Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 839

Málsnúmer 1809026F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 374. fundur - 18.10.2018

Fundargerð 839. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 839 Lögð fram tillaga um óbreytta hlutfallstölu útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2019, þ.e. 14,52%.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðar nr. 15 "Útsvarshlutfall árið 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 839 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar til og með júlí 2018. Reksturinn stenst vel áætlun tímabilsins bæði tekna og gjaldamegin. Bókun fundar Afgreiðsla 839. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 839 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. september 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi samantekt ráðuneytisins um lögmæt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mrg. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Bókun fundar Afgreiðsla 839. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.