Borgarey 146150 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1808200
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 837. fundur - 13.09.2018
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um landskipti úr landi Borgareyjar, landnúmer 146150 samkvæmt framlögðum uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd - 331. fundur - 26.09.2018
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sækir fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349 um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 4,6 ha. spildu út úr jörðinni Borgarey, landnúmer 146150. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 26.10.2016. Uppdrátturinn er í verki númer 561001 nr. S03, gerður á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Öll hlunnindi fylgja landnúmerinu 146150. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.