Hvatapeningar - tillaga um hækkun
Málsnúmer 1809132
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 258. fundur - 13.09.2018
Lögð fram tillaga frá Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur um hækkun hvatapeninga í 30.000 krónur frá og með 1. janúar 2019. Tillaga þessi er í góðum samhljómi við vilja meirihluta sveitarstjórnar sbr. samstarfssamning hans. Félags- og tómstundanefnd leggur áherslu á að mikilvægt er að hækkun hvatapeninga skili sér beint til heimilanna. Því er lagt til að reglur um hvatapeninga verði endurskoðaðar og jafnframt verið hafnar viðræður á milli sveitarfélagsins og UMSS um fyrirkomulag stuðnings við íþróttaiðkendur annars vegar og íþróttafélögin hins vegar. Þeirri vinnu verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og tillögur um hækkun hvatapeninga verði teknar til afgreiðslu við gerð hennar. Félags- og tómstundanefnd mun óska eftir fundi með stjórn UMSS um málið.
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, sat fundinn undir þessum lið.