Landbúnaðarnefnd - 201
Málsnúmer 1810010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 375. fundur - 14.11.2018
Fundargerð 201. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2018 frá Stefaníu Fjólu Finnbogadóttur og Guðmundi Magnússyni varðandi upprekstur á Hofsafrétt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara erindinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2018 frá Hilmari Símonarsyni þar sem hann segir upp leigusamningi um spildu númer 20 á Hofsósi fyrir hönd dánarbús Símonar Inga Gestssonar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að uppsögn samningsins gildi frá og með 1. október 2018. Jafnframt samþykkir landbúnaðarnefnd að landið verði auglýst til útleigu. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018.
Landbúnaðarnefnd fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 201 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur, kt. 110765-5849, dagsett 12. október 2018. Sótt er um leyfi fyrir 10 kindur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir 10 kindum. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagðar fram upplýsingar um ramma fjárhagsáætlunar 2019 fyrir landbúnaðarmál undir málaflokki 13 og vegna minka- og refaeyðingu undir málaflokki 11700.
Landbúnaðarnefnd beinir því til eignasjóðs að huga að ástandi og viðhaldsþörf rétta í sveitarfélaginu og gera ráð fyrir fjármagni til þeirra í fjárhagsáætlun 2019. Einnig vill landbúnaðarnefnd óska eftir því við byggðarráð að sett verði aukið fé í minka- og refaeyðingu þar sem fram hafa komið vísbendingar stækkun minkastofnsins. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. júlí 2018 frá Matvælastofnun varðandi lausagöngu búfjár, fjallskil o.fl.
Landbúnaðarnefnd vísar í bókun fundar nefndarinnar þann 9. júlí s.l., mál 1807058 sem snýr beint að lausagöngu búfjár. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 12. september 2018 frá Jóni Kolbeini Jónssyni héraðsdýralækni Norðurlands vestra, þar sem tilkynnt er um staðfestan grun um klassíska riðu á bænum Vallanesi, 561 Varmahlíð.
Landbúnaðarnefnd harmar að upp hafi komið riðusmit í Vallanesi og vill óska eftir því að Jón Kolbeinn Jónsson komi á fund nefndarinnar til að ræða riðumál almennt. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Skarðshrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Vestur-Fljóta. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagðir fram til kynningar ársreikningar 2016 og 2017 fyrir Fjallskilasjóð Skefilsstaðahrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Hofsafréttar. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.