Bréf sveitarstjóra til nefnda v jafnréttisáætlunar
Málsnúmer 1810007
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 259. fundur - 02.10.2018
Formaður og Gunnar Sandholt kynntu niðurstöður landsfundar jafnréttisnefnda sem og bréf sveitarstjóra til fastanefnda sveitarfélagsins þar sem óskað er eftir ábendingum og athugasemdum við gerð jafnréttisáætlunar. Athugasemdum skal skila til félags- og tómstundanefndar fyrir 1. nóvember n.k.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Sandholt sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 145. fundur - 04.10.2018
Tekið var fyrir erindi frá Sveitarstjóra varðandi jafnréttisáætlun.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 841. fundur - 16.10.2018
Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018.
Byggðarráð fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Byggðarráð fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 201. fundur - 18.10.2018
Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018.
Landbúnaðarnefnd fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 136. fundur - 29.10.2018
Fræðslunefnd leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla skv. lögum nr. 19/2008 um kynjasamþættingu á öllum sviðum sveitafélagsins. Mikilvægt er að nálgast jafnrétti sem réttlætismál sem og mikilvægt hagsmunamál fyrir samfélagið í heild. Það er mikilvægt að karlar og konur fái sömu tækifæri til starfa fyrir sveitafélagið sem tengjast fræðslumálum. Staða kynjanna verður að vera jöfn hvað varðar kjör, vinnutíma, samþættingu atvinnu og einkalífs sem og í viðbragðsáætlun gegn áreiti, ofbeldi og einelti. Jafnrétti á að ríkja í þjónustu við íbúa, nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskólum héraðsins. Fræðslunefnd leggur líka áherslu á að aðstaða, umhverfi og framboð náms, frístundastarfs og íþrótta fyrir alla, óháð kyni, sé jafnt og hvetur alla þá sem koma að starfi með börnum og unglingum til að vinna markvisst að jöfnum tækifærum kynjanna. Fræðslunefnd hvetur aðrar nefndir sveitarfélagsins, stjórnendur og samfélagið allt til að taka meðvitaða afstöðu gegn mismunun og með jafnrétti í öllum sínum störfum.
Áheynarfulltrúar voru: Guðbjörg Óskarsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Anna Á. Stefánsdóttir, Sveinn Sigurbjörnsson, Hanna Dóra Björnsdóttir og Einarína Einarsdóttir.
Skipulags- og byggingarnefnd - 333. fundur - 08.11.2018
Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018. Skipulags- og byggignarnefnd fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.