Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Gjaldskrá húsaleigu 2019
Málsnúmer 1812079Vakta málsnúmer
2.Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 1809133Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning sem taki gildi frá 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir framlög drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðnig og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlög drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðnig og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
3.Heilsuræktarstyrkur 2019
Málsnúmer 1812048Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að reglum um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins með gildistöku 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
4.Viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum
Málsnúmer 1812076Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta, dagsettur 7. desember 2018 þar stjórnin fer þess á leit, að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 verði sett fjármagn í þær úrbætur á sundlauginni á Sólgörðum sem eru mest aðkallandi.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2019.
5.Fjárhagsáætlun 2019-2023
Málsnúmer 1806288Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun 2019-2023 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2019-2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2019-2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6.Styrkbeiðni Neytendasamtölkin
Málsnúmer 1812012Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum, dagsett 27. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir 20.000 kr. styrk til starfsemi samtakanna á árinu 2019.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk til samtakanna og taka af fjárhagslið 21890.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk til samtakanna og taka af fjárhagslið 21890.
7.Afskriftarbeiðni
Málsnúmer 1812056Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi afskrift á óinnheimtu útsvari sem er undir viðmiðunarfjárhæð í milliríkjainnheimtu. Höfuðstólsfjárhæð 12.059 kr. Samtals afskrift 13.954 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda afskriftarbeiðni.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda afskriftarbeiðni.
8.Beiðni um lækkun fasteignaskatts
Málsnúmer 1812033Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
9.Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 2022 - auglýst eftir umsóknum
Málsnúmer 1809275Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar dagsett 7. desember 2018 varðandi umsókn sambandsins UMFÍ til að halda Unglingalandsmót UMFÍ árin 2021 og 2022. Sótt er um bæði mótin í þeirri von um að fá að halda annað þeirra. Sækist stjórn UMSS eftir stuðningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna umsóknanna um mótin.
Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn Ungmennasambands Skagafjarðar um unglingalandsmótin árin 2021 og 2022. Landsmótin sem haldin hafa verið í Skagafirði hafa tekist einstaklega vel og umgjörð þeirra verið með því besta sem gerist á landinu og fagnar byggðarráð því áformum UMSS.
Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn Ungmennasambands Skagafjarðar um unglingalandsmótin árin 2021 og 2022. Landsmótin sem haldin hafa verið í Skagafirði hafa tekist einstaklega vel og umgjörð þeirra verið með því besta sem gerist á landinu og fagnar byggðarráð því áformum UMSS.
10.Tillaga - úttekt á rekstri sveitarfélagsins
Málsnúmer 1809198Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að semja um fjárhagslega úttekt á fjölskyldusviði sveitarfélagsins.
11.Íbúðarhúsnæði fyrir sveitarfélög kynning Hrafnshóll ehf
Málsnúmer 1811301Vakta málsnúmer
Fulltrúar frá fyrirtækinu Hrafnshóli ehf. komu á fundinn til að kynna hugmyndir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.
Fundi slitið - kl. 12:35.
Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. á mánuði. Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 kr./m² og að hámarki 140.223 kr. á mánuði. Leiguverð tekur verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020.
Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.
Greinargerð:
Leigutekjur Félagsíbúða Skagafjarðar hafa aldrei staðið undir reglulegum rekstri og viðhaldi fasteiganna auk þess sem handbært fé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgunum lána. Með þessari tillögu er verið að færa leiguverð sem næst markaðsverði sem er 1.454 kr./m² samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands þann 7. desember 2018. Áætlað er að þessi hækkun muni nema um 7 mkr. á árinu 2019 og minnka áætlaðan hallarekstur úr 15 mkr. í 8 mkr.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda breytingu með tveimur atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.