Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2019 - málaflokkur 11 og 13 - Landbúnaðarnefnd

Málsnúmer 1809234

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 201. fundur - 18.10.2018

Lagðar fram upplýsingar um ramma fjárhagsáætlunar 2019 fyrir landbúnaðarmál undir málaflokki 13 og vegna minka- og refaeyðingu undir málaflokki 11700.
Landbúnaðarnefnd beinir því til eignasjóðs að huga að ástandi og viðhaldsþörf rétta í sveitarfélaginu og gera ráð fyrir fjármagni til þeirra í fjárhagsáætlun 2019. Einnig vill landbúnaðarnefnd óska eftir því við byggðarráð að sett verði aukið fé í minka- og refaeyðingu þar sem fram hafa komið vísbendingar stækkun minkastofnsins.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 202. fundur - 27.11.2018

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir málaflokk 11700 Minka- og refaeyðing og málaflokk 13 - landbúnaðarmál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2019 og vísar þeim til byggðarráðs.