Fara í efni

Húsaleigusamningur - Háeyri 6

Málsnúmer 1809013

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 143. fundur - 04.09.2018

Lagður var fram til samþykktar leigusamningur á milli Skagafjarðarhafna og Fiskmarkaðar Íslands vegna leigu hins síðarnefnda á hluta húsnæðis við Háeyri 6 undir starfsemi fiskmarkaðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirlagðan leigusamning.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 175. fundur - 28.12.2020

Verulegar framkvæmdir hafa verið á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar á árinu sem er að líða. Búið er að malbika stór svæði og verið er að girða af gámageymslusvæði til að uppfylla kröfur vegna Schengen-samstarfsins. Öll aðstaða á höfninni hefur batnað stórlega sem gerir kleift að auka enn frekar umskipun í höfninni. Fyrir liggur ákvörðun Samgönguráðuneytis á fjárveitingu til kaupa á nýjum hafnsögubáti og verið að leita að heppilegum bát í því skyni fyrir höfnina.
Lagt er til að fasteignin Háeyri 6 verði seld og andvirði eignarinnar látnar ganga upp í framangreindar fjárfestingar. Hafnastjóra er falið að segja upp gildandi leigusamningi og hlutast til um sölu á eigninni.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.