Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

175. fundur 28. desember 2020 kl. 10:15 - 12:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá brunavarna 2021

Málsnúmer 2011161Vakta málsnúmer

Lögð var fram ákvörðun byggðarráðs frá 24.11.2020 um 2,5% hækkun gjaldskrár brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Svavar Birgisson sat þennan lið.

2.Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2021

Málsnúmer 2011160Vakta málsnúmer

Lögð var fram ákvörðun byggðarráðs frá 24.11.2020 um 2,5% hækkun gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónustu Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Svavar Birgisson sat þennan lið

3.Hafnasambandsþing 2020

Málsnúmer 2007036Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing fór fram á rafrænum fundi 27. nóvember. Farið verður yfir helstu málefni þingsins er varða Skagafjarðarhafnir.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir helstu atriði sem komu fram á þinginu er varða Skagafjarðarhafnir.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

4.Húsaleigusamningur - Háeyri 6

Málsnúmer 1809013Vakta málsnúmer

Verulegar framkvæmdir hafa verið á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar á árinu sem er að líða. Búið er að malbika stór svæði og verið er að girða af gámageymslusvæði til að uppfylla kröfur vegna Schengen-samstarfsins. Öll aðstaða á höfninni hefur batnað stórlega sem gerir kleift að auka enn frekar umskipun í höfninni. Fyrir liggur ákvörðun Samgönguráðuneytis á fjárveitingu til kaupa á nýjum hafnsögubáti og verið að leita að heppilegum bát í því skyni fyrir höfnina.
Lagt er til að fasteignin Háeyri 6 verði seld og andvirði eignarinnar látnar ganga upp í framangreindar fjárfestingar. Hafnastjóra er falið að segja upp gildandi leigusamningi og hlutast til um sölu á eigninni.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

5.Hafnsögubátur

Málsnúmer 1811133Vakta málsnúmer

Dagur Þór hafnastjóri fer yfir nýjustu upplýsingar um stöðu fjárveitinga til kaupa á hafnsögubáti.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

Fundi slitið - kl. 12:00.