Beiðni um fund vegna málefna eldri borgara í Fljótum
Málsnúmer 1809360
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 260. fundur - 01.11.2018
Farið var yfir fund sem haldin var á Ketilási fimmtudaginn 25. október s.l. með íbúa- og átthagafélagi Fljóta og starfsmönnum sveitarfélagsins. Tilgangur fundarins var að kynna eldri borgurum svæðisins lögbundnar skyldur sveitarfélagsins. Sveitarfélaginu er skylt skv. lögum að tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi og eru eldri borgarar í Fljótum hvattir til þess að skoða hvort það sé áhugi fyrir því að koma upp félagsstarfi í Fljótum. Sviðstjóra og félagsmálastjóra er falið að fylgja eftir umræðum fundarins í Fljótum.