Fara í efni

Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 2022 - auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 1809275

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 849. fundur - 10.12.2018

Lagt fram bréf frá stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar dagsett 7. desember 2018 varðandi umsókn sambandsins UMFÍ til að halda Unglingalandsmót UMFÍ árin 2021 og 2022. Sótt er um bæði mótin í þeirri von um að fá að halda annað þeirra. Sækist stjórn UMSS eftir stuðningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna umsóknanna um mótin.
Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn Ungmennasambands Skagafjarðar um unglingalandsmótin árin 2021 og 2022. Landsmótin sem haldin hafa verið í Skagafirði hafa tekist einstaklega vel og umgjörð þeirra verið með því besta sem gerist á landinu og fagnar byggðarráð því áformum UMSS.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 923. fundur - 15.07.2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá formanni UMSS þar sem hún upplýsti um samtal við formann UMFÍ þar sem tilkynnt var um að unglingalandsmót UMFÍ sem vera átti á Selfossi í sumar yrði frestað um ár vegna Covid-19. Sú ákvörðun hefur þau áhrif að unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki frestast einnig um eitt ár.