikskólann Ársali á Sauðárkróki og jafnframt hefur verið örðugleikum bundið að fá dagforeldra til starfa svo anna megi þeim fjölda barna, sem þarfnast dagvistunar, með tilheyrandi vandræðum fyrir foreldra. Fræðslunefnd leggur til að brugðist verði við með því að ráðast í viðbyggingu við leikskólann Ársali á Sauðárkróki, yngra stig og hefja undirbúning að slíkri byggingu hið allra fyrsta. Málinu vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 837. fundur - 13.09.2018

Lögð fram bókun 134. fundar fræðslunefndar frá 29. ágúst 2018 þar sem nefndin leggur til að ráðist verði í viðbyggingu við leikskólann Ársali á Sauðárkróki, yngra stig og undirbúningur hafinn hið allra fyrsta.
Byggðarráð samþykkir að hafin verði hönnun á viðbyggingu við leikskólann Ársali, yngra stig.