Fara í efni

Reglur um viðveruskráningar endurskoðun

Málsnúmer 1810013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 842. fundur - 23.10.2018

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins í viðverukerfið VinnuStund. Lúta helstu breytingar að lokadagsetningu á skilum á gögnum og staðfestingu þeirra.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún leggur áherslu á að skráning á vinnuframlagi kennara verði sérstaklega skoðað í sambandi við viðveruskráningu hvað vinnu eftir viðveru varðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 375. fundur - 14.11.2018

Visað frá 842. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram endurskoðaðar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins í viðverukerfið VinnuStund. Lúta helstu breytingar að lokadagsetningu á skilum á gögnum og staðfestingu þeirra.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Óljóst virðist vera hvernig Vinnustund verður aðlöguð að mismunandi starfsumhverfi starfmanna sveitarfélagsins, ekki síst með tilliti til þess að hún heldur utan um launaforsendur. Vegna starfsumhverfis og kjarasamninga kennara má til að mynda draga í efa hag af því að setja viðveruramma utan um vinnu kennara, nema að ávinningur sé skýr fyrir bæði kennara og sveitarfélagið. Eigi Vinnustund að halda utan um launaforsendur kennara er hægt að færa rök fyrir því að kennarar skrái alla unna vinnu sína og fái greitt í samræmi við það. Almennt séð virðist ekki vera ljóst hvort fyrir liggi að þessar breyttu reglur um viðveruskráningu þjóni markmiði sínu, ekki síst í ljósi þess að útfærslur sem taka tillit til mismunandi hópa starfsmanna og aðstæðna þeirra vantar eða eru ófullnægjandi.

Bjarni Jónsson
Álfhildur leifsdóttir
VG og óháðum

Sigfús Ingi Sigfússon kvaddi sér hljóðs.

Endurskoðaðar reglur um viðveruskráningar starfsmanna borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.